Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 54

Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 54
54 viðhorf Helgin 19.-21. nóvember 2010 Þrír seðlar duttu inn um lúguna hjá okkur í vikunni, einn á hvern skráðan íbúa hússins. Mæðgurnar sem ég bý með sýndu ekki sérstök viðbrögð. Ég stóð upp og sótti gögnin og afhenti þeim enda seðlarnir skráðir á nafn. „Hvaða dót er þetta?“ sagði stelpan og skáskaut augunum á seðilinn. „Er þetta Yatsee?“, sagði hún og virtist örlítið áhugasamari í von um ókeypis leik. „Fylgja teningar með?“, bætti hún við og virtist tilbúin til þess að reyna sig við foreldra sína í þessum vinsæla teningaleik. „Hvað er þetta barn,“ sagði ég, vitandi þó að barnið er komið yfir tvítugt, „þetta er sýnishorn af kjörseðli fyrir stjórn­ lagaþingskosningarnar. Það er ekki seinna vænna að þú farir að kynna þér málið, það á að kjósa eftir rúma viku.“ „Ég hef nú eitthvað heyrt um þetta,“ sagði stelpan og reyndi að leyna von­ brigðum sínum vegna hins meinta Yat­ zee seðils, „en get ómögulega logið því að ég hafa nennt að kynna mér þetta sérstaklega. Þú ert allur í svona málum, nördinn sem þú ert,“ sagði hún og sneri sér að föður sínum, „út á hvað gengur þetta eiginlega?“ „Höfum við ekki fengið bæklinginn um kosningarnar?“, spurði ég í þeirri von að geta afhent mæðgunum hann til þess að losna við langar og flóknar út­ skýringar á persónukjörinu sem fram undan er. „Þar eiga allar upplýsingar að vera um kosninguna og frambjóðendur til þingsins.“ „Nei,“ svöruðu þær í kór. Tónninn í báðum var þannig að þær virtust ekki gera sér mikla rellu út af þessum upp­ lýsingaskorti. „Láttu mig fá styttri út­ gáfuna þessu, pabbi,“ sagði stelpan, „ekki neina langloku, er þetta ekki bara svona kosning eins og venjulega. Þarf maður ekki bara að krossa við eitthvað og málið er dautt?“ „Ja,“ sagði ég, „þetta er kannski ekki alveg svona einfalt. Meiningin er að kjósa fólk til stjórnlagaþings sem síðan semur nýja stjórnarskrá og leggur hana fram sem frumvarp til Alþingis. Á stjórnlaga­ þinginu munu sitja 25­31 fulltrúi. Það eru þeir sem við erum að fara að kjósa á laugardaginn eftir viku ­ og það eru 523 í framboði.“ Ég get varla sagt að ég ha fi náð að vekja athygli dóttur minnar með þess­ um stutta fyrirlestri fyrr en ég nefndi fjölda frambjóðendanna. „523,“ át hún upp eftir mér, „hvernig í ósköpunum á maður að velja einhverja af allri þeirri súpu?“ „Með því að kynna sér bæklinginn, sem að við fengum að vísu ekki, eða á netinu. Þar er kynning á öllu þessu fólki. Það er alveg eins hægt að skoða frambjóðendurna þar.“ „Glætan,“ sagði stelpan, „hver held­ urðu að nenni því? Fimm hundruð manns, Djísöss Kræst. Kemur bara ekki til greina að ég fari pæla í gegnum allt þetta fólk, kalla og kellingar sem ég þekki hvorki haus né sporð á. Hvaða lið er þetta eiginlega?“ „Bara þverskurður af samfélaginu, held ég, fólk sem telur sig geta gert gagn,“ svaraði ég. „Þekkir þú einhverja sem bjóða sig fram?“ spurði dóttir mín. „Já, nokkra,“ sagði ég. „Ég þekki örugglega engan, án þess að ég hafi séð þennan bækling sem þú ert að tala um – og hvernig í ósköpunum á maður að kjósa?,“ sagði kjósandinn ungi. „Það sést á kjörseðlinum, sýnishorn­ inu sem þú fékkst. Þú getur valið 1 til 25 nöfn og merkir við með fjórum tölustöf­ um fyrir framan þau nöfn sem þú velur.