Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 81

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 81
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 61 ina í 150 skipti. Rannsókninni er enn ólokið. Niðurstöður: Áttatíu og sjö spítalasýkingar greindust á gjörgæsludeildinni í 48 af 150 sjúkralegum (32%). Meðalaldur sjúklinga í rannsókninni var 58 ár (0-87) og af þeirn voru 60% karlmenn. Algengustu sýkingarnar voru eftirfarandi: Þvagfærasýkingar 27 (31%); lungnabólga 18 (21%); blóðsýking 15 (17%); sársýking átta (9%) og barkabólga sjö (8%). Helstu sýkingarvaldar voru E. coli (15), Klebs- iella sp. (7) og aðrar Enterobacteriaceae (9), Enterococcus sp. (12), Candida sp. (12), S. epi- dermidis (7), P. aeruginosa (7) og aðrir/ óþekktir (18). Sýktir sjúklingar dvöldu að jafn- aði í 15,0 daga á deildinni en ósýktir í 4,2 daga (p<0,05). Allir sjúklingar sem dvöldust lengur en þrjár vikur á deildinni sýktust að minnsta kosti einu sinni. Meðalaldur sýktra sjúklinga var 63 ár og ósýktra 56 ár (p<0,05). Það var hvorki marktækur munur á APACHE-II skori, né á TISS skori við innlögn, hjá sýktum og ósýktum sjúklingum. Dánartíðni sýktu sjúklinganna var 10,4% (5/48) en 19,6% (20/ 102) hjá ósýktu sjúklingunum (p=0,24). Ályktun: Tíðni spítalasýkinga á gjörgæslu- deild er veruleg og tengist einkum langri dvöl. Flestar sýkinganna voru af völdum Gram-nei- kvæðra stafbaktería. Þörf er á virku forvarnar- starfi og baráttu gegn spítalasýkingum. Inngangur Sýkingar eru algengt og alvarlegt vandamál á gjörgæsludeildum. Sjúklingar þar eru að jafn- aði í meiri sýkingarhættu en sjúklingar annarra deilda (1). Þetta stafar einkum af langvarandi notkun öndunarvéla með slöngu í barka, mið- bláæða- og lungnaslagæðaleggja og annarri ífarandi meðferð (2). Skertar varnir sjúklinga á gjörgæsludeildum, svo sem vegna ónæmisbæl- ingar, auka sýkingarhættu hvort heldur er úr umhverfinu eða frá bakteríum sem sjúkling- arnir bera sjálfir (3). Gjörgæslusýkingar auka dánartíðni, lengja legutíma og auka kostnað (3-5). Þrátt fyrir aukna þekkingu á smitleiðum og framförum í sýkingarvörnum er enn langt í land að tekist hafi að koma í veg fyrir spítala- sýkingar á gjörgæsludeildum. Upplýsingar um sýkingatíðni og þekking á áhættuþáttum er mikilvæg til að árangur náist í fækkun sýkinga. í þessari grein er lýst sýkingum sem upp komu á gjörgæsludeild Landspítalans á einu ári. Rannsókninni er ekki lokið og verður hér einungis greint frá hluta þess klíníska efniviðar sem aflað hefur verið. Tilgangur rannsóknar- innar er meðal annars að greina áhættuþætti sýkinga, sýkingarstaði, sýkingarvalda og afdrif sjúklinga, auk þess að meta skyldleika sýkla- stofna sem finnast í hálsi og meltingarvegi fyrir sýkingu við sýklastofna sem greinast á sýking- arstað. Sú vinna er ekki hafin en verður fram- kvæmd síðar með nákvæmri stofnagreiningu. Efniviður og aðferðir Gjörgæsludeild Landspítalans er 10 rúma al- menn gjörgæsludeild, sem þjónar handlækn- ingadeildum, lyflækningadeildum, krabba- meins- og blóðsjúkdómadeild, barnadeildum, kvennadeildum, taugalækningadeild og geð- deildum. Deildin er sérhæfð til að taka á móti brunasjúklingum, en stærsti einstaki sjúklinga- hópurinn er í eftirmeðferð eftir opnar hjarta- aðgerðir. Rannsóknin var framsæ og tók til tímabilsins 1. október 1994 — 30. september 1995. í rann- sóknina voru teknir sjúklingar sem dvöldu lengur en 48 stundir á deildinni. Heildarfjöldi innlagna á því tímabili sem rannsóknin tók til var 1397, en flestar þeirra voru vegna skamm- tíma meðferðar og eftirlits eftir skurðaðgerðir. Skimað var fyrir sýklum frá sjúklingum á þann veg að ræktanir voru teknar við innlögn og síðan þrisvar í viku frá barka, maga, munnkoki og þvaglegg eftir því sem mögulegt var. Aðrar ræktanir, svo sem blóðræktanir, strok frá sár- um og frá enda miðbláæðaleggja voru gerðar eftir ástæðum, eins og venja er á deildinni. Sýni voru metin og greind á sýklafræðideild Land- spítalans og var hefðbundnum aðferðum beitt við sýnatöku og ræktanir. Upplýsingum varð- andi sýkingar, aldur sjúklinga og kyn, lengd dvalar, grunnsjúkdóma, aðgerðir, vöktun, meðferð og afdrif var safnað jafnóðum af höf- undum (SM, LB). Sýkingar voru greindar jafnóðum, sam- kvæmt skilmerkjum Center for Disease Cont- rol, Atlanta, Georgia (6,7), þar sem stuðst er við klínísk merki og einkenni sýkinga, sýkla- ræktun, myndgreiningar og aðrar rannsóknir. Þannig var lungnabólga greind ef sjúklingur hafði graftarkenndan uppgang og breytingar á lungnamynd sem samræmdust greiningunni auk þess sem stuðst var við hefðbundin klínísk einkenni. Sýklar sem ræktuðust í miklu magni og sáust einnig við smásjárskoðun voru álitnir orsök lungnabólgu. Ekki var krafist jákvæðra ræktana ef önnur einkenni bentu sterklega til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.