Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 22

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 22
10 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 lengi innan dyra í stórum barnahópi með háa tíðni öndunarfærasýkinga. b) Mikil sýklalyfja- notkun er í yngstu aldurshópunum, þar á með- al á leikskólum. c) Miklar vinsældir trímetóp- rím-súlfa lyfjablöndunnar, en hún virtist vera sjálfstæður áhættuþáttur. Heildar sýklalyfjanotkun íslendinga minnk- aði á árunum 1991-1993 eftir áróður gegn of- notkun sýklalyfja og breytingar á reglugerð um kostnaðarhlutdeild sjúklinga í sýklalyfjum. Sýklalyfjanotkun minnkaði marktækt á leik- skólum frá 1992 til 1995. Nýgengi penicillín ónæmra pneumókokka lækkaði niður í 17% árið 1994 (úr 20% árið 1993). Vonandi mun sýklalyfjanotkunin minnka enn frekar og stuðla að rninna ónæmi í framtíðinni. Inngangur Streptococcus pneumoniae eða pneumó- kokkar eru meðal mikilvægustu sýkingarvalda. í vanþróuðu löndunum valda þeir einkum sýk- ingum í börnum innan tveggja ára aldurs þar sem þeir eru aðaldánarorsökin (9% allra dauðsfalla) (1). Pneumókokkar eru aðalorsök eyrnabólgu, skútabólgu (sinusitis) og lungna- bólgu, og önnur algengasta orsök heilahimnu- bólgu. Á fyrstu tveimur árum ævinnar hafa um 25% allra barna fengið eyrnabólgu af völdum þeirra og við sex ára aldur hafa um 75% barn- anna fengið að minnsta kosti eina sýkingu (1,2). Penicillín hefur alltaf verið kjörlyf við pneumókokkasýkingum, en vegna vaxandi ónæmis er það að breytast. Penicillín ónæmi Þótt penicillín hafi verið uppgötvað af Alex- ander Fleming 1929, þá komst það ekki í al- menna notkun fyrr en á tímum heimsstyrjald- arinnar síðari. Ekki leið langur tími áður en stökkbreyttum penicillín ónæmum afbrigðum pneumókokka var lýst, en það var árið 1943 (3) og aftur stuttu síðar (4), en í bæði skiptin hafði ónæmið verið framkallað í tilraunaglasi. Það kom því nokkuð á óvart að það skyldu líða rúmir tveir áratugir þar til ónæmum pneumó- kokkum var fyrst lýst í sjúklingum. Fyrstu tveir stofnarnir fundust í Boston í Bandaríkjunum, en þeir voru hluti 200 stofna safns sem verið var að athuga sýklalyfjanæmi hjá (5). Rannsak- endurnir gerðu sér hins vegar ekki grein fyrir mikilvægi uppgötvunarinnar. Árið 1967 kom lýsing á fyrstu sýkingunni af völdum penicillín ónæms pneumókokks. Það var í 25 ára gamalli ástralskri konu sem var með gammaglóbúlín skort og hafði fengið mikið af sýklalyfjum (6). Stofninn var af hjúpgerð 23 með penicillín lág- marksheftistyrk 0,6 mg/I. Á svipuðum tíma stóð yfir rannsókn á því í Nýju Gíneu, hvort penicillín í forvarnarskyni gæti lækkað tíðni lungnabólgu. Notkunin var mikil og í fram- haldi af því fundust penicillín ónæmir pneumó- kokkar hjá 15 innfæddum. Stofnarnir voru allir af hjúpgerð 4 og var lágmarksheftistyrkur pen- icillíns 0,5 mg/1 (7). Þótt þetta þætti merkilegt höfðu menn ekki af þessu áhyggjur og töldu litlar líkur á alheimsútbreiðslu. Með tilkomu penicillín ónæmis voru sett skilmerki fyrir slíkt ónæmi. Stofnar með pen- icillín lágmarksheftistyrk á bilinu 0,1-1 mg/1 teljast vera ónæmir, eða illa næmir, en stofnar með lágmarksheftistyrk yfir 1,0 mg/1 teljast alveg ónæmir eða með háskammtaónæmi (8). Á árunurn 1971-1985 bættust sífellt fleiri lönd við, þar sem penicillín ónæmi var lýst, og í lok þess tímabils höfðu penicillín ónæmir pneumó- kokkar náð alheimsútbreiðslu (9-12). Á nokkrum landssvæðum voru yfir 10% stofn- anna ónæmir fyrir penicillíni, en þau lands- svæði voru Nýja Gínea, ísrael, Spánn, Pólland og Suður Afríka ásamt nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum, einkum Alaska (9). í flestum tilvikum var um að ræða illa næma stofna, en ekki alveg ónæma (lágmarksheftistyrkur > 1,0 mg/1). í kjölfar áframhaldandi ofnotkunar sýkla- lyfja þróaðist ónæmið áfram og alveg ónæmir stofnar komu fram, svo og fjölónæmir stofnar (10,12,13). Með fjölónæmum stofnum er oftast átt við stofna sem eru ónæmir fyrir þremur eða fleiri sýklalyfjaflokkum. Fyrstu stofnarnir sem voru alveg ónæmir fyrir penicillíni fundust í Suður Afríku og var lýst 1977 (14). Þar veiktust þrjú börn af heilahimnubólgu og tvö af lungna- bólgu með blóðsýkingu. Börnin sem fengu heilahimnubólgu dóu öll, en hin lifðu. Stofn- arnir voru af hjúpgerð 19A og með penicillín lágmarksheftistyrk 4-8 mg/1. Stuttu síðar komu fram alveg ónæmir stofnar á Spáni (15,16). Fjölónæmum stofnum var einnig fyrst lýst í Suður Afríku. í júlí 1977 fannst fjölónæmur stofn í hráka barns með lungnabólgu á sjúkra- húsi í Jóhannesarborg (17). Þá var gerð um- fangsmikil berakönnun hjá sjúklingum og starfsfólki og kom í Ijós að 29% sjúklinganna báru penicillín ónæma pneumókokka af hjúp- gerðuin 6A og 19A og fjölónæmir 19A stofnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.