“ „Pabbi,“ sagði stelpan, „þú ert að kidda mig. Ætlastu til að ég fari að skrifa talnarunur niður eftir blaði fyrir framan nöfn á fólki sem ég veit ekkert um. Hvað heldurðu að maður sé lengi að því?“ „Það er heila málið, mín kæra, þú verður að læra heima,“ sagði ég. „Þú verður að velja þá sem þú vilt kjósa og skrifa tölurnar niður fyrir hvern og einn á sýnishorninu. Ef þú mætir vel undirbúin á kjörstað ertu kannski ekki nema tíu mínútur í kjörklefanum.“ „Pabbi,“ endurtók dóttir mín, „ég held að þú sért ekki að skilja mig. Hvort sem þessi bæklingur kemur inn um lúguna eða ekki, láttu þig ekki dreyma um að ég fari að að lesa eitthvað um 500 manns. Hvað heldurðu að það taki langan tíma, fyrir utan leiðindin. Ég gæti gubbað.“ „Mamma,“ bætti hún við og sneri sér að hinu foreldrinu, „ætl­ ar þú að þrælast í gegnum þenn­ an söfnuð, sem pabbi er að tala um, og kjósa svo einhverja af þessu liði?“ „Æ,“ sagði móðirin, „ég nenni ekki að pæla í þessu núna, elskan, talaðu um þetta við hann pabba þinn.“ Yatzee inn um lúguna Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL kalkúnn Pipar- grafinn lax á fersku salatbeði Fyllt kalkúnabringa með sætkartöflu- mús, salati og sultuðum rauðlauk Pekan- hnetupie með rjóma Komdu í hátíðar­ stemmingu á Grillhúsinu. Þriggja rétta hátíðar­ matseðill fram að jólum. Kr. 3.700 Fyrir 4 fjóra eða fleiri Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00 hátíðar Borðapantanir í síma 5275000 Grillhúsið | Tryggvagötu og Sprengisandi | www.grillhusid.is L ífeyrissjóðir standa frammi fyrir skuldbindingum sem eru bundnar í lög, þ.e. að með hverju iðgjaldi sem greitt er í sjóðinn myndast skuld sjóðsins við inngreiðanda. Sú skuld­ binding er þannig mynduð að lífeyris­ sjóður þarf að greiða sjóðsfélaga ævi­ langt frá töku lífeyris að lágmarki 56% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af, í mánaðarlegan ellilífeyri. Til að uppfylla þetta lagalega markmið þarf sjóðurinn að fá um 3­4% raunávöxtun á iðgjaldið (að teknu tilliti til örorkutryggingar, vax­ andi ævilíkna og rekstrarkostnaðar) svo að eignir sjóðsins dugi fyrir þessu lof­ orði. Lögin setja þannig ávöxtunarmark­ mið fyrir lífeyrissjóðina sem skilgreinir skuldbindingar þeirra, sem eru síðan nú­ virtar á fastri 3,5% raunvaxtakröfu. Þetta loforð, eða ávöxtunarmark­ mið, er fast en raunvextir á markaði eru breytilegir. Á Íslandi er tiltölulega stór markaður með raunvaxtabréf, aðallega útgefin af Íbúðalánasjóði. Þessi bréf eru með ábyrgð ríkisins og setja í rauninni grunnvaxtastigið í hagkerfinu þannig að öll fjármögnun og framkvæmdir miðast við að ná a.m.k. jafnri, og helst hærri, ávöxtunarkröfu en grunnvaxtastig í landinu. Það má skýra á einfaldan hátt: Ef hægt er að kaupa bréf sem er tryggt bæði með veði í íbúð og bakábyrgð rík­ isins á 5% raunvöxtum, munu fjárfestar ekki kaupa aðrar eignir sem bera meiri áhættu nema þær gefi áhættuálag ofan á 5% raunvexti. Lög og reglur setja fjárfestingar- stefnuna Hvað gerist ef grunnvaxtastig í landinu fer undir ávöxtunarmarkmið lífeyrissjóð­ anna? Ef lofa