Læknablaðið - 15.05.1995, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
435
íðorðasafn lækna 65
Dyslexia
Margrét Leópoldsdóttir,
læknir, hafði samband og ósk-
aði eftir umræðu um hugtakið
dyslexia. Stofnað hefur verið fé-
lag, Islenska dyslexíufélagið,
fyrir þá sem eiga við þetta
vandamál að etja eða hafa
áhuga á því. Þrátt fyrir rækilega
umræðu tókst ekki að finna al-
íslenskt heiti á félagið og er það
miður.
Heitið dyslexia er komið úr
grísku. Forliðurinn dys- vísar í
erfiðleika, skort, tregðu eða
eitthvað sem er rangt, slæmt
eða erfitt. Miðhlutinn lex- er
kominn af nafnorðinu lexis,
sem merkir orð eða mál. Síðasti
liðurinn -ia táknar svo ástand.
Gríska sögnin legein merkir að
tala eða segja frá. Heitið dyslex-
ia getur samkvæmt þessu náð til
ástands sem felur í sér erfiðleika
með orð, mál eða tal. Upphaf-
lega mun það þó eingöngu hafa
verið notað um lestrarörðug-
leika, en önnur heiti voru notuð
um önnur afmörkuð hugtök,
svo sem dysgraFia urn skriftar-
örðugleika, dyslogia um tján-
ingarörðugleika og dvsphasia
um rnál- og talörðugleika.
Læknisfræðiorðabók Sted-
man’s skilgreinir dyslexia þann-
ig; lesfœmi langt neðan þess sem
búast mcetti við, miðað við
greind einstaklings og aðra
fœrni. íðorðasafn lækna gefur
eftirtaldar þýðingar á dyslexia;
torlœsi, lesvandkvœði, lestrar-
örðugleikar og lesglöp. I ís-
lenskum orðabókum má finna
heitin lesblinda og orðblinda.
Þau hafa náð nokkurri út-
breiðslu meðal almennings, en
verið gagnrýnd vegna þess að
um eiginlega blindu er ekki að
ræða. Skynjunin er í lagi en
taugaboðin víxlast á leiðinni.
Orðaskrá úr uppeldis- og sálar-
fræði, sem gefin var út á vegum
Islenskrar málnefndar 1986, til-
greinir lesblindu sem þýðingu á
alexia og gefur skilgreininguna:
spillt hœfni til að lesa skrifað eða
prentað mál, þó að óskertsé sjón
og greind. Þar er torlæsi gefið
sem þýðing á dyslexia og skil-
greint þannig: spillt geta til lestr-
ar eða skilnings á því, sem lesið
er, upphátt eða í hljóði, óháð
talgöllum. I Orðaskránni má
einnig finna heitin rithömlun
fyrir dysgraphia, ritstol fyrir
agraphia, málskortur fyrir
dysphasia og málstol fyrir ap-
hasia.
Heilkenni
Margrét, sem sjálf hefur
reynslu af torlæsi, lét undirrit-
uðum í té ýmsar almennar upp-
lýsingar um fyrirbærið dyslexia.
Fram kemur að hugtakið að
baki þessa heitis hefur nú verið
útvíkkað og nær til þess sem
kalla má „erfiðleika með orð“,
það er bæði til vandkvæða með
lestur og ritun orða. Svo hafa
sumir víkkað hugtakið svo mik-
ið að réttast væri að tala um
heilkenni (dyslexia syndrome).
Þó að lestrar- og ritörðugleikar,
sérstaklega það að víxla stöfum,
séu helsta merki þessa heil-
kennis, þá getur fleira fylgt, svo
sem örðugleikar við að greina
milli hægri og vinstri hliðar, viss
hljóðskynjunarvandkvæði,
dýptarskynsvandamál og trufl-
un á samhæfingu flókinna fín-
hreyfinga. Almenn greindar-
skerðing er hins vegar ekki hluti
af þessu heilkenni.
Orðasmíð
Hvernig er hægt að koma öllu
þessu fyrir í einu íslensku heiti,
sem er bæði nákvæmt og ekki
niðrandi á nokkurn hátt? Það er
sennilega ógerlegt. Hér er því,
nánast í hnotskurn, eitt helsta
vandamál íðorðasmíðanna. Svo
miklar kröfur eru gerðar til
nýrra íslenskra íðorða að ekkert
má út af bregða. Ætlast er til að
íslensku heitin sýni nákvæmlega
það sem að baki liggur, en séu
þó stutt og með réttri hrynjandi.
Að öðrum kosti eru þau dæmd
til einmana refsivistar í lokuðu
Iðorðasafninu! Vondum er-
lendum fræðiorðum, svo sem
dyslexia, er slett, fremur en að
notuð séu einhver þeirra ís-
lensku orða, sem þó er völ á.
Félagið hefði vel mátt heita ís-
lenska torlæsisfélagið eða ís-
lenska les- og ritvillufélagið
(skammstafað ÍSLES). Orðið
torlæsi gefur hins vegar ekki til
kynna að um sérstaka tegund
lesörðugleika sé að ræða. Betur
má því gera við þýðingu á dys-
lexia (í þrengstu merkingu).
Undirritaður hefur nýlega feng-
ið því framgengt hjá íðorða-
nefndinni að fyrirbærið dysplas-
ia verði nefnt rangvöxtur (ekki
misvöxtur) og í samræmi við
það getur dyslexia fengið heitið
ranglæsi og dysgraphia heitið
rangskrift. Dyslexia í víðari
skilningi (dyslexia syndrome)
þarfnast einnig úrlausnar. Með-
al þess, sem í hugann kemur,
eru heitin: ranglæsisheilkenni,
stafavíxlaheilkenni, orðvillu-
heilkenni, táknboðatruflun og
boðtregðuheilkenni. Hafi ein-
hver lesandi betri tillögur er hér
með óskað eftir þeim til um-
ræðu og kynningar.
Jóhann Heiðar Jóhannsson