Læknablaðið - 15.01.1996, Side 96
74
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Víiccine
RPS
Fig. 1. Relative Percent Survival (RPS) of Atlantic salmon
challenged with Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes
12 weeks post vaccination with the following vaccines: Num-
ber 1-5, autogenous vaccines produced by three different
commercial vaccine producers; K, an experimental vaccine
produced at our laboratory.
Cumulative mortality %
Days after introduction of cohabitants
Fig. 2. The vaccinated fish was injected with an autogenous
mineral oil adjuvanted bacterin of Aeromonas salmonicida
ssp. achromogenes produced by ALPHARMA, USA. Chal-
lenge was performed using a cohabitant model where the fish
was infected with Aeromonas salmonicida ssp. salmonicida,
strain 119/95. The number in each group was 100 fish with an
average weight ofll5 g. Thefish was reared infresh water with
a temperature of 12°C. Relative Percent Survival (RPS) of
vaccinated fish was estimated 58%.
stofnum undirtegundanna achromogenes og
salmonicida (5-7).
Fjórir mótefnavakar undirtegundarinnar
achromogenes hafa verið greindir og athugaðir
með tilliti til virkni og ónæmissvars í laxi (8-
13). Sýnt hefur verið fram á að einn mótefna-
vakinn vekur ónæmissvar í laxi sem veitir vörn
gegn sýkingu. Hins vegar voru mótefni gegn
öðrum meinvirkum þætti ekki virk í að hemja
sýkingu (14). Einn mótefnavakinn, málmháð-
ur prótínkljúfur, AsaPl, er ný genaafurð.
Hann hefur kollagenasa virkni sem hugsanlega
nýtist í lífefnaiðnaði og veldur mítógenískri
örvun á eitilfrumum úr laxi. Mítógenískum
áhrifum bakteríuprótínkljúfs á fiskafrumur
hefur ekki áður verið lýst (15,16).
Ræktunaraðferðir til framleiðslu og hreins-
unar einstakra mótefnavaka í miklu magni
hafa verið þróaðar. Mótefni gegn ýmsum mót-
efnavökum bakteríunnar, sem eru mikilvæg
tæki við rannsóknir á sjúkdómum og sjúk-
dómavörnum, hafa verið framleidd.
Athyglisverðar niðurstöður hafa fengist við
mælingar á mótefnasvari hjá náttúrulega sýkt-
um laxi, sem benda til þess að ósérvirk örvun
mótefnaframleiðslu, sennilega af völdum bakt-
eríunnar, geti átt þátt í að bæla sérvirkt ónæm-
issvar í laxi (17,18).
Unnið er að því að greina og klóna gen
málmháða prótínkljúfsins, AsaPl, sem er aðal-
eitur undirtegundarinnar achromogenes.
Þróuð var afkastamikil aðferð til framleiðslu
utanfrumuafurða undirtegundarinnar achrom-
ogenes með hátt innihald prótínkljúfa. Notað-
ur var ræktunartankur (fermenter) við fram-
leiðsluna. Aðferðin er nýtt við framleiðslu pró-
tínkljúfa fyrir rannsóknirnar. Einnig var þróuð
afkastamikil aðferð til framleiðslu tilrauna-
bóluefnis, sem veitir góða vörn gegn kýlaveiki-
bróður í tilraunasýkingum.
Við athuganir á áhrifum mótefnavaka á
hvítfrumur í rækt var þróuð aðferð til að mæla
örvun hvítfrumna úr nýra með vækjum
bakteríunnar. Bæði vessabundið svar með sér-
tækni fyrir vækjum bakteríunnar og örvun hvít-
frumna greindist í bólusettum fiski. Nokkuð
góð samsvörun var á milli ónæmisvarnar og
ónæmissvörunar (19).
Erlendum bóluefnisframleiðendum voru
sendir íslenskir stofnar undirtegundarinnar
achromogenes sem þeir notuðu til að sérlaga
bóluefni (autogenous vaccines). Alls var mæld
virkni fimm bóluefna gegn kýlaveikibróður og
var tilraunabóluefni Keldna notað sem jákvæð
viðmiðun við mælingarnar (mynd 1). Eitt bólu-
efnanna framleitt af ALPHARMA í Banda-
ríkjunum, veitti besta vörn. Yfirdýralæknir
veitti leyfi fyrir notkun þess í öllum eldisstöðv-
um landsins (20). í samvinnu við Keldur hóf
ALPHARMA framleiðslu bóluefnisins en síð-
an fékk fyrirtækið Pharmaco hf. söluumboðið.
íslendingar urðu árið 1992 fyrstir þjóða til að