Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 27
stjórn og þingmenn hafi látið við- gangast. Er það í lagi? Ekki held ég það. Maður er hissa á því að það vantar byggingu í samfélagið sem getur staðið af sér alla pólitík. Eitt- hvað sem gætir þess að sú þjóð sem hér býr geti búið við öryggi. Fjár- hagslegt og samfélagslegt öryggi, og öryggi í tengslum við þjónustu. Mér finnst pólitíkin hafa fengið að ráða alltof miklu. Ég sakna þess enn að sjá þjóðina vinna að því að byggja samfélagið upp samfélagsins vegna, óháð stjórnmálastraumum. Að allt sé ekki rifið niður sem einn ráðherra gerði, þegar sá næsti tek- ur við. Að þjóðin finni farveg sem hún er sátt við. Það á að vera vernd fyrir borgara. Þar þarf löggjöfin að lagast.“ Gleði og sorg Verkefni lífsins eru margvísleg. Guðrún þekkir það af eigin raun. Í ljóða-myndlistarbók hennar, sem nefnist Skil, er ljóð til frumburðar- ins í fjölskyldunni, Egils, sem er elstur þriggja systkina. Egill er með Downs syndrom. „Það stefnir enginn að því að eignast fatlað barn. Ekki ég heldur. Maður reiknar ekk- ert með því að vinna í þess háttar lottói. Hver og einn vill gjarna vinna í góðu happdrætti. Í raun var þetta ekkert slæmur happdrættisvinning- ur þótt þetta hafi verið erfitt í fyrstu og erfitt að sætta sig við. Ákveðin sorg, sem aldrei hverfur, fylgir því þó vegna þess að hann er ekki frískur og hann er ekki fær um það sama og jafnaldrar hans eru, sama á hvaða aldursskeiði hann er. En hann er hamingjusamur. Hann er oft glaðari en við hin í fjölskyldunni. Hann hefur kennt okkur og fleirum næmni, umhyggju, kurteisi og alúð sem við hin þessi frísku höfum ekki í eins ríkum mæli. Hann hefur gert lífið ríkara af reynslu. Ekki erfiðri eða leiðinlegri nema þegar hann er veikur, þá hefur það vissulega tekið á. En eins og málin standa nú, þá er tilvist hans ákveðin gleði. Honum gengur líka vel annars staðar en heima hjá sér og er vinsæll.“ Guðrún segir jafnvel betur búið að Agli á Íslandi en í Noregi að sumu leyti. Þar nefnir hún sumar- búðir í Reykjadal sem dæmi. Stundin er liðin, spjallinu að ljúka. Ætlar heilsugæslulæknirinn í Garðabæ að halda áfram að yrkja og mála? „Ég vona það en lofa engu. Ef vel gengur og ég held heilsu þá er unnt að sinna þessu áfram. Hugsan- lega safnast þá upp verk og ég fer að leita að sýningaraðstöðu aftur. Þetta veitir mér gleði. Ég er hvorki stórskáld né snilldarmálari. Ég tími varla að selja myndirnar. Hingað til hef ég ekki viljað það en við sjáum til. Þetta er örlítill vísir að einhverju sem aldrei er að vita hvar endar,“ segir Guðrún Hreinsdóttir heilsu- gæslulæknir, listmálari og ljóð- skáld, og brosir í kampinn. islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Þjónustufulltrúinn þinn getur aðstoðað þig ef þú ert í greiðsluerfiðleikum Kynntu þér úrræði Íslandsbanka í næsta útibúi. En mér finnst fólk aðeins hafa fundið önnur gildi eftir hrun, séð að það er „líf eftir dauðann“ Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.