Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 63

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 47 marktækur munur á dánartíðni á gjörgæslu milli hópa (13% hjá sýktum, 7% meðal ósýktra) en marktækt fleiri úr ósýkta hópnum lifðu að útskrift (91% en 81% úr sýkta hópn- um). Ályktun: Nærri 40% sjúklinga á gjörgæslu- deild reyndust sýktir og fengu 24% sjúkling- anna gjörgæslusýkingar. Ljóst er að þörf er á sterku, áframhaldandi forvarnarstarfi og bar- áttu gegn sýkingum. Inngangur Sýkingar eru vandamál á gjörgæsludeildum þar sem þær eru mun algengari en á öðrum deildum sjúkrahúsa (1). Á gjörgæsludeildum eru mikið veikir sjúklingar vistaðir sem hafa aukið næmi fyrir sýkingum vegna sjúkdóma og slysa og þarfnast auk þess flókinnar vöktunar og meðferðar (2). Auk þess eru alvarlegar sýk- ingar oft ástæðan fyrir innlögn á gjörgæslu. Sýkingar tengjast aukinni dánartíðni (3), langvinnum veikindum og auknum kostnaði. Nýgengi sýkinga er breytilegt eftir löndum og gerðum gjörgæsludeilda (4,5) frá 1% á hjartaskurðdeild (6) til 36% á almennri gjör- gæsludeild (7). Rannsóknir hafa ekki verið gerðar hérlendis á sýkingum á gjörgæsludeild- um. Á gjörgæsludeild Borgarspítalans þótti því bæði tímabært og forvitnilegt að kanna tíðni, staðsetningu, orsakir og tilurð sýkinga ásamt horfum og tengslum við ýmsa þætti. Sjúklingar og aðferðir Á Borgarspítalanum í Reykjavík voru, þegar könnunin var gerð, 304 sjúkrarúm á háls-, nef- og eyrnadeild, heila- og taugaskurð- deild, skurðdeild, lyfjadeild, taugasjúkdóma- og endurhæfingardeild og slysa- og bæklunar- skurðdeild. Gjörgæsludeildin hefur sex sjúkr- arúm og þjónar öllum deildum spítalans með um 500 innlögnum árlega. Gerð var framsæ athugun á 200 sjúklingum sem lágu lengur en 24 klukkustundir á gjör- gæsludeildinni á tímabilinu október 1991 til maí 1992. Sextíu og sex sjúklingar tilheyrðu heila- og taugaskurðlækningadeild, 52 skurðdeild, 52 lyfjadeild, 23 slysa- og bæklunarskurðdeild og sjö sjúklingar tilheyrðu háls-, nef- og eyrna- deild. Athugunin breytti í engu hefðbundnum vinnubrögðum á deildinni. Þannig voru teknar ræktanir frá þvagi og hráka við komu og síðan tvisvar í viku. Endar miðbláæðaleggja voru sendir til ræktunar. Að öðru leyti voru ræktan- ir og aðrar rannsóknir gerðar þegar einkenni sjúklings eða aðrar rannsóknir gáfu tilefni til. Sýni voru metin og greind á sýkladeild Borgar- spítalans og var hefðbundnum aðferðum beitt við sýnatöku og ræktanir. Upplýsingum varð- andi sýkingar, aldur sjúklinga og kyn, lengd innlagnar, grunnsjúkdóma, aðgerðir, vöktun, meðferð og afdrif var safnað jafnóðum af höf- undum (ADM, KG). Við skilgreiningu sýkinga var stuðst við skil- merki frá Centers of Disease Control, Atlanta, Georgia (8). Þannig var lungnabólga greind ef sjúklingur hafði graftrarkenndan uppgang og breytingar á lungnamynd sem samræmdust greiningunni auk þess sem stuðst var við hefð- bundin klínísk einkenni. Sýklar sem ræktuðust í miklu magni og einnig sáust við smásjárskoð- un voru álitnir orsök lungnabólgu. Ekki var krafist jákvæðra ræktana ef önnur einkenni voru sterk. Barkabólga var greind á sama hátt ef lungnamynd þótti ekki samræmanleg lungna- bólgu. Þvagfærasýking var greind ef fjöldi baktería var yfir 100.000/ml þvags eða fjöldi sveppa meiri en 10.000/ml þvags. Við greiningu blóðsýkingar (sepsis syn- drome) var krafist tveggja jákvæðra ræktana en ein jákvæð ræktun nægði ef önnur sýking af sömu bakteríu var þegar greind. Hjá þremur sjúklingum var blóðsýking talin mjög líkleg þrátt fyrir neikvæðar ræktanir. Þeir voru því greindir með “systemic inflammatory response syndrome" (SIRS) (10); tveir voru með þarma- bólgu (necrotizing colitis), og sá þriðji veiktist eftir mjaðmarskiptaaðgerð. Sýking á miðbláæðalegg var greind ef fleiri en 15 bakteríuþyrpingar ræktuðust á skál. Sársýkingar voru greindar ef fyrir lá graftrar- kennd útferð frá sári og sýkingarvaldandi bakteríur ræktuðust. Kviðarholssýking var greind á sama hátt frá sýnum sem tekin voru við aðgerð, frá kviðar- holi eða graftrarkýlum, eða frá kera í einu tilviki. Aðrar sýkingar voru greindar svo sem hefðir hafa skapast um. Sýking sem greindist á fyrstu 48 klukku- stundunum eftir innlögn á spítalann var flokk- uð sem utanspítalasýking (community acquir- ed infection). Gjörgæslusýking (ICU acquired infection) greindist fyrst 48 tímum eftir innlögn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.