Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 60

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 60
44 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 örðugt að meta afleiðingar sýklalyfjanotkunar sem taldist röng eða ábótavant, enda miðaði rannsóknin ekki að því. Megintilgangur athug- unarinnar var að kanna réttmæti sýklalyfja- ávísana, og nýta niðurstöðurnar til ábendinga um hvað mætti betur fara og hvernig væri unnt að bæta úr. Of- og misnotkun sýklalyfja hefur einkum þrjár afleiðingar: Aukinn kostnað, aukaverkanir og lyfjaónæmi baktería (14). Bætt notkun dregur úr þeim. Samkvæmt upp- lýsingum frá apóteki Landspítalans nam kostn- aður árið 1994 vegna sýklalyfja 44,5 milljónum króna (15), raunkostnaður spítalans vegna sýklalyfja er mun hærri vegna ýmiss jaðar- kostnaðar sem til fellur, til dæmis vegna inn- rennslis í æð, þéttnimælinga á sýklalyfjum, ým- issa blóð- og þvagrannsókna beinlínis vegna lyfjanna, ræktana og fleira (16). Þótt ekki væri unnt að spara nema þau 15% lyfjaávísana sem í þessari rannsókn töldust rangar væri unnt að lækka lyfjakostnað Landspítalans um 7-10 milljónir króna á ári. Hafa ber einnig í huga að einungis um 15% sýklalyfjanotkunar í landinu fer fram á sjúkrahúsum og sýnt hefur fram á meðal annars hér á landi að sýklalyfjaávísanir utan sjúkrahúsa geta einnig verið misvísandi, þó ekki hafi verið gerð könnun á réttmæti sýklalyfjaávísana í heilsugæslu (17). Þó aukaverkanir og kostnaður séu mikilvæg atriði leikur enginn vafi á að vaxandi ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum er mesta áhyggjuefni þeirra sem þessi mál láta sig varða (18,19). Þó að ýmsir þættir ráði tilurð ónæmis er líklegt að ofnotkun sýklalyfja ráði þar mestu. Því hefur jafnvel verið spáð að fari sem horfir muni sýklalyfjaöld líða undir lok á næstu áratugum, því ekki muni lengur vera hægt að halda í horf- inu með tilkomu nýrra lyfja eins og tekist hefur fram að þessu. Rannsóknir eins og sú sem hér er greint frá leiða vonandi til bættrar notkunar sýklalyfja og enginn vafi er á að það er eitt af því sem njóta þarf forgangs í heilbrigðiskerfi okkar. Hvaða leiðir eru færar? Ýmsar hafa verið farnar, þar á meðal aukin og reglubundin fræðsla, dreifing leiðbeininga um val lyfja, leiðbeiningar með ræktunarsvörum frá sýkladeildum, lyfjagjöfum hætt sjálfvirkt eftir ákveðinn tíma nema þeim sé ávísað að nýju og dýr lyf séu ekki notuð nema að ráði smitsjúkdómalækna (2,12,20). Víðast hafa þessar leiðir verið til bóta um hríð en síðan sótt í sama farið. Með tilkomu öflugra tölvuneta á sjúkrahús- um hafa opnast nýjar leiðir í þessum efnum. Unnt er að hafa þar aðgengilegar upplýsingar um ábendingar sýklalyfja, til dæmis um varnar- meðferð við tilteknar skurðaðgerðir, meðferð tiltekinna sýkinga, lyfjaval, skammta og með- ferðarlengd. Avísa má lyfjum gegnum kerfið sem gæti þá veitt viðbrögð og leiðbeiningar samstundis. Slík tölvukerfi hafa verið þróuð á sjúkrahúsum erlendis á síðustu misserum og hafa reynst vel (21). Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík hafa brugðist við þessum vanda með sérstöku eftirliti með notkun sýklalyfja á tilteknum deildum sjúkra- húsanna. Eftirlitið er í höndum læknis og lyfja- fræðings sem fara yfir allar sýklalyfjaávísanir á deildunum, meta þær og veita ráð um breyting- ar. Enn er of snemmt að meta árangur þessa starfs en samskipti þessa teymis við lækna hef- ur gengið mjög vel. Ályktun: Á rannsóknartímabilinu fékk um þriðjungur sjúkhnga sýklalyf, og í um þriðjungi tilvika voru þau gefin í varnarskyni. Um 55% lyfjaávísana voru annað hvort rangar eða þeim ábótavant. Ljóst er af niðurstöðum rannsókn- arinnar að bæta þarf verulega notkun sýkla- lyfja og draga þannig úr myndun ónæmra bakt- eríustofna, minnka tíðni aukaverkana og lækka lyfjakostnað. HEIMILDIR 1. Ársskýrslur Ríkisspítalanna. Reykjavík: Skrifstofa Rfk- isspítala, 1994. 2. Kunin CM. Problems in antibiotic usage. In: Mandell GL, Dolin R, Bennett JE, eds. Principles and practice of infectious diseases. 3rd ed. New York: Churchill-Living- stone, 1990: 427-34. 3. Kristinsson KG. Multiresistant bacteria — a Nordic per- spective. Nord Med 1995; 110: 42- 4. 4. Kunin CM, Tupasi T, Craig WA. Use of antibiotics: a brief exposition of the problem and some tentative solu- tions. Ann Intem Med 1973; 79: 555-9. 5. Leiðbeiningar um varnarmeðferð með sýklalyfjum. Reykjavík: Sýkingarvamarnefnd Landspítalans, 1992. 6. Scheckler WE, Bennett JV. Antibiotic usage in seven community hospitals. JAMA 1970; 213: 264-7. 7. Roberts AW, Visconti JA. The rational and irrational use of systemic antimicrobial drugs. Am J Hosp Pharn 1972; 29: 828-34. 8. Gibbs CW Jr, Gibson JT, Newton DS. Drug utilization review of actual versus preferred pediatric antibiotic therapy. Am J Hosp Pharm 1973; 30: 892-7. 9. Kunin CM, Tupasi T, Craig WA. Use of antimicrobials: a brief exposition of the problem and some tentative solutions. Ann Intern Med 1973; 79: 555-60. 10. Castle M, Wilfert CM, Cate TR, Osterhout S. Anti- biotic use at Duke University Medical Center. JAMA 1977; 237: 2819-22. 11. Petrello MA, Linchewich JA, Gluckman SJ. Clindamy- cin prescribing patterns in a university hospital. Am J Hosp Pharm 1975; 32: 1111-5.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.