Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 37

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 409 Risastór ofanþindarpoki í vélinda hjá sjúklingi með sögu um Zenkers poka Hallgrímur Guöjónsson1), Margrét Loftsdóttir1*, Hörður Alfreðsson2>, Baldur F. Sigfússon31 Guðjónsson H, Loftsdóttir M, Alfreðsson H, Sig- fússon BF A giant epiphrcnic csophageul diverticulum in a pa- tient with history of Zenker’s diverticulum Læknablaðið 1995; 81: 409-11 A sixty-three years old man, post Zenker’s diver- ticulectomy, presented witli a giant epiphrenic esophageal diverticulum. The diverticulum, which was symptomatic and progressively enlarging, was successfully removed by simple excision. Inngangur Nokkrar tegundir vélindapoka (diverticula) eru þekktar, en þeir eru útbunganir á einu eða fleiri lögum vélindaveggjarins. Pá má flokka eftir uppruna í þrýstisarpa (pulsion), togsarpa (traction) og meðfædda poka. Líffærafræðileg flokkun hefur hagnýtara gildi (1). Á þeim grundvelli er þeim skipt í Zenkers eða barka- kýliskoks- (hypopharynx) poka, miðvélinda- poka, poka í vegg (intramural) og ofanþindar- (epiphrenic) poka (1). Ofanþindarpokar eru taldir vera færri en 10% allra vélindapoka (2). Við greinum hér frá sjúklingi sem hafði risa- stóran ofanþindarpoka í tengslum við Zenkers sarp. Frá '’lyflækningadeild, 2,handlækningadeild og 3|röntgen- deild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hallgrímur Guðjónsson, lyflækningadeild Landspítalans, 101 Fteykja- vík. Lykilord: Esophagus, diverticulum, epiphrenic, Zenk- er's. Fig. 1. Barium swallow study showing a Zenker's diverticul- um. Sjúkratilfelli Sextíu og þriggja ára gamall karlmaður leitar til læknis og kvartar um kyngingarörðugleika, ropa og tíða uppvellu (regurgitation) á illa lyktandi fæðuleifum, um eins árs skeið. Sjúk- lingurinn reykti og hafði þekkta langvarandi lungnateppu. Fimm árum áður fór sjúklingur í aðgerð þar sem fjarlægður var 3 cm stór Zenk- ers poki sem gaf einkenni. Röntgenrannsókn á vélinda frá þeim tíma sýndi auk Zenkers pok- ans (mynd 1), annan 3 cm stóran poka í neðsta

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.