Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 25

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 13 Nýgengi: Á árunum 1989 og 1990 fundust einstaka stofnar penicillín ónæmra pneumó- kokka, en engin sjáanleg tengsl voru á milli þeirra einstaklinga sem báru bakteríurnar. Á árinu 1991 varð talsverð aukning í fjölda ónæmra stofna, einkum á síðasta ársfjórðungi, og hélst þessi hraða aukning allt til ársins 1994 (mynd 3). Hlutfallslegt nýgengi jókst þannig frá árinu 1988, í 2,3% árið 1989, 2,7% 1990, 8,4% 1991,16,3% 1992 og upp í 19,8% árið 1993 (mynd 4) (46,49,50). Sýkingarnar voru greini- lega algengari á vetrum en sumrum. Veturinn 1991-1992 var mikið um sýkingar af völdum Respiratory syncytial veiru, og veturinn 1992- 1993 var mikið um sýkingar Streptococcus pyogenes (óbirtar upplýsingar frá veirufræði- og sýklafræðideildum Landspítalans). Mögu- lega hafa þessir faraldrar valdið aukinni sýkla- lyfjanotkun og átt þátt í hraðri aukningu pen- icillín ónæmra stofna þessa tvo vetur. Yngsti sjúklingurinn sem greinst hefur með penicillín ónæma pneumókokka var 15 daga gamalt stúlkubarn með augnslímubólgu, en sá elsti var 95 ára karlmaður með lungnasýkingu. Langflestir sjúklinganna hafa verið börn, en 71% sýkinganna hafa verið í börnum tveggja ára og yngri. Einnig koma sýkingarnar reglu- lega fyrir í elstu aldurshópunum, sjá aldurs- dreifingu á mynd 5. Helstu sýkingarnar hafa verið öndunarfæra- sýkingar, einkum eyrnabólgur, en svo skúta- bólgur (sinusitis), versnunarköst (acute exa- cerbation) langvinnar berkjubólgu og lungna- bólga. Að minnsta kosti 16 hafa fengið blóðsýkingu, 10 börn og sex fullorðnir, langoft- ast í tengslum við lungnabólgu. Til þessa hefur enginn hérlendis fengið heilahimnubólgu af völdum penicillín ónæmra pneumókokka. Hjúpgerðir: Penicillín ónæmu pneumókokk- arnir hafa nánast eingöngu verið af þremur hjúpgerðum, það er hjúpgerðum 6 (83%), 19 (11%) og 23 (5%). Hjúpgerð 6 hefur verið langalgengust, en hún er því miður fjölónæm, það er að segja ónæm fyrir penicillíni, fyrstu og annarrar kynslóðar cefalóspórínum, erýtró- mýcini, klindamýcíni, tetracýclíni, klóramfeni- kóli, súlfalyfjum og trímetóprími. Þannig er hún ónæm fyrir öllum lyfjum sem tiltæk eru til inntöku nema rífampicíni, sem ekki skal nota eitt sér vegna hættu á ónæmismyndun. Allir fjölónæmu stofnarnir af hjúpgerð 6 sem hafa verið undirflokkaðir, hafa verið af stofngerð 6B. Fjölgun hjúpgerðar 6 hófst 1991 og var No. of cases Fig. 3. Quarterly incidence ofpenicillin resistantpneumococci in Iceland (patient specimens, repeat isolates have been ex- cluded). The hatched areas represent multiresistant strains. % Fig. 4.Yearly incidence rates of penicillin resistant pneumo- cocci in Iceland. No. of cases Fig. 5. Age distribution of patients with penicillin resistant pneumococci in Iceland. The first 10 columns represent one year each, but the following 6 columns 10 years each.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.