Læknablaðið - 15.01.1996, Page 64
48
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Age (years)
Fig. 1. Age and gender distribution ofinfected and uninfected
patients.
Urinary tract 30%
Fig. 2. Sites ofinfection. Other infections: Wound infection 4,
meningitis 1, encephalitis 1, braiti abscess 1, empyema 1, phar-
yngitis 1, vaginitis 1, sinusitis 1, bursitis 1, Clostridium difficile
colitis 1, acalculous cholecystitis 2.
Katio of
infected patients No. of patients
Duration of stay in ICU (days)
Fig. 3. Ratio of infected to uninfected patients in relation to
duration of stay in the ICU.
á gjörgæslu eða fyrstu 48 tímana eftir útskrift af
gjörgæslu. Aðrar sýkingar sem upp komu inni
á sjúkrahúsinu flokkuðust sem aðrar spítala-
sýkingar (other nosocomial infections) (6).
Allar upplýsingar og rannsóknarniðurstöður
voru yfirfarnar og greindar af tveimur höfunda
(ADM og SG). Við tölfræðilegan samanburð á
aldri og legutíma var notað Mann-Whitney
próf og við athugun á tengslum ýmissa þátta
við sýkingatíðni var notað kí-kvaðrat próf. At-
hugunin var samþykkt af siðanefnd Borgar-
spítalans.
Niðurstöður
Hjá 78 sjúklingum (39%) greindust 128 sýk-
ingar. Fimmtíu og fjórir sjúklingar (61%)
höfðu eina sýkingu en 24 (31%) höfðu tvær eða
fleiri sýkingar, mest fimm (tafla I).
Dreifing sjúklinga eftir aldri og kyni kernur
fram á mynd 1 þar sem einnig má sjá hlutfall
sýktra og ósýktra. Ekki var marktækur munur
á sýkingum meðal karla og kvenna. Meðalald-
ur sýktra var 56,8 ár (1-89 ár) og ósýktra 51,5 ár
(4-91 ár) (p=ekki marktækt).
Algengustu sýkingarnar voru lungnabólgur
(32%) og þvagfærasýkingar (30%) eins og
fram kemur á mynd 2. Alls voru lagðir 76
miðbláæðaleggir hjá sjúklingunum 200 og
reyndust níu sýktir eða 12%, en einungis 7%
sýkinganna tengdust þeim. Algengustu sýkl-
arnir sem greindust voru S. epidermidis, E.
coli, enterókokkar, S. aureus, S. pneumoniae,
H. influenzae og P. aeruginosa (tafla II).
Af sýkingum reyndust 61% vera gjörgæslu-
sýkingar, 19% utanspítalasýkingar og 23%
aðrar spítalasýkingar. Af gjörgæslusjúklingum
fengu því 33% spítalasýkingu og 24% þeirra
gjörgæsludeildarsýkingu eins og þær voru skil-
greindar. Tafla III sýnir skiptingu sjúklinga eft-
ir deildum ásamt sýkingatíðni sem reyndist
hæst meðal sjúklinga á lyfjadeild en lægst með-
al sjúklinga á slysa- og bæklunarskurðdeild.
Sýkingar voru algengari hjá sjúklingum sem
haft höfðu barkarennur eða miðbláæðaleggi.
Einnig var marktækt aukin sýkingatíðni hjá
þeim sem meðhöndlaðir voru með H,-hemlum
og eins hjá þeim sem höfðu verulega hjarta- og
lungnasjúkdóma fyrir (tafla IV).
Meðallegutími sýktra var 7,9 dagar (1-44
dagar) en ósýktra 2,9 dagar (1-24 dagar)
(p=0,0001). Mynd 3 sýnir hlutfall sýktra og
ósýktra eftir lengd legutíma. Ekki var mark-
tækur munur á dánartíðni á gjörgæsludeild-