Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 38
O g hvað heitir þú aftur?“ spurði Erla Björk Jónsdóttir rétt áður en hún kvaddi unga manninn sem hafði fylgt henni heim að dyrum eftir skemmtilegt kvöld á Sportbarnum fyrir rúmum níu árum. „Móði,“ svaraði hann. „Móri? Ég mun aldrei kalla þig það. Hvað heitir þú fullu nafni?“ „Þormóður,“ svaraði hann. Og ég kallaði hann alltaf Þormóð,“ lýsir hún nú rétt rúmu ári eftir að hún kvaddi ástina sína fyrir fullt og allt. Þormóður Geirsson var þrítugur þegar hann lést á Landspítalanum, fimm dögum eftir að æð sprakk við heila hans. „Ég stóð uppi á gjörgæslu og horfði út um gluggann. Það var nýbúið að úrskurða hann lát- inn. Kona gekk upp gangstéttina og ég hugsaði í reiði minni: Af hverju má ég ekki vera þessi kona? Það eina sem hún þarf að hugsa um núna er hvort hún ætli að hafa fisk eða kjötbollur í matinn. Hér stend ég og þarf að segja börnunum mínum að pabbi þeirra sé dáinn.“ Erla Björk er 32 ára guðfræðingur og vinnur sem æskulýðsfulltrúi í Laugarneskirkju. Hún býr með dætrum sínum tveimur, Auði Rós 7 ára og Freydísi Lilju 4 ára, í Garðabæ. Þaðan er hún og þar býr hún nú, þótt hún hafi ung flutt í Grafar- vog og alist þar upp. Þormóður fæddist í Svíþjóð en fluttist ungur á Húsavík og þaðan, eftir stutt stopp, til Akureyrar þar sem hann lauk mennta- skólanámi. Þau kynntust á þeim árum þegar þau voru bæði að reyna að finna út hvað þau vildu verða og hvaða háskólanám ætti að velja. Eftir að hafa mátað sig við hinar ýmsu greinar, jafnvel í Bændaskólanum á Hvanneyri, ákvað hún að láta æskudrauminn rætast og fara í guðfræði og hann fór í lyfjafræði. „Við náðum ekki löngum tíma saman, tæpum átta árum, en við notuðum hann mjög vel. Við kláruðum bæði háskólanámið og eignuðumst dæt- ur okkar tvær. Lögðum grunninn að framtíðinni,“ segir Erla. „Við vorum dugleg. Hann var strax kominn í góða stöðu sem lyfjafræðingur. Fyrst hjá Lyfju, síðan Lyfjastofnun og loks framkvæmda- stjóri í eigin sprotafyrirtæki, Lipid Pharmaceuti- cals. Ég var í starfsþjálfun í Dómkirkjunni og vann við æskulýðsstarfið þar. Við vorum samhent og sýndum hvort öðru virðingu. Þótt sorgin sé mikil get ég ekki annað en þakkað fyrir að fá að upp- lifa ástina.“ Vaknaði með ógurlegan höfuðverk Ekkert benti til þess sem var í vændum daginn sem Þormóður var dæmdur úr leik. „Við áttum góðan dag. Hann hafði ekki kvartað undan neinu. Hann fór með Auði Rós á fótboltaæfingu og Frey- dís var með. Síðan sóttu þau mig og við fórum í lík- Að berjast við sorgina amsræktina saman, eins og við gerðum alltaf, og síðan í sund. „Hann var reyndar pínulítið fölur og ég benti honum á það. Svínaflensan var í hámarki og sjálf var ég ekki í fullu formi. Ég hélt því að við værum bæði að veikjast. Við tókum því bara stutta æfingu fyrir sundið. Hann kvartaði ekki neitt, ekk- ert, en þar sem ég kvartaði yfir því hvað hann væri fölur mældi hann blóðþrýstinginn á hjólinu. Pabbi hans er læknir og hefði Þormóður talið að eitthvað væri að hefði hann haft samband við föður sinn. Hann eldaði kvöldmatinn, eins og hann gerði alltaf – enda mikill matmaður. Svo horfðum við á sjón- varpið. Hann bjó sér til kaffibolla um kvöldið og fékk sér eitthvað gott með því. Síðan fórum við að sofa. Hann vaknaði upp með þennan ofboðslega höfuðverk og flökurleika.