Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 70
• Tölvuhannað lyf sem veldur öflugri hömlun á ACE bæði í plasma og vefjum'
• Verkun er áreiðanleg allan sólarhringinn með einni töflu daglega1
• Æðastarfsemi og æðabygging kemst í eðlilegt horf hjá fólki með háþrýsting24
• Verkunarbyrjun er þýð og lyfið þolist mjög vel1
INHIBACE
cilazapril
Háþrýstings-/hjartabilunar-
meðferð með aukakostum
$
Stefán Thorarensen
Síðumúla 32 • 108 Reykjavík • Sími 568 6044
Eiginlcikar: Lyfið hamlar hvata, sem breytir
angíótensíni-I í angíótensín-II (ACE blokkari).
Angíótensín-II er kröftugasta æðaherpandi efni lík-
amans og stuðlar þar að auki að losun
aldósteróns. Lyfið er forlyf, sem breytist hratt í lík-
amanum yfir í virka formið, silazaprílat. Um 60%
af gefnum skammti frásogast og umbrotnar í sil-
azaprílat, sem skilst út í þvagi. Blóðþrýstingslækk-
andi verkun lyfsins byrjar um einni klst. eftir inn-
töku, er í hámarki eftir 3-7 klst. og varir í allt að 24
klst. Veginn helmingunartími silazaprílats í blóði er
9 klst., en er mun lengri ef nýrnastarfsemi er skert.
Klerans er skammtaháður.
Ábendingar: Hár blóðþrýstingur. Hjartabilun.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir lyfinu. Meöganga og
brjóstagjöf. Lyflö má alls ekki nota á meö-
göngu. I.yf af þessum flokki (ACE-hemjarar) geta
valdið fósturskemmdum á öllum fósturstigum.
Aukaverkanir: Flestar aukaverkanir lyfsins eru
vægar og ganga yfir. Algengarí>l%): Höfuðverkur
(4-5%), svimi (3-4%), þreyta (1-2%). Sjaldgæfar:
Verkir fyrir brjósti. Syfja. Lágur blóðþrýstingur. Út-
brot. Hósti. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Ofsabjúgur
(urticaria) (andlit, varir, tunga, barki).
Milliverkanir: Aukin hætta er á blóðkalíum-
hækkun ef kalíumsparandi þvagræsilyf eru gefin
samtímis. Svæfingalyf, gefin sjúklingum sem taka
silazapríl, geta valdiö verulegu blóðþrýstingsfalli.
Ofskömmtun: Gefa saltvatn í æö eöa angíótens-
ín-II.
Varúö: Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með
skerta nýrna- og lifrarstarfsemi. Lyfið getur valdið
of mikilli blóðþrýstingslækkun ef sjúklingar hafa
misst salt og vökva vegna undanfarandi meðferö-
ar meö þvagræsilyfjum.
Skammtastæröir handa fullorönum:
Við háum blóðþrj’Stingi: Skammtar eru einstak-
lingsbundnir. Lyfið er tekiö einu sinni á dag, helst
alltaf á sama tíma. Venjulegur byrjunarskammtur
er 1-2 mg á dag í a.m.k. 2 daga. Ekki er mælt með
stærri dagskammti en 5 mg. Viö háþrýsting vegna
blóðrásartruflana í nýmm er byrjunarskammtur 0,5
mg eð lægri. Ef sjúklingur tekur þvagræsilyf fyrir
er byrjunarskammtur 0,5 mg eða minni. Sjúklingar
með kreatinínklerans undir 40 ml/mín. þurfa
minni skammta en aðrir.
V7ð hjartabilun: Lyfið má gefa sem viðbótarmeð-
ferð með digitalis og/eða þvagræsilyfjum hjá sjúk-
lingum með langvinna (króníska) hjartabilun.
Lyfjameðferð skal hafin undir ströngu eftirliti
læknis og er mælt með því að upphafsskammtur
sé 0,5 mg einu sinni á dag. Mælt er með því, að
hjá sjúklingum með svæsna hjartabilun, minnkaða
nýrnastarfsemi eða truflun á elekrólýtavægi sé
meðferð hafin á sjúkradeild. Skammtur skal síðan
aukinn í 1 mg á dag með tilliti til þols og klínísks
ástands sjúklings. Frekari skammtaaukning í
venjulegan viðhaldsskammt, 2,5 mg á dag, fer eft-
ir svörun sjúklings, klínísku ástandi hans og þoli.
Hámarksskammtur er 5 mg einu sinni á dag. Við
meðferö hjartabilunar hjá öldruðum, sem taka háa
skammta af þvagræsilyfjum, skal gæta sérstakrar
varúðar og ekki vikið frá fyrirmælum um upphafs-
meðferð.
Skammtastæröir handa börnum: Lyflð er ekki
ætlað bömum.
Athugiö: Hjá sjúklingum á blóðskilun skal gefa
lyfið á þeim dögum, sem blóðskilun er ekki fram-
kvæmd og skammtur ákvarðaður eftir blóðþrýst-
ingi. Sjá einnig kafla um varúð hér að framan.
Innihaldscfni: Hver tafla inniheldur: Cilazapril-
um INN 0,5 mg, 1 mg, 2,5 mg eða 5 mg.
Pakkningar og smásöluverö fni 1. 11. 1995:
Töflur0,5 mg: 30 stk. (þynnupakkað): 676 kr. Töjl-
ur 1 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 1.298 kr. Töjlur
2,5 mg: 28 stk. (þynnupakkað): 2.011 kr.; 98 stk.
(þynnupakkað): 6.720 kr. TöJJur 5 mg: 28 stk.
(þynnupakkað): 3.870 kr.; 98 stk. (þynnupakkað);
12.302 kr.
Greiöslufyrirkomulag: Elli- og örorkulífeyris-
þegar greiða fyrstu 150 kr. af verði lyfsins og 5%
af því sem eftir er, en þó aldrei meira en 400 kr.
Aðrir greiða fyrstu 500 kr. af verði lyfsins og 12,5%
af því sem eftir er, en þó aldrei meira en 1.500 kr.
Afgreiöslutilhögun: Heimilt er að ávísa lyfínu til
100 daga notkunar í senn.
Hcimildir: 1. Deget F, Brogden RN. Drugs 1991:
41 (5): 799-820. 2. Schiffrin EL et al. Hypertension
1994; 1: 83-91. 3. Schiffrin EL et al. Cardiology
1995; 86(Suppl 1): 16-22. 4. Schiffrin EL et al. Am
J Hypert 1995; 8: 229-236.
mm