Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 34

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 34
22 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 ar, áhættuþætti og afdrif sjúklinga. Alnæmi var skilgreint í samræmi við aðferð Evrópustofn- unarinnar um faraldsfræði alnæmis (European Centre for Epidemiological Monitoring of AIDS, Saint- Maurice, Frakklandi). í árslok 1994 höfðu greinst 79 karlar og 14 konur með smit af völdum alnæmisveiru. Af þeim greind- ust 30 karlar og fimm konur með alnæmi. Flestir þeirra sem höfðu smitast voru á aldrin- um 20-29 ára (44%) og flestir þeirra sem greindust með alnæmi voru á aldrinum 30-39 ára (40%). Nýgengi alnæmis (fjöldi tilfella á 100.000 íbúa á ári) var 1,36 (2,3 hjá körlum og 0,4 hjá konum) á fyrstu 10 árunum. Af þeim 35 sem greindust með alnæmi dóu 26 (74%) á tímabilinu. Miðgildi lifunar eftir að alnæmi greindist reyndist 22 mánuðir (95% öryggis- mörk; 16-28 mánuðir). Flestir þeirra sem greindust með alnæmi (91%) og alnæmissmit (65%) voru samkynhneigðir karlmenn. Hlut- fall gagnkynhneigðra fór þó vaxandi á tímabil- inu og var 16% í lok tímabilsins. Útbreiðsla smits var hraðari í þeim hópi en meðal sam- kynhneigðra. Smit af völdum veirunnar var fátítt meðal fíkniefnaneytenda sem nota sprautur. Engin börn eða dreyrasjúklingar smituðust. Útbreiðsla alnæmis er ekki eins ör á Islandi og í mörgum öðrum löndum. Nýgengi sjúkdómsins breyttist ekki marktækt á tímabil- inu. Á sama tíma óx dánartalan hraðar en ný- gengi sjúkdómsins sem bendir til þess að dreg- ið hafi úr útbreiðslu smits. Helstu breytingarn- ar á tímabilinu voru vaxandi hlutur gagnkynhneigðra meðal smitaðra einstaklinga og minnkuð útbreiðsla smits meðal samkyn- hneigðra karla. Inngangur Eftir að alnæmi greindist fyrst í Bandaríkj- unum árið 1981 (1,2) hefur sjúkdómurinn náð að breiðast út um alla heimsbyggðina (3). Ekki liðu nema tvö ár frá því að sjúkdómsins varð vart þar til að í ljós kom að orsök sjúkdómsins er hæggeng veirusýking af völdum retróveiru (human immunodeficiency virus, HIV), hér nefnd alnæmisveira (4,5). Meðgöngutími sjúk- dómsins er langur eða 10 ár að meðaltali frá smitun til alnæmis (6,7). Lífslíkur alnæmis- sjúklinga hafa á hinn bóginn lengst af verið afar litlar (8). Þessi faraldur er enn á byrjunarskeiði og ekki eru nema fáein ár frá því að hann náði hraðri útbreiðslu í Suðaustur-Asíu jjar sem mannfjöldinn er hvað mestur (9). Á íslandi greindist fyrsti sjúklingurinn með alnæmi árið 1985 (10) og elstu blóðsýnin sem fundist hafa hér á landi með mótefni gegn alnæmisveiru eru frá árinu 1983. Skilgreiningar, aðferð og efniviður Alnœmi: Upphaflega var alnæmi klínísk skil- greining byggð á heilkenni ýmissa fylgisýkinga og illkynja sjúkdóma sem tengjast áunninni ónæmisbælingu (aquired immunodeficiency syndrome, AIDS) (11-16) og er svo raunar enn þar sem aðgangur að greiningartækni er tak- markaður (17). Eftir að hægt var að greina smit með mótefnamælingu gegn alnæmisveirunni (18) og greina veiruna sjálfa með ræktun (4,5) og síðar með keðjufjölföldun erfðaefnis (poly- merase chain reaction) (19) hefur verið stuðst við einhverja þessara aðferða eða allar við greiningu alnæmis enda eru til dæmi um al- næmi sem ekki orsakast af þessari veiru (20). Á liðnum árum hafa verið gerðar nokkrar breytingar á skilgreiningu alnæmis sem lýst er í töflu I. Frá árinu 1993 hafa Bandaríkjamenn og Evrópubúar stuðst við mismunandi skilgrein- ingar á alnæmi (21,22). Tölur um fjölda alnæm- issjúklinga eru því ekki lengur samanburðar- hæfar milli þessara heimshluta. í Bandaríkjun- um er nú, auk hinnar klínísku skilgreiningar, greining miðuð við að fjöldi T4 hjálparfrumna sé lægri en 0,2 x 109/L eða að fjöldi þeirra sé minni en 14% af heildarfjölda eitilfrumna. I Evrópu er enn stuðst við klíníska skilgreiningu frá árinu 1993 þó með nokkrum breytingum frá fyrri venju (tafla I). Á íslandi hefur ávallt verið stuðst við þá skilgreiningu sem samkomulag var um til ársins 1992, en eftir það hefur verið stuðst við skilgreiningu Evrópustofnunarinnar um faraldsfræði alnæmis (European Centre for Epidemiological Monitoring of AIDS, Saint- Maurice, Frakklandi) (22). Þetta hefur þýtt að ekki hefur þurft að gera neina endurskoðun á fjölda alnæmistilfella á íslandi. Alnœmissmit: Greining á smiti hófst á íslandi í nóvember 1985 með mótefnamælingum gegn alnæmisveiru með ELISA (enzyme linked im- munosorbent assay) tækni (23,24) og Western blot staðfestingarprófum (25) í blóðsýnum. Ef ELISA próf reynist sýna svörun við mótefnum gegn alnæmisveiru er prófið endurtekið. Reyn- ist það enn sýna svörun er framkvæmt staðfest- ingarpróf jafnframt því sem farið er fram á nýtt sýni frá viðkomandi einstaklingi til áréttingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.