þarf stöðugri ávöxtun upp undir 4% en einungis er hægt að kaupa skuldabréf sem gefa af sér 3% ávöxtun eða lægra, er ljóst að þetta loforð verð­ ur ekki uppfyllt, nema mögulega með því að auka áhættu. Vaxtavextir eru kröftugt fyrirbæri og ef sjóður er stöð­ ugt að fá 1% lakari ávöxtun á eignir en ávöxtunarmarkmið, myndast fljótt halli á þeim sjóði, þ.e. skuldbindingar vaxa mun hraðar en eignir. Eftir fimm ár mun hallinn verða um 4,7% og eftir tíu ár um 9,2%. Til að bæta upp fyrir „of lága“ ávöxt­ un af tryggum markaðsskuldabréfum verður að minnka fjárfestingar í þeim og auka fjárfestingar í áhættumeiri fjár­ festingarkostum í von um hærri ávöxtun; annars mun sjóðurinn ekki standa undir lágmarks lífeyrisréttindum samkvæmt lögum. Þetta er mjög áleitið skilyrði sem lögin setja lífeyrissjóðunum og verður til þess að mikil tregða myndast við lækkun grunnvaxta í hagkerfinu og lífeyrissjóð­ um er ýtt út á áhættuskalann í tilraun til að uppfylla kröfur laganna. Snjóbolta-skuldbindingar Stjórnvöld ábyrgjast lífeyrisgreiðslur sinna lífeyrissjóða, hverjir sem vextir á markaði eru. Mjög áhugavert er að at­ huga hvað gerist með þær ábyrgðir ef ávöxtunarmarkmið og afvöxtunarstuð­ ull skuldbindinga eru lækkuð. Þessar ábyrgðir munu hækka svo tugum millj­ arða skiptir. Tökum sem dæmi ef greiða þarf 100 milljarða eftir 15 ár; ef gert er ráð fyrir 3,5% vöxtum er þessi skuldbind­ ing í dag um 59 milljarðar en ef gert er ráð fyrir 2,5% vöxtum er hún um 69 millj­ arðar eða sem nemur um 10 milljörðum hærri. Ríkissjóður og sveitarfélög eru með ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum upp á um 600 milljarða og eignir á móti eru um 220 milljarðar. Mismunurinn, um 380 milljarðar, er á bakábyrgð ríkissjóðs og sveitarfélaga og ætti í rauninni að teljast sem þeirra skuld. Það munar því tals­ vert hvort skuldbindingin er reiknuð út á 3,5% eða 2,5% vöxtum og má áætla að bakábyrgðin muni hækka um hátt í 60 milljarða með 1% lægri raunvaxtakröfu. Þrátt fyrir að bakábyrgð ríkisins muni aukast, verður að breyta ávöxtunarmark­ miði lífeyrissjóða. Hafa ber í huga að með hverri einustu iðgjaldagreiðslu sem myndar ávöxtunarloforð sem er hærra en sem nemur markaðsvöxtum, er verið að stækka vandamálið hjá öllum lífeyris­ sjóðum. Að lokum kemur að því að kerfið springur og skerða þarf réttindi þeirra sjóðsfélaga sem hafa í rauninni verið að borga undir lífeyrisgreiðslur fyrri sjóðs­ félaga. Breytinga er þörf Það eina sem hægt er að gera til að lækka vaxtastig á Íslandi er að ná sátt um það að iðgjöld í lífeyrissjóði hækki og réttindaá­ vinnsla lækki til samræmis við grunn­ vaxtastig á markaði á hverjum tíma. Hluti af lausninni gæti verið að auka vægi séreignalífeyrissparnaðar í hlutfalli við samtryggingarsparnaðinn. Meiri áhersla yrði þannig lögð á að ná lögbundnu lág­ marksloforði með sem minnstri áhættu um leið og einstaklingar hefðu meira að segja um áhættustig lífeyrissparnaðar með auknum séreignarsparnaði. Ávöxtunarmarkmið lífeyrissjóðanna Stjórnvöld ráða Höfundar starfa hjá GAM Management hf. Valdimar Ármann hagfræðingur og fjár- málaverkfræðingur Agnar Tómas Möller verkfræðingur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.