“ Hlutirnir gerast hratt, Þormóður rýkur upp úr rúminu og fram á bað. „Hann kemur aftur inn í svefnherbergi og talar eðlilega við mig,“ segir Erla og bætir við að hann hafi ekki sýnt nein einkenni heilablæðingar, lagst út af en staðið aftur upp og hlaupið fram. Henni hafi ekki litist á blikuna og fylgt honum eftir en hann hafi þá legið á gólfinu. „Þá hringdi ég strax á bíl. Þeir voru fljótir að koma. Ég sá strax að þetta var alvarlegt. Systir hans bjó á sama gangi á stúd- entagörðunum. Hún tók stelpurnar og ég fór með honum upp á spítala. Hann var myndaður og fór strax í aðgerð.“ Gúlpur á æð við heilann hafði gefið sig. „Lækn- arnir sögðu að enginn fyrirvari gæfist áður en gúlpurinn spryngi.“ Komst til meðvitundar á þriðja degi Dagarnir á spítalanum voru átakanlegir. „Á þriðja degi var von. Hann náði sér vel á strik og lækn- arnir reyndu að vekja hann. Hann sýndi viðbrögð og líðanin var stöðug. Læknarnir gáfu okkur þó aldrei röng skilaboð, en að hann skyldi ranka við sér gaf von. Við vissum að hann heyrði í okkur. Seinni partinn byrjaði hann að fá mikinn bjúg við heilann sem stoppaði blóðflæðið til hans. Það var í raun og veru það sem dró hann til dauða.“ Hún lýsir því hve erfitt hafi verið að segja dætr- unum frá andláti föður þeirra. „Auður Rós vaknaði um nóttina þegar hann lá á gólfinu. Hún upplifði það þegar sjúkraflutningamenn komu og sóttu hann. Svo tóku við fimm dagar á gjörgæslu þar sem ég var lítið heima. En þær komu nokkrum sinnum á sjúkrahúsið. Þær skynjuðu alvarleikann á einhvern hátt, en svo skiptir svo miklu máli að segja sannleikann og orða hlutina rétt,“ segir Erla Björk. „Mér fannst ég þurfa að segja þeim þetta sjálf. Við settumst því niður í aðstandendaherberg- inu á Landspítalanum og samtal okkar var það erfiðasta sem ég hef upplifað – að þurfa að segja þeim að foreldri þeirra kæmi aldrei heim aftur. Sú litla skildi ekki að pabbi þeirra kæmi ekki aftur en sú eldri var komin á þann aldur að hún skynjaði að þetta væri endanlegt, en af hverju fór pabbi? Af hverju getur pabbi ekki verið hjá okkur? Hvenær kemur pabbi aftur? Þetta eru spurningarnar sem koma upp og maður þarf að tryggja að þær skilji að pabbi fór ekki af því að hann vildi það heldur af því að það var ekki hægt að lækna hann.“ Erla Björk er þakklát fyrir dagana fimm á sjúkrahúsinu. Þeir hafi gefið ættingjum tækifæri til að kveðja Þormóð. „Maður vonar þó alltaf fram á síðustu stundu að það gerist eitthvert rosalegt kraftaverk og allt snúist við.“ Hún lýsir því hve erfitt var að fá eldri dóttur þeirra að sjúkrarúmi Þormóðs. „Henni fannst mjög óþægilegt að sjá pabba sinn í þessum aðstæðum, var ofboðslega hrædd og vildi ekki fara inn til hans. Þá kom Örn Bárður [Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju] með þá hugmynd að ég giftist Þormóði á sjúkrabeðn- um. Við vorum trúlofuð og höfðum ætlað okkur að giftast.