Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 48
ígilt ráð feðra sem eiga dætur á tánings-
aldri er að segja þeim að fylgjast með því
sem vonbiðlarnir í kringum þær gera,
frekar en að hlusta á það sem þeir segja.
Þetta góða heilræði á auðvitað við um fleiri
en stúlkur og unglingspilta með ólgandi
hormóna í blóðinu. Það á til dæmis sérstak-
lega vel við um sambandið milli kjósenda
og stjórnmálamanna.
Því miður á fókusinn á stjórnmálafólkið
of oft til að beinast að því sem þeir segja
fremur en því sem þeir gera, eða kjósa að
láta ógert. Aðgerðaleysi getur nefnilega
líka verið sögn.
Raðir hjá Fjölskylduhjálpinni og Mæðra-
styrksnefnd eru ekki nýjar af nálinni. Rað-
irnar þar eru ekki afleiðing
af áföllum í efnahagslífi
landsins. Allan góðæris-
tímann, þegar smjör draup
hér af hverju strái, Norður-
landamet voru sett í sölu
á dýrustu útgáfunni af
Range Rover lúxusjeppum
og stjórnvöld hreyktu sér
af því að ríkissjóður væri
orðinn skuldlaus, beið fólk
eftir mat hjá hjálparstofnunum.
Það var pólitísk ákvörðun að haga
málum á þá leið, rétt eins og það var póli-
tísk ákvörðun að hafa viðvarandi biðlista á
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans
og á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Síðarnefnda stofnunin þjónar fötluðum
börnum og fjölskyldum þeirra. Þar var bið-
tíminn orðinn allt að þrjú ár og það á mestu
uppgangstímum Íslandssögunnar.
Það er hin pólitíska kúnst að koma
hjálpinni þangað sem hennar er mest þörf.
Enginn getur deilt um að bágstödd börn
hljóti að vera þar allra efst á listanum. Þá-
verandi stjórnvöld kusu að forgangsraða á
annan hátt.
Tilhögun matargjafa til þurfandi kann
að vera krítískari. Þar er jafnvægislistin
flóknari, rétt eins og þegar kemur að því
hver upphæð atvinnuleysisbóta á að vera.
Sú umræða er til dæmis nú þegar hafin að
atvinnuleysisbætur verði að vera nokkru
lægri en lágmarkslaun. Eins miskunnar-
laust og það hljómar, má það ekki verða
áreynslulaust að vera upp á aðra kominn.
Á ólgutímum í stjórnmálum er skynsam-
legt fyrir kjósendur að vaka yfir saman-
burði á orðum, gerðum og athafnaleysi
stjórnmálamanna, og skoða hvort vera
þeirra innan eða utan stjórnar skipti máli í
því samhengi.
Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur,
hefur verið legið á hálsi fyrir meinta
flónsku á ýmsum sviðum undanfarnar
vikur. Hann þykir svara út í hött í viðtölum,
kann ekki að skipta um dekk á bíl og talar
of mikið um sjálfan sig, húðflúr og reyk-
bindindi. Hitt sem skiptir raunverulegu
máli – hvernig hann stendur sig í vinnunni
– hefur horfið í skuggann. Í tíð hans er til
dæmis búið að slá af glórulausa samgöngu-
miðstöð í Vatnsmýrinni, við fögnuð flugrek-
enda og fleiri, og hafin er löngu tímabær
tiltekt hjá Orkuveitunni. Berið þetta saman
við verk annarra stjórnmálaflokka í borg-
inni, sem meðal annars létu borgina kaupa
gjörónýta hjalla við Laugaveg til að komast
í valdastóla og neyddu Orkuveituna, sem
þá þegar var á hausnum, til að greiða arð í
borgarsjóð. Grínistinn rúllar samkeppninni
upp.
Þegar upp er staðið eru stjórnmálamenn
sem láta eins og fífl í fjölmiðlum en haga
verkum sínum af ábyrgð í vinnunni mun
betri kostur en stjórnmálamenn sem tala
af ábyrgð í fjölmiðlum en hegða sér eins og
fífl í vinnunni.
48 viðhorf Helgin 19.-21. nóvember 2010
Orð, gerðir og hin pólitíska kúnst
Fifl og fífl
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
U ndirritaður er f y rst i flutnings-
maður þingsálykt-
unar t i l lögu um
að samkomulag
um ef lingu kvik-
myndagerðar verði
endurnýjað. Það
var haustið 2006 að
fulltrúar ríkisins og
kvikmyndagerðar-
manna gerðu sam-
komulag til fjögurra
ára um eflingu kvik-
myndagerðar. Átti
framlag ríkissjóðs
að vera stigvaxandi
og enda í 750 millj-
ónum króna 2010.
