Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 60
 Hin gleðilega gagnbylting eldum Heima og borðum saman Þ að er flestum orðið ljóst fyrir löngu að vestrænum samfélögum hefur orðið alvarlega á í messunni hvað varðar matarframleiðslu og -dreifingu. Á skömmum tíma hefur hvorutveggja verið umturnað; hvernig við framleiðum mat og kaupum hann. Og afleiðingarnar eru öll- um ljósar. Heilsu fólks hefur hrakað í vel- meguninni; offita leggst á þjóðirnar eins og farsótt og yngstu kynslóðirnar verða þær fyrstu í 150 ár sem horfa fram á skemmri lífslíkur en foreldrar þeirra. Við höfum misst tökin á þróuninni. Og orðið undir henni. Þótt það sé nærandi að skrifa í blöðin um þessa þróun og býsnast yfir henni í góðra vina hópi; googla málin á netinu og lesa um í bókum og lífsstílsblöðum; skammast yfir vöruframboðinu í Bónus eða sykrinum í jógúrtinu frá MS; hrista hausinn á leið fram hjá Kentucky Fried og MacDonalds; þá er aðalkosturinn við þessa þróun að það er hægt að snúa henni við í eldhúsinu heima. (Ímyndið ykkur ef það sama ætti við um Icesave, misskiptingu auðs eða frið á jörð.) Sykrið og saltið sjálf Fyrsta skrefið er að elda sjálf. Ekki kaupa mat sem búið er að elda eða setja saman. Þið megið kaupa sykur og nota hann en þið megið ekki kaupa sykraðan mat. Það sama á við um salt. Sykrið og saltið sjálf matinn ykkar. Það er ekkert að sykri eða salti í sjálfu sér. Reynslan sýnir hins veg- ar að ef þið treystið þjónustufulltrúanum hjá iðnfyrirtækjunum fyrir sykurkarinu og saltstauknum þá notar hann of mikið í þágu síns fyrirtækis. Þótt hann láti í annað skína þá vinnur hann hjá fyrirtækinu - ekki ykkur. Ef þið eigið að elda sjálf verðið þið að fá áhuga á eldamennsku. Áhugalausum manni hefur enn ekki tekist að búa til almennilegan mat. En eldamennska er blessunarlega ríkur þáttur í sögu okkar og menningu. Þeir sem hafa einhvern tíma haft áhuga á einhverju mennsku geta fund- ið samsvörun í eldamennsku. Þeir sem höfðu brennandi áhuga á efna- fræði í skóla geta sett sig inn í næringarefni og virkni þeirra. Við ráðleggjum öðrum að halla sér að sögunni. Næringarfræði byggð á engum efnafræðiáhuga er eins og íslensk bankastarfsemi. Næst er að gefa sér tíma til að elda. Takið tímann frá. Ekki reyna að elda á þeim tíma sem hrekkur til. Byrjið á sunnudags- og miðvikudagskvöldum og bætið síðan hin- um dögunum við. Eldið einfalt Gefið ykkur tíma til að borða. Borðið ekki út úr ísskápnum eða upp úr krukkum eða kirnum. Leggið á borð og haldið kvöldmál- tíð með fjölskyldunni. Yfir henni getur fjöl- skyldan afgreitt öll nauðsynleg samskipti; skipst á fréttum, samhæft fyrirætlanir, dreymt saman. Ræðið ekki pólitík, trúmál eða fjármál við matarborðið heima frekar en í veislum úti í bæ. Þessi mál leysast best hjá þeim sem borða vel og njóta ánægju- legra samvista við fólk. Eldið einfaldan mat. Matur á veitinga- húsum er flókinn til að réttlæta verðið. Þið eigið ekki við sama vanda að stríða heima. Æfið ykkur á nokkrum klassískum rétt- um þar til þið hafið náð fullkomnun. Bætið þá við nýjum réttum. Undirbúið ykkur. Skerið grænmeti, vikt- ið og mælið hráefnið áður en þið byrjið að elda. Þótt atvinnumenn í sjónvarpinu láti allt smella saman á pönnunni þá verðið þið að æfa ykkur. Sjónvarpskokkarnir geta auk þess klippt út mistökin. Hiti er viðkvæm- asta „hráefnið“ og hefur eyðilagt meiri mat en nokkuð annað. Umgangist hita af virð- ingu. Kryddið matinn til. Salt ýtir undir annað bragð. Pipar bætir við sínu bragði. Edik og sítróna hafa svipuð áhrif og saltið; fríska upp allt heila klabbið. Ódýrasti uppáhaldsmaturinn  uppskrift kartöflu- og blaðlaukssúpa  uppskrift grillaður kjúklingur Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 60 matur Helgin 19.-21. nóvember 2010 Ef þú æfir þig nokkrum sinnum á kartöflu- og blaðlaukssúpu þá nærðu tökum á tvenns konar dýrmætum göldrum. Í fyrsta lagi að búa til dýrindis mat úr ódýru hráefni. Í annan stað að krydda til fínlegt bragð svo það verði himneskt. Kartöflu- og blaðlauks- súpa er kjörið sveins- og meyjarstykki fyrir þá sem vilja þroskast í eldhúsinu. Eldið súpuna nokkrum sinnum í röð, fáið fjöl- skylduna til að segja sína skoðun og þróið ykkar eigin súpu til fullkomn- unar. Ef þið leggið ykkur fram mun ykkar útgáfa flytjast með kynslóð- unum langt inn í framtíð ættarinnar og lifa góðu lífi þegar þið sjálf eruð löngu gleymd. 