Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 81
Íslenska kokkalandsliðið hélt í
gær til Lúxemborgar þar sem
það keppir á heimsmeistaramóti
í matreiðslu, svokallaðri Espog-
ast-Culinary World Cup. Alls eru
fimmtán manns í liði auk þriggja
fylgdarmanna. Keppt er í tveimur
borðum, heitu og köldu. Keppnin í
kalda borðinu fer fram sunnudag-
inn 21. nóvember og heita borðinu
tveimur dögum seinna.
Landsliðið hefur lagt nótt við
dag í undirbúningi sínum fyrir
mótið og segir Karl Viggó Vigfús-
son, framkvæmdastjóri liðsins,
að lítið hafi verið um svefn síðustu
vikur enda allir meðlimirnir í fullri
vinnu annars staðar. „Það má í
raun segja að þetta sé blóð, sviti og
tár,“ segir Karl Viggó.
Hafliði Halldórsson, forseti
Klúbbs matreiðslumanna, segir að
það sé mikilvægt fyrir matreiðslu-
menn að taka þátt í slíkri keppni.
„Við berum saman bækur okkar
og fáum samanburð við þá bestu
í heiminum hverju sinni,“ segir
Hafliði.
matreiðsla Heimsmeistaramót
Kokkalands-
liðið stillti sér
upp á Grillinu
eftir æfingu á
mánudaginn.
Ljósmynd/Guðjón
Steinsson
Kokkalandsliðið til Lúxemborgar
Rödd Jacksons
fölsuð?
Randy Jackson,
bróðir Michaels heit-
ins, fullyrti á Twitter
í vikunni að einhver
af lögum Michaels
á væntanlegri plötu
poppgoðsins væru
fölsuð. Hann segir
greinilegt að bróðir
hans syngi einhver laganna en ekki önnur
og að hann sé tilbúinn að leggja líf sitt að
veði fyrir þeirri fullyrðingu sinni. Flestir
sérfræðingar sem hlýtt hafa á lögin eru
sammála um að rödd Michaels heyrist á
plötunni en Randy lætur ekki segjast. Hann
fer síðan út í samsæriskenningar og segir
nöturlegt að bróðir hans sé ekki lengur
á meðal vor og að fjöldi fólks hugsi ekki
um annað en að hagnast á dauða hans.
„Þeim er alveg sama um hvers vegna og
hvernig hann dó, eða kannski vita þau það
nú þegar.“
Pink staðfestir
óléttu
Söngkonan Pink
hefur staðfest fregnir
þess efnis að hún
sé með barni. Sá
kvittur komst á kreik
þegar af henni birtust
myndir með, að því er virtist, barnabumbu.
Barnið sem hún gengur með er fyrsta barn
Pink og eiginmanns hennar, Careys Hart,
og læknar telja að um stúlkubarn sé að
ræða. „Mamma hefur alltaf óskað þess
að ég eignaðist dóttur eins og mig. Ég er
skíthrædd um að önnur hvor okkar endi í
fangelsi,“ sagði Pink í spjallþætti Ellen De-
Generes á miðvikudag. Þegar Ellen spurði
Pink hvers vegna hún hefði ekki staðfest
orðróminn fyrr, sagðist hún ekki hafa viljað
tala um þetta fyrr. Hún hefði verið óörugg
vegna þess að hún hefði áður misst fóstur.
Þá bætti hún við að barnið væri ekkert slys
og hún hefði haft fyrir getnaðinum.
Framhjáhald
ástæða skilnaðar
Örvæntingarfulla eiginkonan Eva Lon-
goria er sögð vera niðurbrotin eftir að
hún sótti um skilnað frá eiginmanni
sínum, körfuknattleiksmanninum
Tony Parker. Parker er sagður hafa
haldið fram hjá Evu með eiginkonu
liðsfélaga síns hjá San Antonio Spurs.
Eva gefur ósættanlegan ágreining
upp sem skilnaðarástæðu
og fer fram á meðlags-
greiðslur. Vinur hennar
hefur upplýst að hún
hafi fundið textaskilaboð
í hundraða tali frá
eiginkonu liðsfélaga Tonys
í farsímanum
hans. Þá mun
Tony hafa haldið
Facebook-sam-
bandi við konu
sem hann hélt
við á fyrri hluta
hjónabandsins
sem hélt í þrjú ár.
Vö
ru
m
er
ki
S
he
ll
er
u
no
tu
ð
af
S
ke
lju
ng
i m
eð
le
yf
i S
he
ll
Br
an
ds
In
te
rn
at
io
na
l A
G
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
3
9
9
Það sem við höfum lært af samstarfinu við Ferrari á keppnisbrautinni, höfum við nýtt
okkur fyrir venjulega bíla. Ef Shell V-Power getur hjálpað til við að halda Ferrari í
toppstandi, ímyndaðu þér þá hvað það getur gert fyrir bílinn þinn. Shell V-Power er
þróað til að hreinsa vélina til þess að ná fram meiri afköstum og auka viðbragðið
í hvaða bensínvél sem er. Fylltu tankinn með Shell V-Power og fáðu sem mest út úr
hverjum dropa.
www.skeljungur.is
Þróað fyrir
meiri afköst – hverju sem þú ekur
dægurmál 81 Helgin 19.-21. nóvember 2010