Núverandi stjórnarflokkar ákváðu í
nafni niðurskurðar að skerða þetta
framlag um 350 milljónir króna árið
2010. Samtök kvikmyndagerðar-
manna mótmæltu þessu og kynntu
í mars 2010 könnun sem gerð var
meðal þeirra um umfang kvik-
myndagerðar og efnahagslegan
ávinning. Margt afar forvitnilegt
kom fram í könnuninni sem tók til
áranna 2006-2009. Meðal þess sem
kom fram var að opinbert fjármagn
til 112 verka var rúmlega 22% á með-
an erlent fjármagn
nam 44% og innlent
(annað en opinbert)
33%. Opinbera fjár-
magnið var rúmir
2,6 milljarðar á með-
an það erlenda var
rúmir 5,2 milljarðar.
Helsti kostnaðarlið-
urinn við kvikmynda-
gerð er launakostn-
aður og var hann
rúm 72% skv. könn-
uninni. Áætlað er
að hvert starf í kvik-
myndagerð leiði af
sér önnur þrjú og er
því augljóst að ávinn-
ingurinn er mikill.
Kvikmyndagerð er
því mikilvæg atvinnugrein sem er
gjaldeyrisskapandi og þá er ekki
tekið tillit til mikilvægis kvikmynda
fyrir menningu og ferðaþjónustu.
Til samanburðar áætla Írar að 18%
ferðamanna á Írlandi komi vegna
kvikmynda. Af þeim upplýsingum
sem fram komu og kvikmyndagerð-
armenn kynntu má ætla að sam-
drátturinn kosti um hundrað störf í
greininni. Niðurskurður á fjármagni
þýðir að færri verk verða unnin og
áætla kvikmyndagerðarmenn að á
árunum 2010-2014 geti þetta num-
ið um fimm milljarða króna sam-
drætti í greininni. Af könnuninni
má draga þá ályktun að það sé afar
óskynsamlegt að skerða framlög til
kvikmyndagerðar þótt kreppi að. Sé
tekið mark á niðurstöðunum væri
nær að tryggja áframhaldandi við-
gang og vöxt greinarinnar. Þannig
er opinbert fjármagn gríðarlega
mikilvægt því um leið og það er við-
urkenning á verkinu er það forsenda
frekari fjármögnunar og þátttöku
erlendra kvikmyndasjóða.
Áðurnefnd þingsályktunartillaga
er lögð fram með það að markmiði
að hvetja til þess að nýtt samkomu-
lag verði gert svo þessi mikilvæga
og merka atvinnugrein geti gert
áætlanir til framtíðar. Skv. könnun-
inni er augljóst að ávinningur sam-
félagsins er mikill og mikilvægt að
sammælast um að kasta ekki krón-
unni og hirða aurinn. Færa má fyrir
því rök að íslensk kvikmyndagerð
hafi sjaldan verið mikilvægari sem
atvinnuveitandi og gjaldeyrisöflun
en síðast en ekki síst sem mikilvæg
auglýsing fyrir ört vaxandi ferða-
þjónustu og íslenska menningu. Ég
vona að þingsályktunin fái jákvæða
afgreiðslu nú á haustþingi.
Afar óskynsamlegur niðurskurður
Íslensk kvikmyndagerð
– aldrei mikilvægari
Gunnar Bragi Sveinsson
þingflokksformaður framsóknar-
flokksins
Fært til bókar
Fullfljótir á sér
Húsleit var m.a. gerð í höfuðstöðvum
Sögu fjárfestingarbanka fyrr í vikunni í
tengslum við rannsókn á lánveitingum
hins fallna Glitnisbanka. Saga fjárfest-
ingarbanki breytti nafni sínu nýverið en
bankinn hét áður Saga Capital. Varlega
orðað er húsleit sérstaks saksóknara
ekki sú kynning sem fyrirtæki óska eftir.
Eftir á að hyggja má segja að forráða-
menn fjárfestingarbankans hafi verið
fullfljótir á sér með nýja nafnið.
Svo reiður að hann gat varla talað
NT-útgáfuævintýri Framsóknarflokksins á
níunda áratug liðinnar aldar var skamm-
vinnt en flokkurinn hafði allt frá árinu
1917 gefið út flokksmálgagn sitt, Tímann.
