Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 24
12
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Proportion of resistant strains (%)
Fig. 1. Hypothetical model ofthe evolution of penicillin resist-
ance in pneumococci, with an initial lag phase, an exponential
phase and a stationary phase. Based on reference (44) .
Fig. l.Estimated prevalence and distribution of penicillin re-
sistant pneumococci in Europe.
lín ónæmir pneumókokkar hafa breiðst út í
heiminum. Þar sem ónæmið kom fyrst fram
hefur hlutfall ónæmra stofna farið upp í 50-
60% (42,43). Svo virðist sem fjölgunin sé hæg
fyrst eftir að stofnarnir koma fram, en síðan sé
afar hröð fjölgun sem endi svo í stöðugum fasa.
Með tilliti til þess og þróunarinnar á Spáni, í
Frakklandi og Ungverjalandi, þá hefur sú
kenning komið fram að þróun ónæmisins bygg-
ist á hægum byrjunarfasa, hröðum vaxtarfasa
og síðan jafnvægisfasa við tíðnina 50% fyrir
pneumókokka (mynd 1) (44). Sé þetta rétt gæti
hlutfall penicillín ónæmra pneumókokka auk-
ist í 50% um allan heim, áður en jafnvægi
kemst á.
Samanburður á útbreiðslu
Ferðalög á milli landa og heimsálfa eru í dag
það tíð að penicillín ónæmir pneumókokkar
hafa haft fjölmarga möguleika á að dreifast um
heiminn. Því vekur athygli að algengi penicillín
ónæmra stofna er mjög mismunandi eftir
landsvæðum og löndum. Samanburður á tíðni-
tölum er þó mjög erfiður þar sem þær eru ýmist
byggðar á niðurstöðum frá sjúkrahúsum eða
landsvæðum sem ýmist eru í dreifbýli eða þétt-
býli og frá mismunandi tímabilum. Þrátt fyrir
þessa annmarka er ljóst að útbreiðslan er mjög
breytileg (mynd 2).
Talið er að notkun sýklalyfja eigi stærstan
þátt í því að auka sýklalyfjaónæmi og hæsta
tíðni penicillín ónæmra og fjölónæmra pneu-
mókokka hefur verið í löndum með mestu
sýklalyfjanotkunina (45). Það hefur því vakið
athygli að penicillín ónæmum pneumókokkum
fjölgaði mjög hratt á Islandi, landi þar sem
krafist hefur verið lyfseðla til afhendingar
sýklalyfja og reynt hefur verið að draga úr
sýklalyfjanotkuninni (46). Þetta gerðist á sama
tíma og ónæmi hélst lágt í nágrannalöndum
okkar (Bretlandi, Danmörk, Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og Þýskalandi) (45).
Ónæmir pneumókokkar á íslandi
Á íslandi fannst fyrsti penicillín ónæmi
stofninn í desember 1988. Það var alveg ónæm-
ur stofn af hjúpgerð 9V, sem ræktaðist frá 29
ára gamalli konu með skútabólgu. Síðan þá
hefur verið gert næmispróf á öllum pneumó-
kokkum sem taldir eru mögulegir sýkingar-
valdar, á sýklarannsóknadeildum Landspítal-
ans, Borgarspítalans og Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri. Leitað er að penicillín ónæmi
með oxacillín skífuprófi, sem er næmasta að-
ferðin til slíks, en ónæmi er síðan staðfest með
því að mæla lágmarksheftistyrk fyrir penicillíni
(8,47). Það hefur verið gert á sýklafræðideild
Landspítalans, sem einnig hefur hjúpgreint
bakteríurnar með mótefnum frá Statens Ser-
uminstitut í Kaupmannahöfn (48). Nú hefur
verið safnað yfir 1000 penicillín ónæmum stofn-
urn ásamt upplýsingum um uppruna stofn-
anna.