Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 42
m ag gi @ 12 og 3. is 4 11 .0 08 Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • sala@batik.is • www.batik.is H álf þjóðin, svona um það bil, skartar nú bleki á húð sinni. Fyrir vikið veltir fólk til dæmis reglulega fyrir sér hvernig umhorfs verður á elliheimilum framtíðarinnar, þegar húðflúrin munu blasa við hvert sem litið er og hafa ef til vill ekki öll stað- ist tímans tönn sérstaklega vel. Jón Þór húðflúrunarmeistari við Skóla- vörðustíg segir þetta óþarfar áhyggjur. „Þessi hugmynd um að húðflúrin verði ljót, asnaleg, krumpuð með tímanum og liturinn fari úr er gömul klisja. Þetta fer allt eftir hand- verkinu sem er sett í myndina og þetta fer líka eftir því hvernig kúnninn hugsar um það á meðan það er að gróa. Fólk miðar oft við þessu gömlu sjóara-tattú, þá sem fengu sér tattú í Grimsby, Hull og Rotterdam. Málið er að tæknin á þessum tíma og upplýsingarnar sem húðflúrarar höfðu voru takmarkaðar miðað við það sem við höfum í dag. Það var ekki notaður eins góður efniviður í vélarnar, nálarnar voru grófari og litirnir ekki eins góðir. Hún var bara á hendi ör- fárra einstaklinga þessi þekking sem er orðin mun útbreiddari. Í dag sé ég af og til falleg fjörutíu ára tattú. Ef handverkið er gott þá er þetta eins og falleg kona sem þú kynn- ist og giftist, hún eldist fallega með þér.“ Fékk köllun 1993 Jón Þór segir að hann hafi varla vitað hvað húð- flúr eða tattú var fyrr en hann fékk sér sjálfur sitt fyrsta merki. „Ég fór með félögum mínum 1993 á stofuna hjá Helga heitnum tattú. Það má segja að ég hafi orðið dáleiddur um leið og ég labbaði þar inn. Það var dimmt og það var dulúð yfir öllu, mjög skrítið, enda var Helgi mjög sérstakur maður. Það var strax þarna sem ég fékk mína köllun, frá þessum degi vissi ég að þetta væri það sem ég ætlaði að helga líf mitt.“ Það var þó ekki fyrr en 1996 að hann tók ákvörðun um að láta þennan draum rætast. „Ég fór á fund Helga og sagði honum frá áætlunum mínum og spurði hvort ég mætti koma til hans af og til. Hann reyndi að fá mig ofan af því að gera þetta og sagði að hann væri ekki á leiðinni að taka neinn nema inn.“ Aftur liðu tvö ár og ekkert þokaðist í lærinu hjá Helga. „En 1998 fór ég í litla heimsreisu og endað í New York þar sem ég keypti fyrstu tattú-græjurnar mínar. Þegar ég kom heim seinna það ár fór ég til Helga og sýndi honum verkin sem ég var búinn að gera á sjálfan mig heima hjá mér. Það kom honum dálítið á óvart að sjá að ég var raunverulega farinn að gera tattú og upp frá þeim degi fór ég að hanga meira hjá honum. Einn daginn, þegar ég var búinn að bíða dag eftir dag eftir að hann kallaði á mig, kom kallið. Og hann vantaði nú ekki meiri hjálp en það að panta reykelsi að utan. En það má segja að þarna hafi ég byrjað sem lærlingur hjá honum.“ Að sögn Jóns Þórs var Helgi af gamla skólanum og lét hann virkilega finna fyrir því að hann væri lærlingur. „Á þessum þremur árum sem ég var að læra hjá honum vann ég öll skítverkin fyrir hann, allt sem tengdist stúdíóinu. Ég var oft pirraður út í kallinn en í dag gæti ég ekki verið manninum þakklátari fyrir það sem hann kenndi mér.“ Lært á Youtube Jón Þór segir að núorðið sé mun auðveld- ara að læra húðflúrun heldur en þegar hann hóf sinn námsferil. Og hann er ekki hrifinn af þróuninni. „Úff, það er alltof auðvelt að byrja að læra í dag. Þessi heimur hefur opnast alveg rosalega. Maður þarf ekki að fara lengra en á Youtube til að fá allar prakt- ískar upplýsingar. Og það getur hvaða Jón Jónsson sem er farið í bókabúð og keypt sér tattú-tímarit og fundið þar auglýsingu fyrir allar græjur sem þarf til að flúra. Sem mér þykir miður og verr. Gallinn við þetta er að það er fullt af vitleysingum sem kaupa sér græjur og eru að eyðileggja húðina á fólki vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera. En þrátt fyrir að þessar flóðgáttir hafi opnast er nú samt ýmislegt gott að gerast. Jákvæðu hliðarnar eru að hlut- fallið af góðum listamönnum, sem hafa komið fram síðustu ár, er mjög hátt. Þeir fá reynslu á fimm árum sem við af gamla skólanum vorum tíu til fimmtán ár að afla okkur.“ Einu sinni sjómenn og hórur Þegar tattústofa er nefnd hugsa sumir strax um dóp, ofbeldi og glæpi. Jón Þór gefur ekkert fyrir þá tengingu. „Þetta er gamall stimpill sem ætlar seint að hverfa. En þetta er klisja. Einu sinni voru það bara sjómenn og hórur sem fengu sér tattú en tímarnir eru breyttir. En auðvitað eru misjafnir menn í bransanum eins og í öðrum starfs- stéttum, eins og lögfræði, stjórnmálum, löggæslu.“ Og Jón Þór er bjartsýnn á framtíðina. „Já, hún er mjög björt. Þessi bransi er búinn að vera til frá örófi alda. Þetta er ekki einhver bóla sem mun hverfa. Það virðist vera ein af frumhvötum manns- ins að merkja sig og skreyta. Það virðist ekki skipta máli hvort það er góðæri eða kreppa – fólk vill tattú. Jón Skúli Traustason jonskuli@frettatiminn.is Blekmeistari á Skólavörðustíg Jón Þór Ísberg er einn af reyndustu húðflúrurum landsins. Hann lærði hjá Helga tattú, guðföður íslenskrar húðflúrunar, og rekur nú eigin stofu. Jón Skúli Traustason ræddi við hann. Ef handverkið er gott þá er þetta eins og falleg kona sem þú kynnist og giftist, hún eldist fallega með þér. Myndir úr möppunni fátíðar Að sögn Jóns Þórs er fátítt að fólk komi og velji sér húðflúr úr möppunni sem liggur frammi á stofunni hans. „Það er auðvitað enn til þannig fólk sem vill bara fá að velja úr möppunni, en það heyrir eiginlega undantekningunni til. Fyrir tíu árum fannst fólki bara flott og sætti sig við að velja eitthvað úr möppunni af því að það þekkti ekkert annað. En í dag er öll flóran af litum og stílum. Fólk er farið að gera meiri kröfur og veit hvað það vill. Það heyrir undantekningunni til að það sé ekki hægt að gera eitthvað; oft þarf ég bara að breyta einhverju smávegis til að þetta virki. Þá hefur það yfirleitt með stærðina gera. Og talandi um stærð þá var fólk fyrir tíu árum ekki að fá sér neitt í líkingu við það sem beðið er um í dag. Fólk er kannski að koma inn og fá sér sitt fyrsta tattú og biður um heilar eða hálfar ermar í staðinn fyrir þessa litlu stimpla sem við þekktum hérna áður fyrr.“ Ljósmyndir: Óskar Hallgrímsson 42 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.