Læknablaðið - 15.01.1996, Page 93
(ómeprazól)
-áhrifaríkt íslenskt magalyf
-gegu bólgu
i vélinda
vegna bakflœðis.
-gegn magasári og
Zollinger-Ellison
heilkennum.
Lómex (ómeprazól)
Framleiðandi: Omega Farma ehf. Sýruhjúphylki; A 02 B C 01 R EI
INN 20 mg. Ábendingar: Sársjúkdómur í skeifugörn og maga. Bóli
heilkenni (syndrome). Æskilegt er að þessar greiningar séu staðfestar r.._r.„_0_____________0_________
vegna bakflæðis eða við síendurteknum sárum i maga eða skeifugörn: Ekki er mælt með notkun lyfsins lengur en i þrjú ár.
Frábendingar: Engar þekktar. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir eru frá meltingarvegi svo sem niðurgangur,
ógleði og hægðatregða; einnig hðfuðverkur. Algengar (>1%): Almennar: Höfuðverkur. Meltingarfæri: Niðurgangur,
ógleði. uppköst, hægðatregða. kviðverkir og aukin vindgangur. Sjaldgæfar(0,1-1%): Almennar: Svimi, syfja, þreyta.
Taugakerfi: Svefntruflanir, skyntruflanir. Húð: Útbrot, kláði. í stöku tilvikum hefur eftirfarandi verið lýst i tengslum við
ómeprazól meðferð, en orsakasamband er ekki sannað: Liðverkir, vöðvaþreyta, vöðvaverkir. Tímabundið rugl og
æsingur, þunglyndi og ofskynjanir. Munnþurrkur, bólga i munni, sveppasýking f munni. Breytingar á lifrarenzýmum,
encephalopathia hjá sjúklingum með lifrarbilun, lifrarbólga með eða án gulu. Stækkun á brjóstkirtlum. Fækkun á hvítum
blóðkornum og blóðflögum. Bjúgur. Þokusýn. Breytingar á bragðskyni. Aukið Ijósnæmi, erythema multiforme. hárlos.
Aukin svitamyndun. Hiti, berkjusamdráttur. Nýrnabólga. Milliverkanir: Ómeprazól getur minnkað umbrotshraða diazep-
ams, warfarins og fenýtóins í lifur. Fylgjast skal með sjúklingum, sem fá warfarín eða fenýtóín og getur verið nauðsynlegt
að minnka skammta. Eiturverkanir: Engar upplýsingar liggja fyrir um eiturverkanir í mönnum. Nákvæmar leiðbeiningar
um meðferð eru því ekki þekktar. Athugið: Ekki er ráðlegt að gefa lyfið á meðgöngutíma og við brjóstagjöf nema brýn
ástæða sé til. Skammtastærðir handa fullorðnum: Sýruhjúphylkin á að gleypa heil með a.m.k. 1/2 glasi af vatni. Tæma
má innihald hylkjanna í t.d. skeið og taka það þannig inn en þau má ekki tyggja. Gæta skal þess að geyma hylkin i
vandlega lokuðu glasi. Skeifugarnarsár: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag í 2 vikur. Hafi sárið ekki gróið, má halda
meðferð áfram í 2vikur í viðbót. Hjá sjúklingum, sem hafa ekki svarað annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á dag verið
gefin og sárið gróið, oftast innan 4 vikna. Magasár: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag í 4 vikur. Hafi sárið ekki gróið, má
halda meðferð áfram í 4 vikur til viðbótar. Hjá sjúklingum sem ekki hafa svarað annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á
dag verið gefið og sárið gróið, oftast innan 8 vikna. Bólga í vélinda vegna bakflæðis: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag i
4 vikur. Hafi bólgan ekki læknast, má halda meðferð áfram i 4 vikur til viðbótar. Hjá sjúklingum, sem hafa ekki svarað
annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á dag verið gefin og bólgan læknast, venjulega innan 8 vikna. Zollinger-Ellison
heilkenni (syndrome): Venjulegur skammtur er 60 mg einu sinni á dag. Finna þarf hæfilega skammta hverju sinni, en þeir
geta verið á bilinu 20-120 mg á dag. Fari dagsskammtur yfir 80 mg þarf að skipta honum í tvær lyfjagjafir. Langtímameð-
ferð vegna bakflæðis í vélinda eða vegna siendurtekins sársjúkdóms í maga eða skeifugörn: Venjulegur skammtur er 20
mg einu sinni á dag. Ef einkenni versna má auka skammtinn í 40 mg einu sinni á dag. Skammtastæröir handa börnum:
Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum.
Pakkningar og verð 1. sept. 1995:
Sýruhjúpshylki 20mg:14stk. — 3953 kr.;28stk. — 7546kr.;56stk. — 13984 kr.;100stk. — 23494 kr.