“ Fyrstu viðbrögð sín segir hún hafa verið að hugmyndin væri ekki góð. „En innst inni vissi ég hvert stefndi og hver endirinn yrði. Ég hugsaði því: Hvað væri það fallegasta sem ég gæti gert fyrir stelpurnar mínar? Hvernig get ég búið til eins fallega kveðjuathöfn og hægt er fyrir þær? Ég held að það hafi verið draumur Auðar Rósar lengi að vera brúðarmey hjá mömmu og pabba, svo hún fékk það. Og fyrir mig að geta staðið og komið frá mér þessum tilfinningum – tjáð upphátt hvað ég elskaði hann og sagt það fyrir framan þær. Þetta var því stærsta gjöfin sem ég gat gefið þeim og sjálfri mér,“ lýsir Erla en segir þó jafnframt að vígslan hafi ekki verið lögleg þar sem Þormóður hafi verið meðvitundarlaus. Giftingin kveðjuathöfn „Ég gifti mig í svörtum gallabuxum og gylltri peysu. En systir mín greiddi mér svo fallega og ég var með rauðan bensínstöðvarblómvönd – rósir. Stelpurnar voru mjög fallega klæddar. Athöfnin var afar lágstemmd, enda var ég hálfpartinn ekki á jörðinni. En þarna gafst tækifæri til að hafa sína nánustu í kring og fá að tjá ást sína og setja þenn- an fallega lokapunkt, sem þó hefði nú átt að vera upphafspunktur, á þessa fjölskyldumynd hjóna og barna. Ég held að þetta hafi verið gott fyrir mig og stelpurnar. Þær tala fallega um þessa stund. Ég held og vona að í framtíðinni verði þetta fallega stundin þegar við þurftum að kveðja pabba.“ Heilmargir prestar komu að andláti Þormóðs vegna starfa hennar innan þjóðkirkjunnar. „Auðv- itað var maður þarna reiður út í Guð. Ég vildi helst ekki vita að hann væri til og hugsaði: Af hverju lendi ég í þessu ef Guð er til og hann er góður? Mér finnst ennþá allt ósanngjarnt í kringum and- látið og er enn reið; reiðin er ofboðsleg. En samt er eitthvað í bæninni sem gefur styrk á svona stund. Hún er svo sameinandi og skapar hald utan um mann.“ Erla segir stöðu sína sem sálusorgari innan kirkjunnar hafa breyst eftir að hún upplifði miss- inn. „Áður vissi ég ekki hvað það var að missa og hefði aldrei skilið það – og það skilur auðvitað enginn hugsanir eða tilfinningar annarra upp á hár og getur ekki sett sig í spor þeirra – en ég er miklu nær því. Þegar ég kem inn í hóp, eins og ég hef gert tvisvar eða þrisvar eftir að þetta gerðist, þá veit ég hvað fólk er að hugsa og ég veit hvað tekur við og hver næstu skref verða. Og ég get sagt: Núna líður þér kannski svona og þú hugsar kannski þetta, og á morgun eða kannski í næstu viku koma upp þessar tilfinningar eða hinar. Ein sagði við mig: Þú ert eins og miðill. En þetta er það sem ég upplifði og það gefur mér styrk í starfi.“ Reiðin blundar undir niðri Hún telur ekki að hún eigi eftir að gera áfallið alveg upp innra með sér. „Ég held að sársaukinn  viðtal Reynsla eRlu BjaRkaR jónsdóttuR Þau stefndu að því að gifta sig í febrúar en enduðu á því að hún giftist honum á dánarbeði seint í október í fyrra. Þormóður Geirsson var aðeins þrítugur þegar hann lést fimm dögum eftir að æð við heila gaf sig. Erla Björk Jónsdóttir og ungar dætur þeirra tvær eru að ná áttum eftir missinn. Erla Björk segir Gunn- hildi Örnu Gunnarsdóttur frá því hvernig hún vildi helst fara með honum í fyrstu en hafi smátt og smátt séð til næsta dags, næstu viku og loks til næsta mánaðar. Ljósmyndir/Hari En sorgin á sér engin tímamörk. Hún verður bara að fá að vera þarna. Við mæðg- urnar þurfum að taka henni og viðurkenna hana og þora að viður- kenna tilfinning- arnar sem koma upp og eru eins og öldugangur. Aldan brotnar á manni og svo lygnir inni á milli.“ Þormóður með dætrum sínum Auði Rós og Freydísi Lilju jólin 2008. Hann lést síðla í október í fyrra. Ljósmynd úr einkasafni Framhald á bls. 40 38 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.