Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 42
30 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Mynd 4. Ferill yfir Hfslíkur sjúklinga með alnæmi yfir fimm ára tímabil. Samanlagðar lífslíkur eru reiknaðar á þriggja mánaða tímabilum. Rofnu ferlarnir tákna 95% öryggismörk á UfsUkum. Lífslíkur(%) útbreiðsla smits hófst þar mun fyrr eða á sjöunda áratugnum (32). Enda þótt elstu blóð- sýni með merki um smit af völdum alnæmis- veiru hér á landi séu frá 1983 er líklegt að útbreiðsla þess hafi hafist mun fyrr. Nýgengi greinds smits náði hámarki hér á landi á árun- um 1985-1988 en hefur síðan haldist nokkuð stöðugt. Fjöldi þeirra sem greinst hafa með smit segir þó ekki til um það, hve margir eru smitaðir í samfélaginu þar sem margir smitaðir eru einkennalausir. Nýgengi alnæmis óx fyrstu árin á tímabilinu en hefur haldist nokkuð stöð- ugt frá árinu 1988. Dánartala vegna alnæmis hefur vaxið hlutfallslega meira hin síðari ár en fjöldi þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn. Bæði nýgengi og dánartala sjúkdómsins eru óbeinar vísbendingar um að dregið hafi úr út- breiðslu smits á undanförnum árum og að ekki hafi verið margir ógreindir smitaðir einstak- lingar í samfélaginu á undanförnum áratug. Kerfisbundnar mótefnamælingar á sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús benda til hins sama en algengi smits hefur reynst lágt eða á bilinu 0,1% - 0,02% (33). ísland er eina landið í Vestur-Evrópu þar sem ekki hefur verið um árlega aukningu á nýgengi alnæmis að ræða (34). Karlmenn hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa smitast á tímabilinu enda eru samkyn- hneigðir karlar stærsti áhættuhópurinn hér sem víðast annars staðar á Vesturlöndum (34,35). Hlutur kvenna meðal smitaðra hefur þó vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum en það er sambærileg þróun og átt hefur sér stað í Evrópu (34). Ekkert barn smitaðist hérlendis á tímabilinu. Alnæmi hefur ekki greinst meðal blóðþega frá árinu 1986, enda hófst skimun fyrir alnæmissmiti meðal blóðgjafa á árinu 1985. Á íslandi hefur dregið verulega úr út- breiðslu smits á meðal samkynhneigðra karla á tímabilinu. Marktæk aukning hefur hins vegar orðið á útbreiðslu smits meðal gagnkyn- hneigðra einstaklinga enda þótt þeir séu, enn sem komið er, fámennir. Á hinn bóginn hefur útbreiðsla alnæmissmits ekki náð að breiðast út meðal fíkniefnaneytenda hér á landi. í sum- um ríkjum Evrópu, til dæmis á Ítalíu og Spáni eru fíkniefnaneytendur sem nota sprautur stærsti áhættuhópurinn (34). í ljósi þess að smitandi lifrarbólgur af gerð B og C, sem hafa sömu smitleið og alnæmisveiran, hafa náð að breiðast út meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig hér á landi (36-38) er sá hópur í hvað mestri hættu að smitast af völdum alnæm- isveirunnar. Dánartölur vegna alnæmis voru ekki háar á íslandi á tímabilinu. Þær reyndust hæstar með- al karla í aldurshópunum 30^19 ára. í Banda- ríkjunum hefur dánartalan vegna alnæmis hins vegar aukist jafnt og þétt og hefur náð þeim sessi að verða ein algengasta dánarorsök allra á aldrinum 25^4 ára þar í landi (39). Lífslíkur þeirra sem greindust með alnæmi á Islandi reyndust nokkuð meiri en sést hefur meðal annarra slíkra sjúklinga þar sem mið- gildi á lífslíkum hefur reynst 12,5 mánuðir með 3,4% fimm ára lífslíkur (8). Það kann að skýr- ast af því að sú rannsókn tók til áranna 1981- 1987 en íslenska rannsóknin tók til áranna 1985-1994 en á undanförnum árum hefur orðið framför í meðferð bæði fylgisýkinga og alnæm- issmitsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.