Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 84

Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 84
64 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 lengur sem sjúklingar lágu á gjörgæsludeildinni þeim mun hærra varð hlutfall þeirra sem sýkt- ust. í sjúkralegum sem voru skemmri en ein vika (n=108), greindust sýkingar hjá 18% (mynd 2), hjá 59% sem lágu í eina til tvær vikur (n=22), hjá 64% sem lágu í tvær til þrjár vikur (n=ll) og hjá 100% sem lágu lengur en þrjár vikur (n=9) (p=0,0001). Af þeim sem sýktust og lágu skemur en tvær vikur fengu 88% (28/ 32) einungis eina sýkingu, en aðeins 19% (3/16) þeirra sem lágu í tvær vikur eða lengur (p=0,0001). Meðaltal APACHE-II stuðuls við komu var 23,4 (6-52). Meðaltal stuðuls þeirra sem létust á deildinni var 28,2 en þeirra sem lifðu 22,4 (p=0,0003). Þeir sem sýktust á deildinni höfðu að meðaltali 25,2 (13-52) en ósýktir 22,6 (6- 43) á APACHE-II (p=0,05). TISS stuðull fyrsta sólarhringinn var að meðaltali 37,3 (6-73). Meðaltal hjá þeim sem létust var 38,0 en þeirra sem lifðu 37,1 (p=0,8). Sjúklingar af hjartaskurðdeild, sem var stærsti einstaki sjúklingahópurinn (n=56), höfðu að meðaltali hærra TISS skor en sjúklingar ann- arra deilda, 48,2 á móti 30,6 (p<0,0001), en skáru sig ekki úr varðandi aðra. Við útreikning á stuðlunum var tveimur sjúklingum sleppt þar sem upplýsingar vantaði. Dánartíðni í rannsóknarhópnum var 16,7% (25/150), þar af 10,4% (5/48) hjá sýkta hópn- um, en 19,6% (20/102) hjá þeim ósýkta (p=0,24). Þeir úr sýkta hópnum sem létust á deildinni höfðu legið þar að jafnaði í 17,1 dag (5,4-38,9), en úr ósýkta hópnum í 4,9 daga (2,1-14,6) (p<0,001). Umræða Spítalasýkingar reyndust alltíðar á gjör- gæsludeildinni, en í 32% innlagna greindist ein eða fleiri sýking. Nýgengi sýkinga hjá sjúkling- um af handlækningadeildum reyndist 39%, af lyflækningadeildum 26% og af barnadeildum 18%, en þessi munur er ómarktækur. Fjöldi rannsókna hefur lýst aukinni áhættu gjörgæslu- deildarsjúklinga á sýkingu (1,2,4,5). Tíðni sýk- inga á gjörgæsludeildum er þó mjög breytileg og hafa birtar tölur úr fyrri athugunum legið á bilinu 1% á hjartagjörgæslu (8) til 36% á lungnagjörgæslu (5), en oftast hefur tíðni reynst á bilinu 25-40% (11). Það samrýmist þeim niðurstöðum sem hér birtast. Ennfremur reyndust 24% sjúklinga á gjörgæsludeild Borg- arspítalans hafa sýkst á gjörgæsludeildinni, samkvæmt athugun sem Alma Möller og sam- starfsmenn gerðu þar á árunum 1991-1992 (12). Samanburður milli einstakra gjörgæslu- deilda er erfiður, meðal annars vegna mismun- andi sjúklingahópa á hinum ýmsu deildum, margháttaðra orsaka spítalasýkinga og afleið- inga þeirra er geta haft áhrif á mat á vægi þeirra breyta sem kannaðar eru (13). Niðurstöður þessarar athugunar eru þó líklega lýsandi fyrir minni, blandaðar gjörgæsludeildir. Ekki verð- ur næg áhersla lögð á mikilvægi skráningar spítalasýkinga, bæði á gjörgæsludeildum og öðrum, sem hluta af innra gæðaeftirliti hverrar stofnunar. í samantekt á sýkingum á 196 gjörgæslu- deildum 79 sjúkrahúsa í Bandaríkjunum, þar sem notuð voru sömu skilmerki og hér er gert, var leitast við að gera raunhæfan samanburð á sýkingatíðni mismunandi gjörgæsludeilda, með því að nota annars vegar legudaga og hins vegar daga með æðaleggi/öndunarvélar/ þvag- leggi í nefnara við útreikning á tíðni tengdra sýkinga (11). Þannig greindust 9,2 (miðgildi) sýkingar á hverjar 100 innlagnir og 23,7 sýking- ar á hverja 1000 legudaga. Samsvarandi tíðni- tölur í okkar rannsókn voru 6,2 og 22. Miðgildi fyrir tíðni helstu sýkinga voru á bilinu 2,1-30,2 blóðsýkingar á 1000 æðaleggsdaga, 4,7-34,4 lungnabólgur á 1000 daga í öndunarvél og 5,8- 15.6 þvagfærasýkingar á 1000 þvagleggsdaga (11). Samsvarandi tölur í okkar rannsókn voru 12.7 blóðsýkingar, 27,4 lungnabólgur og 24,3 þvagfærasýkingar, það er hjá sjúklingum sem lágu lengur en 48 stundir á deildinni. Tölurnar eru því nokkuð sambærilegar, nema að þvag- færasýkingar eru algengari í þessari rannsókn. Hærri tíðni þvagfærasýkinga getur að minnsta kosti að hluta skýrst af því að sjúklingar sem dvöldu skemur en 48 stundir á deildinni voru undanskildir. I þessari athugun tengdust sýkingar mark- tækt lengri legutíma. Legutími sýktra á deild- inni var að meðaltali 3,6 sinnum lengri en þeirra ósýktu, en það er í samræmi við fyrri athuganir (14). Ekki greindust alvarlegar hópsýkingar á at- hugunartímabilinu. Þó fannst Xanthomonas (Stenotrophomonas) maltophilia í sýnum frá átta sjúklingum á stuttu tímabili, en olli ekki sýkingu nema hjá tveimur. Stöðugar skimunar- ræktanir frá mörgum líkamsstöðum, líkt og gert er í þessari rannsókn, ættu þó að vekja athygli á hópsýkingu tiltölulega fljótt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.