Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 85

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 85
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 65 Sýkingarstaðir voru svipaðir og í flestum fyrri rannsóknum (4,5,8,14,15). Mest bar á sýk- ingum í lungum, þvagfærum og blóðrás. Erfitt var að meta hvort einhverjar sýkingar voru vangreindar, en sem dæmi má benda á að skútabólgur í gjörgæslusjúklingum er örðugt að greina klínískt. Ennfremur var veirusýk- inga, til dæmis endurvakningar cýtómegaló- veiru, ekki leitað á kerfisbundinn hátt. Algengustu sýkingarvaldar voru Gram-nei- kvæðar stafbakteríur (41 stofn (47%), þar af 31 stofn Enterobacteriaceae (36%)) og voru þær um tvöfalt algengari en Gram-jákvæðir kokkar (23 stofnar (26%)). í nýlegri spænskri könnun frá 10 rúma gjörgæsludeild á háskólaspítala voru á sama hátt einungis 10% stofna úr hópi Grarn- jákvæðra kokka, 18% voru P. aerugin- osa og 30% Enterobacteriaceae (15). Hins veg- ar var jafnt vægi Gram-jákvæðra kokka og Gram-neikvæðra stafbaktería í nýlegri könnun af Borgarspítalanum (12). í þessari athugun komu ekki fram marktæk tengsl spítalasýkinga á gjörgæsludeild við aukna dánartíðni. Aðrar sambærilegar rann- sóknir hafa hinsvegar sýnt fylgni sýkinga við dánartíðni. Niðurstöður rannsóknar Bueno- Cavanillas og samstarfsmanna (15) var sú að 2,5 sinnum meiri líkur væru á dauða sýktra sjúklinga en ósýktra. Áhættan var meiri hjá yngri og minna veikum sjúklingum, þeim sem höfðu lungnasjúkdóma og þeim sem lágu leng- ur á deildinni. í nýlegri rannsókn frá Borgar- spítalanum (12) reyndist áhættuhlutfallið vera 2,1, en þar er um talsvert annan sjúklingahóp að ræða en í þessari rannsókn. Fagon og félag- ar leiddu að því rök að hærri dánartíðni hefði mjög líkleg tengsl við lungnabólgu, hugsanleg tengsl við blóðsýkingu en vafasöm tengsl við þvagfærasýkingu (16). Ekki er ljóst hvers vegna dánartíðnin hjá sýktum sjúklingum á gjörgæsludeild Landspítalans var ekki hærri en hjá ósýktum. Mögulega má skýra það með því að legutími sýktra sjúklinga var mun lengri en hjá þeim ósýktu, sem gæti bent til þess að veikustu sjúklingarnir hafi látist á deildinni áður en þeir náðu að sýkjast. í samantekt sýnir þessi rannsókn eins og flestar fyrri sambærilegar kannanir að tíðni sýkinga á gjörgæsludeild er veruleg, algeng- ustu sýkingarstaðir eru lungu, þvagfæri og blóðrás, helstu sýkingarvaldar eru Gram-nei- kvæðar stafbakteríur og legutími er lengri hjá hinum sýktu en hinum ósýktu. Ljóst er því að þörf er á virku forvarnarstarfi og baráttu gegn sýkingum á þessum vettvangi. Þakkir Við þökkum þeim fjölmörgu sem veitt hafa aðstoð sína, en sérstakar þakkir fá læknar rönt- gendeildar Landspítalans, starfsfólk gjörgæslu- deildar og meinatæknar á sýklafræðideild Landspítalans. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla íslands, Rannsóknanámssjóði og Vís- indasjóði Landspítalans. HEIMILDIR 1. DonowitzLG, Wenzel RP, Hoyt JW. High riskof hospi- tal-acquired infection in the ICU patient. Crit Care Med 1982; 10: 355-7. 2. Daschner F. Nosocomial infections in intensive care units. Int Care Med 1985; 11: 284-7. 3. Emmerson AM. The epidemiology of infections in in- tensive care units. Int Care Med 1990; 16/Suppl. 3:197- 200. 4. Craven DE, Kunches LM, Lichtenberg DA, Kollisch NR, Barry A, Heeren TC, McCabe WR. Nosocomial infection and fatality in medical and surgical intensive care unit patients. Arch Intern Med 1988; 148: 1161-8. 5. Thorp JM, Richards WC, Telfer ABM. A survey of infection in in an intensive care unit. Anaesthesia 1979; 34: 643-50. 6. Centers for Disease Control. Outline for surveillance and control of nosocomial infections. Atlanta, GA: CDC, 1972. 7. Garner JS, Jarvis WR, Emori TG, Horan TC, Hughes JM. CDC definitions for nosocomial infections, 1988. Am J Infect Control 1988; 16: 128^(0. 8. Brown RB, Hosmer D, Chen HC, Teres D, Sands M, Bradley S, et al. A comparison of infections in different ICUs within the same hospital. Crit Care Med 1985; 13: 472-6. 9. Knaus WA, Wagner DP, Draper EA, Zimmerman JE. APACHEII: A severity of disease classification system. Crit Care Med 1985; 13: 818-29. 10. Keene AR, Cullen DJ. Therapeutic Intervention Scor- ing System: Update 1983. Crit Care Med 1983; 11: 1-3. 11. Jarvis WR, Edwards JR, Culver DH, xx, yy. Nosoco- mial infection rates in adult and pediatric intensive care units in the United States. Am J Med 1991; 91/Suppl. 3B: 185S-91S. 12. Möller AD, Guðmundsson S, Gunnarsdóttir K, Jónsson ÓP. Sýkingar á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Lækna- blaðið 1996; 82; 46-52. 13. Freeman J, Goldman DA, McGowan JE Jr. Method- ological issues in hospital epidemiology. IV. Risk ratios, confounding, effect modification, and the analysis of multiple variables. Rev Infect Dis 1988; 10: 1118—41. 14. Daschner FD, Frey P, Wolff G, Baumann PC, Suter P. Nosocomial infections in intensive care wards: a multi- center prospective study. Int Care Med 1982; 8: 5-9. 15. Bueno-Cavanillas A, Delgado-Rodriguez M, Lópes- Luque A, Schaffino-Cano S, Gálvez-Vargas R. Influen- ce of nosocomial infection on mortality rate in an in- tensive care unit. Crit Care Med 1994; 22: 55-9. 16. Fagon J-Y, Novara A, Stephan F, Girou E, Safar M. Mortality attributable to nosocomial infections in the ICU. Infect Control Hosp Epidemiol 1994; 15: 428-34.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.