1. Steikið einn lauk, smávegis af selleríi og þrjá saxaða blaðlauka (tæpt kíló) í smjöri í potti. (Fyrir þá sem trúa því að allt sé betra með beikoni má byrja á 100 grömmum af reyktu fleski og setja síðan laukinn saman við.) 2. Bætið þremur til fjórum millistórum mjölmiklum kartöflum við (um 500 grömm) og hitið í smjörinu. Þið getið sett lokið á milli þess sem þið hrærið. 3. Bætið við söxuðum hvítlaukgeirum eftir smekk. Ef þið eigið timian, rífið laufin af nokkrum stilkum og bætið saman við. 4. Hellið 1,5 lítra af heitu kjúklingasoði yfir grænmetið, látið suðuna koma upp og látið malla í 20-30 mínútur. 5. Takið pottinn af hellunni og maukið súpuna með töfra- sprota. Hrærið tvær eggja- rauður saman við tæpan pela af rjóma. Hellið bolla af súpu út í rjómablönduna og hrærið og sturtið síðan út í súpuna. Súpan er nógu heit til að elda eggjarauðurnar. Ef súpan sýður þá verða rauðurnar að hrærðum eggjum. 6. Kryddið til með salti og pipar. Stráið gras- lauk eða steinselju yfir. 7. Berið fram með ólívu- olíu og sítrónu. Þreifið ykkur síðan áfram. Bætið við lauk, sellerí, hvítlauk – eða minnkið. Notið heima- lagað kjúklingasoð eða bara vatn. Notið beikon eða sleppið, meira eða minna af timian eða gras- lauk. Og svo framvegis. Eftir þrjú skipti eruð þið á réttri leið. Eftir sex skipti eruð þið komin með kartöflu- og blaðlauks- súpu ættarinnar. Hin frábæra tónlist Pjotrs Tsjajkovskíj hefur liðið fyrir ofnotkun. Við höfum heyrt hana svo oft að við áttum okkur ekki á hversu frábær hún er. Til að átta sig betur á þessu er því gott að sniðganga Tsjajkovskíj algjörlega um tíma en stinga sér svo í hann og njóta. Sama má segja um kjúkling- inn. Með því að borða bringur í kryddsósum tvisvar í viku gerir maður út af við kjúkling- inn. Okkar ráð er því að borða kjúkling sjaldan, kaupa heilan kjúkling (bringur eru afleit kaup, þú borgar næstum fyrir þá hluta sem sem þú færð ekki) og ná leikni í að grilla kjúkling. Því grillaður kjúk- lingur er eins og Svanavatnið; einstök snilld. Til að grilla kjúkling þarf að byrja á að snúa á söguna. Frá 1980 hafa kjúklingar orðið sí- fellt magrari og kjötið hvítara og bragðminna. Nútímakjúk- lingum hættir því til að verða þurrir. Leggið kjúklinginn því í saltpækil yfir nótt áður en þið eldið hann. Hann dregur í sig 10 prósent vökva (fer úr 100 í 110) og þegar hann missir 20 prósent vökvans í ofninum (úr 110 í 88) þá er hann 10 prósent safameiri en ef hann hefði ekki legið í pæklinum (88 í stað 80). Saltpækill fyrir kjúkling (að hætti Thomas Keller): 4 lítrar vatn, 1 bolli sjávarsalt, ¼ bolli hunang, 12 lárviðarlauf, ½ bolli marin hvítlauskrif, 2 matskeiðar piparkorn, 3 stilkar rósmarín, stór grein af timian, búnt af ítalskri steinselju og börkur og safi úr tveimur sítrónum. Hitið þar til saltið leysist upp og kælið við stofuhita. Setjið kjúklinginn í pækilinn og geymið yfir nótt. Takið kjúklinginn úr pæklinum og látið hann þorna með því að standa óvarinn í ískáp í klukkustund. Saltið og piprið hann að innan og fyllið hann með sítrónu- bátum, smjör- klípum, hvítlauk og timian og/eða rósmarín. Makið smjöri á skinnið, saltið og piprið og setjið inn í 250°C heitan ofn og bakið í um 40 mínútur eða þar til kjötmælir segir að þykkasti hluti læranna sé orðin 68°C heitur. Kjúklingurinn mun halda áfram að hitna upp í um 74°C á meðan hann jafnar sig á bretti. Búið til sósu á meðan úr saf- anum í skúffunni. Kíkið á kjúklinginn á um kortersfresti á meðan hann er í ofninum. Julia Child vildi að fólk léti hann liggja á annarri hliðinni í korter, þá á hinni og síðustu 10 til 15 mínútnar á bakinu til að fá jafna og stökka skorpu. Leggið á borð og haldið kvöldmáltíð með fjöl- skyldunni. Yfir henni getur fjöl- skyldan afgreitt öll nauðsynleg samskipti; skipst á fréttum, samhæft fyrirætlanir, dreymt saman. Tsjajkovskíj eldhússins Marteinn Lúther sagði að djöfullinn kæmist ekki að manni með ljúfan mat í maga og góða sögu á vörum. Varist því vondan mat og illmælgi, snakk og bloggspeki. Djöfullinn leikur sér að fólki sem fellur fyrir slíku. Kosturinn við að snúa baki við iðnfram- leiddum mat og matarlíki er að veröld heimalagaðs matar og kvöldverðar með fjöl- skyldunni er svo miklu innihaldsríkari og auðugri að enn hefur ekki frést af nokkrum manni sem vill aftur til baka. Byltingin byrjar heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.