Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 50

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 50
36 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 sykrungi Hib (and-PRP) í blóði voru rnæld við sjö mánaða aldur hjá 70 börnum sem höfðu fengið þrjá skammta af bóluefni. Um 20% þeirra höfðu ekki náð 0,15 (.ig/ml, sem almennt er talið lágmarksmagn til skammtíma verndar, en til langtíma verndar er talið þurfa 2=1 (rg/ml (7,8). Við 15 mánaða aldur voru mæld mótefni hjá 58 börnum sem höfðu fengið fjóra bóluefn- isskammta og höfðu 56 börn (95%) > 1 [xg/ml. Eitt barn mældist með <0,06 [tg/ml þriggja, sjö, 14 og 15 mánaða. í mars 1993 fékk 21 þessara barna, þá þriggja til fjögurra ára, skammt af PRP-D og voru mótefni gegn PRP og barnaveiki mæld í blóð- sýnum teknum fyrir og fimm vikum eftir gjöf þessa aukaskammts af PRP-D. Meðaltítri (Geometric Mean Titer) and-PRP fyrir skammtinn var 1,11 (0,06-13,37) en 137,11 (14,72-1307,42) eftir skammtinn (5). Barnið sem mældist með <0,06 við 15 mán- aða aldur reyndist tæplega fjögurra ára vera með 8,04 í fyrra sýninu og 22,22 í því síðara. Til samanburðar voru fengin blóðsýni úr sex óbólusettum börnum á aldrinum sex til sjö ára og einu þriggja ára (sem var erlendis á fyrsta og öðru ári) og fjórum börnum sem höfðu fengið einn PRP-D skammt þar sem þau voru eldri en 14 mánaða vorið 1989. Meðaltítri þessara 11 barna var 1,01 pg/ml (0,21-91,47). Mótefni gegn barnaveiki hjá börnunum sem fengu aukaskammt af PRP-D þriggja til fjög- urra ára mældust að meðaltali 0,37 AE/ml (0,01-2,56) fyrir skamtinn en 11,69 AE/ml (0,32-81,92) eftir. Magn ^0,01 AE/ml er talið verndandi gegn barnaveiki (9). Umræða Að frumkvæði Ólafs Ólafssonar landlæknis tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun 1988 að boðið skyldi upp á bólusetningu gegn Hib fyrir ungbörn á íslandi. Hófst hún vorið 1989 tveimur til fjórum ár- um áður en nærliggjandi Evrópulönd, önnur en Finnland, hófu samsvarandi bólusetningu. PRP-D var þá eina eggjahvítutengda bóluefnið gegn Hib, sem komið var á markað. Hafði það verið gefið 30.000 börnum í Finnlandi og reynst veita 87% vernd. Til umræðu kom að bíða eftir árangursríkari bóluefnum gegn Hib, sem voru í þróun en sú bið hefði kostað mörg sjúkdómstilfelli af völdum Hib. Árangur PRP-D bólusetningar hér á landi reyndist ekki síðri en í Finnlandi. Á 10 ára tímabili 1980-1989 greindust 92 börn með heilahimnubólgu af völdum Hib og 21 með bráða barkaloksbólgu. Frá hausti 1989 hefur ekkert barn greinst með þessa sjúkdóma. Árin 1980-1989 ræktaðist Hib úr blóði 58 barna eldri en eins mánaðar og úr liðvökva eingöngu hjá þremur börnum. Frá 1990 hafa þrjú börn eldri en eins mánaðar greinst með blóðsýkingu af völdum Hib. Fjögur börn sem fengið höfðu PRP-D veikt- ust af sýkingum af völdum Hib, eitt þriggja mánaða fékk heilahimnubólgu 12 dögum eftir fyrsta skammtinn, tvö fengu blóðsýkingu eftir einn skammt og eitt eftir þrjá skammta. Ekkert barn hefur greinst með sýkingu af völdum Hib í heilahimnum, blóði eða barkaloki eftir fjóra skammta. Aðsetursstaður Hib stofna er aðallega í nef- koki barna á aldrinum þriggja mánaða til fimm ára en þaðan geta þeir borist í miðeyra, skúta, lungu, augu eða barkalok og valdið staðbundn- um sýkingum og/eða komist í blóð og þaðan í liði, bein og heilahimnur. Eftir því sem fleiri börn á þessum aldri eru saman komin til dæmis í dagvistun því fleiri meðal þeirra verða Hib berar eða fá sjúkdóma af völdum Hib. Til að athuga hvort Hib stofnum fækkaði í umferð eftir því sem fleiri fullbólusett börn yxu upp var frá hausti 1990 til vors 1992 og aftur fyrsta fjórðung árs 1994 leitað að Hib meðal allra H. influenzae stofna í aðsendum sýnuni frá hálsi, nefkoki, eyrum og augum barna yngri en sex ára. Leitað var í sýnum frá eldri ein- staklingum haustið 1990 og fyrsta fjórðungi árs 1994. Niðurstöður voru til úr leitum sem gerð- ar voru 1984 og 1986. Hib stofnar reyndust vera 10-16% af finnan- legum H. influenzae stofnum í þessum sýnum til vors 1991 en fækkaði þá snögglega. Síðan hafa mjög fáir Hib stofnar fundist hvort sem leitað hefur verið í sýnum frá börnum eða eldri einstaklingum. PRP-D bólusetning hefur því nánast útrýmt Hib berum meðal barna og er það í samræmi við reynslu af öðrum eggjahvítutengdum bólu- efnum gegn Hib (10,11). Skýring á hvarfi Hib stofna úr nefkoki bólu- settra barna er sennilega sú að PRP-D bóluefni hvetji til myndunar Ig A mótefna gegn PRP á slímhúðum. Slík mótefni hafa fundist í munn- vatni barna eftir bólusetningu með öðrum eggjahvítutengdum bóluefnum gegn Hib (12). Eftir að bólusetningin hófst og á meðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.