Hákon Sigurgrímsson var stjórnarfor-
maður Nútímans, útgáfufélags blaðsins,
en hann rekur þetta mislukkaða útgáfu-
ævintýri í nýrri ævisögu sinni, „Svo þú ert
þessi Hákon“. Magnús
Ólafsson hagfræðingur
var ráðinn ritstjóri NT en
blaðið átti m.a. að styðja
meginstefnu Framsóknar-
flokksins. Hákon segir að
hins vegar hafi fljótlega
farið að bera á tilhneigingu
NT til að þvo af sér fram-
sóknarstimpilinn, sýnast
frjálst og óháð. Ólafur Jó-
hannesson, fyrrum formaður Framsókn-
arflokksins og forsætisráðherra, lést á
meðan NT kom út, 20. maí 1984. Hákon
segist hafa skynjað að þarna væri hætta
á ferðum, miklu máli skipti hvernig tekið
yrði á andlátsfregninni í NT. Hann gekk
því á fund ritstjórans og lagði áherslu á
að henni yrðu gerð verðug skil í blaðinu.
Morguninn eftir var andlátsfrétt og um-
fjöllun um hinn látna framsóknarleiðtoga
á forsíðu Morgunblaðsins ásamt stórri
mynd en í NT var birt lítil mynd af Ólafi til
hliðar á forsíðu, greint frá láti hans í einni
setningu. Þegar Hákon stóð með blöðin
í höndunum þann sama morgun hringdi
Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, brjálaður, svo ekki
sé meira sagt. „Hann var svo reiður að
hann gat varla talað,“ segir Hákon.
Hvað kostar hver rjúpa?
Umhverfisráðherra, Svandís Svavars-
dóttir, heimilar rjúpnaveiðar sex helgar
fyrir jól enda hænsnfugl þessi vinsæll til
átu á hinni helgu hátíð. Áhugamenn um
fugladráp halda til heiða, hundruðum
ef ekki þúsundum saman. Ráðuneytið
og Skotvís, með Sigmar B. Hauksson í
broddi fylkingar, biðja veiðimenn að gæta
hófs við veiðarnar og við gefum okkur að
flestir verði við þeirri frómu ósk. Það er
bannað að selja rjúpu en þeir sem gerst
þekkja til markaðarins telja sig engu að
síður vita til þess að rjúpur gangi kaupum
og sölum, gjarna á 3.000-4.000 krónur
stykkið. Rjúpur eru því dýr jólamatur enda
þarf sæmilega stór fjölskylda, með afa og
ömmu, 10-15 rjúpur. Verðið er þó afstætt
og kannski er rjúpa á borði veiðimanns
enn dýrari en hjá þeim sem kaupir hana
á svörtum markaði. Veiðimaðurinn þarf
að fara á námskeið, kaupa byssu og skot
og halda til fjalla á sínum jeppa.
Óvarlegt er að reikna með minna
en einum eldsneytistanki í hverri
ferð og ef við gefum okkur að
veiðimaðurinn veiði fjórar rjúpur
í hverri ferð þarf hann að fara
þrjár ferðir eftir tólf fuglum. Það
kostar því tugi þúsunda að sækja
hina gómsætu bráð. Til viðbót-
ar er kostnaður skattgreiðenda
en fram kom í vikunni að þyrla
Landhelgisgæslunnar er notuð til eftirlits
með rjúpnaskyttum. Þá er ótalinn kostn-
aður björgunarsveita sem þurfa að leita
að hluta veiðimannanna á hverju tímabili.
Hvað ber hæst hjá þjóð í kreppu?
Stærstu vefmiðlarnir, mbl.is og Vísir.is,
leggja aukna áherslu á myndbönd á síðum
sínum. Fróðlegt er að fylgjast með fyrir-
sögnum á því sem þar stendur til boða en
eftirfarandi fyrirsagnir ber hæst hjá þeirri
þjóð sem keppir við kreppu og óáran.
Byrjum á Vísi: Fitusog hjá Þórdísi, Rassa-
æfingin er leyndarmál Ásdísar Ránar,
Auddi og Sveppi með dvergaþema,
Tobba Marínós alsæl allsber, Tekur hart
á kúkalöbbum. Víkjum þá að mbl.: Haffi
Haff afhommaður og Vala Grand: Ét og
ét en er samt sexí .
S