Læknablaðið - 15.01.1996, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
41
Table I. The following categories were used to describe each judgment on use of antibiotics."
1. Agree with the use of antimicrobial therapy/propylaxis, the program is appropriate. [Appropriate]
2. Agree with the use of antimicrobial therapy/prophylaxis, but a different antimicrobial is preferred. [Inappropriate]
3. Agree with the use of antimicrobial therapy/prophylaxis, but a modified dose is recommended. [Inappropriate]
4. Disagree with the use of antimicrobial therapy/prophylaxis, the administration is unjustified. [Unjustified]
" Kunin, et al: Ann Intern Med 1973; 79: 557.
Table II. The main infections treated witli antimicrobials.
Infection No. patients (%) patients
Urinary tract infection 59 (27)
Pneumonia 33 (15)
Cellulitis 8 (8)
Septicaemia 4 (6)
Salpingitis 7 (3)
Diverticulitis 7 (3)
Surgical wound infection 4 (2)
Other 77 (36)
Table III. Main indications for antimicrobial prophylaxis.
Type of operation No. patients ; (%) patients
Orthopaedic 29 (27)
Coronary artery bypass 25 (23)
Urological 16 (15)
Appendectomy 7 (7)
Other 30 (28)
voru gefin í alröngum skömmtum, þó að öðr-
um skilyrðum fyrir notkun þeirra væri full-
nægt. Sýklalyfjanotkunin taldist röng ef sýnt
þótti að notkun þeirra væri óþörf.
Hliðsjón var höfð af öðrum þáttum við mat á
réttmæti meðferðar þar á meðal hvort klínísk
merki og teikn um sýkingu væru fyrir hendi við
upphaf meðferðar, og hvort lyfjameðferð var
breytt, til dæmis á grundvelli ræktunarniður-
staðna þegar þær lágu fyrir. Þótt ræktana væri
ekki aflað fyrir lyfjameðferð nægði það ekki
eitt og sér til að meðferð teldist óviðeigandi
(ábótavant, röng). Þegar meta átti réttmæti
sýklalyfjagjafar í forvarnarskyni var að mestu
stuðst við leiðbeiningar þær sem sýkingavarn-
arnefnd Landspítalans gefur út um sýklalyfja-
gjafir og sýklalyfjaval í skurðaðgerðum (5).
Tveir höfundar (SG og KGK) fóru yfir til-
fellin sinn í hvoru lagi án samráðs hvor við
annan í upphafi en fóru síðan saman yfir þau
tilvik þar sem þá greindi á og náðu samkomu-
lagi.
Rannsóknin var samþykkt af yfirlæknum
viðkomandi deilda og siðanefnd Landspítal-
ans.
Niðurstöður tímabilanna tveggja voru í
fyrstu metnar sitt í hvoru lagi, en þar sem mun-
ur milli þeirra var lítill eru niðurstöður beggja
tímabilanna kynntar saman. Metið var rétt-
mæti sýklalyfjameðferðar hvers sjúklings,
þannig að sjúklingur gat bæði fengið sýklalyf í
varnarskyni og sem meðferð, við grunuðum
eða staðfestum sjúkdómi. Kí-kvaðrat próf var
notað til meta marktækni sem miðað var við
a=0,05.
Niðurstöður
Alls útskrifuðust 1158 sjúklingar af þeim
deildum sem til athugunar voru á rannsóknar-
tímabilinu. Tókst að afla sjúkraskráa 1020
þeirra (88%). Af þeim fengu 302 (30%) sýkla-
lyf. Sjúklingar voru flestir af lyfja- (111 (37%))
og skurðdeildum (165 (55%)) en heldur færri
voru af kvennadeildum (26 (9%)). Karlar voru
148 og konur 154, og var meðalaldur 56,6 ár
(vikmörk: 13-96 ár). Á fyrra athugunartíma-
bilinu var meðferð 174 sjúklinga athuguð og á
því síðara 128.
Sýklalyf voru gefin 219 sjúklingum (73%) í
meðferðarskyni, 24 sjúklingum (8%) bæði í
meðferðar- og varnarskyni en 107 (35%) í
varnarskyni. Sýna var aflað fyrir meðferð frá
169 (77%) þeirra 219 sem fengu lyf í meðferð-
arskyni.
Helstu ástœdur sýklalyfjanotkunar: Helstu
sjúkdómar meðhöndlaðir með sýklalyfjum
voru þvagfærasýkingar (27%), lungnabólga
(15%), húðnetjubólga (cellulitis, 8%) og blóð-
sýking (6%) (fafla II). Þessir fjórir sjúkdómar
voru ástæða 56% sýklalyfjameðferða í þessari
athugun.
Af helstu ástæðum varnarmeðferðar má
nefna bæklunaraðgerðir (27%), kransæðaað-
gerðir (23%), þvagfæraaðgerðir (15%) og
botnlangaaðgerðir (7%)(tafla III). Samtals
voru þessar fjórar aðgerðir forsendur 72%
varnarmeðferða.
Algengustu sýklalyf: Helstu sýklalyf sem
ávísað var í meðferðarskyni eru sýnd á mynd 1.
Cefalósporínum var ávísað til 82 sjúklinga
(37%) og voru þau algengasti lyfjaflokkurinn.