Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 13

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 387 Fjöldi <7f 100 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 20 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 Vikur Mynd. Hlutfall kvenna sem hœtt höfdu vinnu við mismunandi meðgöngulengd (cumulative rate). vegna, upphæð launa, sjúkrabætur og fæðing- arorlof í meðgöngu. Leitað var afrita af vott- orðum í mæðraskrá konunnar. Upplýsingar voru skráðar nafnlaust og færð- ar af skráningareyðublöðum á gagnaforrit. Við flokkun á vinnu var stuðst við áður birta ís- lenska flokkun (5). Erfið vinna var talin taka til verkamanna, afgreiðslufólks, iðnaðarstarfa, sjúkrahússtarfsmanna, þjóna og bænda. Tölfræðilegur samanburður á meðgöngu- lengd og fæðingarþyngd milli hópa var gerður með ópöruðu tvíhliða t-prófi, en í öðrum sam- anburði var notað kí-kvaðratspróf með einni frítölu. Munur skoðaðist marktækur ef p<0,05. Siðanefnd Landspítalans samþykkti athugunina. Niðurstöður Meðalaldur kvennanna var 28,2 ár (SEM 0,3). Þær áttu að meðaltali 1,1 (SEM 0,05) barn fyrir þessa meðgöngu. Meðallengd meðgöngu var 279 dagar (SEM 0,7; 224-297 dagar) og börnin vógu að meðaltali 3623g (SEM 29,5). Kynjaskipting var 222 sveinbörn (53,5%) og 193 meybörn (46,5%). Skipting kvennanna og maka þeirra í starfsstéttir er sýnd í töflu I. Giftar eða í sambúð voru 367 (90,2%). Samtals voru 347 konur í vinnu á meðgöngu (af 407=85%). Af þeim hættu 304 (87,6%) vinnu fyrir fæðingu. Einnig gátu 10 húsmæður ekki sinnt störfum sínum á meðgöngunni. Konurnar hættu vinnu í vaxandi mæli allt frá Tafla II. Ástœður forfalla í meðgöngu hjá konum sem hœttu vinnu. Ástæður Fjöldi (%) Fyrirfram ákveðiö aö hætta þennan dag 47 (15,0) Fyrirfram ákveðið sumarleyfi 40 (12,7) Atvinnuleysi 22 (7,0) Veikindi — Þreyta, svefnleysi 56 (17,8) — Meðgöngueitrun, hækkaður blóðþrýstingur, bjúgur 31 (9,9) — Blæðing 13 (4,1) — Samdráttarverkir 16 (5,1) — Grindargliðnun, bakverkir 48 (15,3) — Ógleði 2 (0,6) — Önnur veikindi 20 (6,4) Vinnuleiði 5 (1.6) Fósturgalli 4 (1,3) Flutningur 2 (0,6) Ýmsar ástæður 8 (2,5) Samtals 314 upphafi meðgöngu (sjá mynd), en að meðaltali á 216. degi, það er við tæplega 31 viku eða 65,3 dögum fyrir fæðingu (SEM 3,5). Ástæður for- falla á meðgöngu eru sýndar í töflu II. Um 60% (186 konur) hættu vinnu vegna veikinda í með- göngunni, oftast vegna þreytu eða verkja í stoðkerfi. Tæpur þriðjungur (87 konur) hafði ákveðið að vinna ekki til loka meðgöngunnar og af þeim notaði tæpur helmingur (40) sumar- leyfið í því skyni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.