Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 36

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 36
24 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Sjúklingar: Einstaklingar sem greinast með mótefni gegn alnæmisveiru eru taldir smitaðir af völdum veirunnar. Þeir sem eru smitaðir af völdum alnæmisveiru og hafa eða hafa haft einhverja þá sjúkdóma sem tilteknir eru í töflu I eru taldir hafa alnæmi. Tilkynning um um smitaða einstaklinga og þá sem greinst hafa með alnæmi er send landlæknisembættinu með nafnleynd samkvæmt lögum um kynsjúkdóma (26). Þeir sem taldir eru í íslensku skránni eru einstaklingar sem leitað hafa til íslensku heil- brigðisþjónustunnar og hafa verið búsettir á Islandi í lengri eða skemmri tíma. Nýgengi og dánartölur: í tilkynningum frá landlæknisembættinu um fjölda smitaðra, hef- ur að jafnaði verið miðað við dagsetningar til- kynningar. í nýgengistölum sem gefnar eru í þessari grein er miðað dagsetningu greiningar þegar hún hefur verið þekkt. Nýgengi smits af völdum alnæmis og alnæmis ásamt dánartölum eftir aldurshópum og greiningarári er reiknað út frá meðaltalsíbúatölu hvers árs (27) og mið- að við 100.000 íbúa. Aldursstöðluð dánartala er miðuð við íslenskan aldursdreifingarstaðal (28). Ahœttuþœttir: Samkvæmt hefð hafa smitaðir einstaklingar verið flokkaðir eftir áhættuhegð- un eða áhættuþáttum (29). Þannig eru karl- menn sem einhvern tímann hafa haft kynmök við karlmenn flokkaðir í áhættuhóp samkyn- hneigðra eða tvíkynhneigðra. Einstaklingur sem einhvern tímann hefur sprautað sig með fíkniefnum er flokkaður í sérstakan áhættu- hóp. Sá, sem hefur haft kynmök við einstak- linga af gagnstæðu kyni og hefur ekki aðra áhættuþætti, er flokkaður í áhættuhóp gagn- kynhneigðra. Þeir sem smitast hafa við blóð- gjöf eru flokkaðir í áhættuhóp blóðþega og dreyrasjúklingar sem fengið hafa storkuþætti eru taldir til sérstaks áhættuhóps. Börn sem smitast hafa af sýktum mæðrum við fæðingu eða á meðgöngu eru talin sérstaklega. Þeir, sem engar upplýsingar eru um, hvað varðar áhættu, eru að lokum flokkaðir sérstaklega. Útbreiðsla: Til að lýsa útbreiðslu alnæmis- faraldursins er stuðst við samanlagðan fjölda þar sem tímabundnar sveiflur í fjölda hafa minni áhrif á útbreiðsluferilið (30). Þegar um veldisfall útbreiðslu (þegar breyting á fjölda tilfella er hlutfallslega óbreytt) er að ræða auð- veldar lógaritmísk umbreyting á samanlögðum fjölda (eða nýgengi) samanburð á hraða út- breiðslu í fámennum og margmennum hópum og einnig er auðveldara að mæla útbreiðslu- hraðann á tímabilinu. Við útreikning á út- breiðsluhraða þegar um veldisfall er að ræða er stuðst við eftirfarandi: Hallatala (m), eða útbreiðsluhraði, er fund- in með regression samkvæmt veldisfallinu: y = rn' þar sem y táknar samanlagðan fjölda og t tákn- ar tíma talinn í árum. Tvöföldunartíma (2T) samanlagðs fjölda má finna með: ln 2y, - In y, = t2 In m - t, ln m eða 2T = t, - t, = (ln 2y, - ln yþ / ln m Lífslíkur: Skilyrðin fyrir notkun líftöflu eru vel skilgreindur byrjunar- og endareitur. Því er sjaldnast til að dreifa ef um tímasetningu smits er að ræða en hana er oftast erfitt að ákvarða. Alnæmi er tilbúin vinnuskilgreining en tíma- setningu þess er hins vegar oftast hægt að ákvarða með nokkurri nákvæmni þótt skekkjuvaldar séu fyrir hendi, til dæmis hæfni læknis til sjúkdómsgreiningar eða ef sjúkdóms- greining liggur fyrst fyrir eftir andlát sjúklings. I þessu yfirliti eru lífslíkur því reiknaðar frá greiningu alnæmis til dauðadags. Útreikningar á lífslíkum eftir líftöflu taka tillit til þeirra sem kunna að hverfa úr eftirliti (31). Niðurstöður Sjúklingar: Frá því mótefnamælingar gegn alnæmisveiru hófust í nóvember 1985 greindust 93 smitaðir einstaklingar til ársloka 1994. Af þeim greindust 35 með alnæmi og 26 dóu af völdum alnæmis. í töflum II-IV eru taldir þeir sem greindust með smit af völdum alnæmis- veiru og alnærni og þeir sem dóu af völdum alnæmis eftir kynjum, aldri og greiningarári. Aldursbundið nýgengi og aldursstöðluð dánar- tala er einnig sýnd. Flestir hinna smituðu voru á aldrinum 20-29 ára (44%) og flestir þeirra sem greindust með alnæmi voru á aldrinum 30-39 ára (40%). Nýgengi alnæmis á fyrstu 10 árunum var 1,36 (2,3 hjá körlum og 0,4 hjá konum). Af þeim 35 sem greindust með al- næmi létust 26 (74%) á tímabilinu. Ahœttuþœttir: Fjöldi þeirra sem smitast hafa af alnæmisveirunni er sýndur í töflu V með flokkun eftir áhættuþáttum og greiningarári. Flestir sem smitast hafa af veirunni eru sam- kynhneigðir karlar (65%). Hlutur gagnkyn- hneigðra meðal smitaðra fer þó smám saman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.