Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 51

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 37 „eðlilegur“ fjöldi Hib stofna var í umferð mátti búast við sýkingum af völdum Hib meðal barna innan sex mánaða aldurs og þeirra 20% barna á sjö til 14 mánaða aldri sem ekki höfðu náð því magni and-PRP mótefna í blóði sem talið er lágmark til verndar (15 ng/ml). Magn mótefna í blóði er þó ekki algildur mælikvarði á vernd. í börnum með lítt eða ekki mælanleg mótefni í blóði eftir fyrstu skammta bóluefnis getur viss vernd falist í vakningu (priming) á T frumum ónæmiskerfisins sem hvetja kerfið til að bregðast við með skjótri mótefnamyndun ef sýkillinn kemur í snertingu við það. Mögulegt er líka að mótefni í munn- vatni séu orðin nægilega virk til varnar, þó að mótefni í blóði séu lág. Þessi atriði geta að nokkru leyti skýrt að færri börn innan 14 mánaða aldurs fengu sýk- ingar af völdum Hib árin 1990-1991 en búast mátti við ef öll börn með <0,15 pg/ml and-PRP í blóði væru óvarin. Frá árinu 1992 hefur hætta á sýkingum minnkað mikið vegna fækkunar Hib stofna í umferð. Nokkrir fullorðnir einstaklingar fengu þó blóð- eða heilahimnusýkingar af völdum Hib á árunum 1992-1993. En verða varnir gegn Hib framkallaðar af bóluefnum varanlegar þegar Hib stofnar eru lítt eða ekki í umferð til að hvetja mótefna- framleiðslu? Það er mögulegt ef rétt reynist að vissir E. coli stofnar eða aðrar bakteríur með mótefna- vaka svipaða PRP geti hvatt Hib mótefnafram- leiðslu á náttúrlegan hátt (13). Gerist það ekki hvenær verður þá þörf á hvatningarskammti gegn Hib? Svar við því hver hætta verður framvegis á sjúkdómum af völdum Hib í unglingum eða fullorðnum fæst vart nema fylgst verði með því hvort Hib mót- efni fara þverrandi með aldri. Smithætta er að vísu lítil þar sem bólusetning hefur fækkað eða útrýmt Hib berum en í löndum þar sem Hib bólusetning er ekki framkvæmd (til dæmis í Austur-Evrópu) hlýtur að vera nokkur hætta á sýkingum af völdum Hib fyrir varnarlausa ein- staklinga. Hér var mótefnamagn gegn Hib enn fullnægjandi 1993 hjá börnum fæddum 1989 og jókst mikið við hvatningarskammt. En athuga ber að á fyrsta og öðru aldursári þeirra var enn mikið af Hib stofnum í umferð sem gátu hvatt mótefnamyndun. Barn sem hafði ekki mælan- leg mótefni eftir fjóra PRP-D skammta en há mótefni þriggja ára hefur trúlega komist í tæri við Hib. Árangur af bólusetningu með PRP-D hér er mjög góður og vandséð hvernig hægt er að bæta hann. Enn hefur því ekki verið skipt um bóluefni gegn Hib þó að komin séu á markað önnur sem hafa það fram yfir PRP-D að fram- kalla há mótefni í blóði strax á fyrsta aldurs- misseri (14-16). Það er mjög mikilvægur kostur þar sem heilahimnubólga af völdum Hib er algeng og leggst nær eingöngu á börn á fyrsta ári svo sem í byggðum eskimóa í Alaska en þar reyndist PRP-D miklu verr en í Finnlandi (14,17). Hérlendis var miðgildi aldurs þeirra níu til 10 barna sem að meðaltali veiktust ár- lega af heilahimnubólgu af völdum Hib 16 mánuðir, 33% veiktust á fyrsta ári og 10% innan sex mánaða (1). Hér voru því hlutfalls- lega færri börn líkleg til að fá þann sjúkdóm eftir einn til þrjá skammta af PRP-D en í Al- aska. Af nýrri bóluefnum gegn Hib má nefna HbOC (HibTITER®, markaðsleyfi 1990) frá Praxis- Lederle Biologics, U.S.A.og PRP-T (ACT-HIB®, markaðsleyfi 1993) frá Pasteur Mérieux, Frakklandi. Það fyrrnefnda er sam- sett úr styttum sykrungskeðjum (oligosacchari- de) úr hjúpi Hib, tengdum óskaðlegu afbrigði af barnaveiki toxíni (CRM 197) en í PRP-T® er hjúpsykrungur Hib (PRP) tengdur tetanus toxoíði (T), sama efni og notað er til bólsetn- ingar gegn stífkrampa. Bóluefni gegn pneumókokkum og meningó- kokkum úr hjúpsykrungum tengdum tetanus toxoíði eru í þróun. Verði þau notuð í framtíð- inni fyrir ungbörn auk PRP-T bóluefnis vaknar spurning um hvort takmörk séu fyrir magni og fjölda skammta af tetanus toxoíði sem hægt er að gefa á ungbarnaskeiði og síðar, ef þörf er á hvatningarskömmtum, án þess að til ofnæmis komi. Við upphafsrannsóknir á tetanus toxoíð tengdum Hib og pneumókokka bóluefnum hjá fullorðnum voru staðbundin ofnæmisviðbrögð alltíð (18). Slík viðbrögð hafa hins vegar ekki verið áberandi hjá ungbörnum bólusettum með bóluefni gegn Hib tengdu tetanus toxoíði. Hvatningarskammtur með PRP-D sem hér var gefinn þriggja til fjögurra ára börnum jók mót- efni gegn barnaveiki og því er líklegt að hvatn- ingarskammtur á þeim aldri eða síðar með bóluefni tengdu tetanus toxoíði muni auka mótefni gegn stífkrampa. Minnt skal á að sex ára börn hér á landi fá hvatningarskammta af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.