Læknablaðið - 15.01.1996, Side 98
76
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
ekki þær sömu og hafa greinst frá heitari svæð-
um. Með hefðbundnum greiningarprófum og
rafdráttarsvipfari hefur bakteríunum verið
skipt í fjóra hópa (phenon) (31).
A almennum markaði eru til bóluefni gegn
Vibrio anguillarum og V. salmonicida sem víða
eru notuð með góðum árangri. Báðar þessar
tegundir hafa greinst hér í sjúkum fiski, en
notkun sýklalyfja og bólusetning komið í veg
fyrir viðvarandi vandamál. Fyrirtækið AL-
PHARMA hefur sérlagað bóluefni gegn
tveimur Vibrio tegundum sem hér hafa valdið
þrálátum sýkingum í nokkrum eldisstöðvum,
einnig hefur sama fyrirtæki framleitt bóluefni
sem inniheldur kýlaveikibróðurbakteríur auk
þessara tveggja Vibrio stofna. Reynsla af bólu-
efnunum er góð og sýklalyfjagjöf er nú orðin
nær óþörf í íslensku fiskeldi.
Rauðmunnaveiki
Rauðmunnaveiki af völdum bakteríunnar
Yersinia ruckeri hefur aðeins einu sinni fundist
og var það í sjúkum laxi í strandeldisstöð sum-
arið 1990. Ekki er ljóst hvernig fiskurinn smit-
aðist. Víða erlendis hefur þessi sjúkdómur
valdið töluverðum vandamálum í fiskeldi,
bæði í fersku og söltu vatni, en nú eru til góð
bóluefni til varnar sjúkdómnum.
Lokaorð
Rannsóknir á bakteríusjúkdómum í fiski eru
fyrir margra hluta sakir áhugavert fræðasvið.
Fræðigreinin er enn tiltölulega ung og mörgum
spurningum ósvarað. Samfara auknu fiskeldi,
hafa vandamál vegna sýkinga aukist og áður
óþekktir sjúkdómar orðið sýnilegir. Þörfin
fyrir skjóta og örugga sjúkdómsgreiningu,
betri sjúkdómsvarnir og markvissari með-
höndlun hefur gert auknar rannsóknir nauð-
synlegar. í því sambandi er þekking á samspili
ónæmiskerfis fiska og sýkils mikilvæg undir-
staða. Slæmt ástand margra villtra fiskistofna
hefur leitt til spurninga um hugsanlegar
ástæður. Tengsl mengunar og sjúkdóma og
áhrif sjúkdóma á stofnstærðir eru atriði, sem
rannsóknir beinast nú að í auknum mæli. Sú
þekking og aðstaða, sem byggst hefur upp á
Keldum í áranna rás varðandi dýrasjúkdóma
og ónæmisfræði, hefur stutt við rannsóknir á
fisksjúkdómum. Bygging sérstaklega hönnuð
fyrir líffræðirannsóknir á fiski var tekin í notk-
un á Keldum árið 1992 og var það stórt fram-
faraskref.
Þakkir
Eftirtöldum styrktaraðilum rannsóknar-
verkefna er þakkaður stuðningur: Rannsókn-
arráði ríkisins, Vísindasjóði íslands, Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins, Rannsóknasjóði
HÍ, ESB-vísindaáætlun um landbúnað og sjáv-
arútveg (3. rammaáætlun), NorFa (Nordisk
Forskeruddannelses-akademi), Yfirdýralækn-
isembættinu, Pharmaco hf, Silungi hf og
Sveinseyrarlaxi hf.
HEIMILDIR
1. Austin B, Austin DA. Aeromonadaceae representatives
(Aeromonas salmonicida). In: Bacterial Fish Pathogens:
Diseases in Farmed and Wild Fish, 2nd ed. Sussex: Ellis
Horwood, 1993: 86-170.
2. King CH, Shotts EB. Enhancement of Edwardsiella tar-
da and Aeromonas salmonicida through ingestion by
ciliated protozoan Tetrahymena pyriformis. FEMS Mi-
crobiology Letters 1991; 84: 103-6.
3. The National Veterinary Institute Oslo (VESO). Gene-
relt om vaksination av fisk. Vaksinekatalogen 1993: 11.
4. Guðmundsdóttir BK, Magnadóttir B, Jónsdóttir H,
Guðmundsdóttir S, Helgason S, Jónsson G. Atypical
furunculosis in Icelandic aquaculture. In: Book of ab-
stracts of the European Association of Fish Pathologists,
7th International conference „Diseases of fish and shell-
fish“, Palma, 1995. Spain, 1995. (Abstr. 0-20).
5. Gudmundsdóttir BK, Hastings TS, Ellis AE. Isolation
of a new toxic protease from a strain of Aeromonas
salmonicida subspecies achromogenes. Dis Aquatic Or-
ganisms 1990; 9: 199-208.
6. Lee KK, Eliis AE. Glycerophospholipid:cholestrol acyl-
transferase complexed with LPS is a major lethal exotox-
in and cytolysin of Aeromonas salmonicida : LPS stabil-
ises and enhances the toxicity of the enzyme. J Bacteriol
1990; 172: 5382-93.
7. Ellis AE. An appraisal of the extracellular toxins of
Aeromonas salmonicida spp. salmonicida. J Fish Dis
1991; 14: 265-77.
8. Laxdal B. A histopathological comparison of Aeromo-
nas salmonicida subsp. achromogenes infection in Atlan-
tic salmon (Salmo salar L.) with its ECP and proteolytic
fraction. University of Stirling, 1990: (Meistaraprófs-
ritgerð: M. Sc. Thesis.)
9. Jósefsson S. Rannsóknir á sýkingarþáttum bakteríunnar
Aeromonas salmonicida, undirteg. achromogenes.
Reykjavík: Háskóli íslands, 1990: (Prófritgerð fram-
haldsnáms í h'ffræði við líffræðiskor raunvísindadeildar.)
10. Guðmundsdóttir BK, Laxdal B, Tapaninaho S, Bjarna-
son JB. Extracellular virulence factors of an atypical
Aeromonas salmonicida strain. In: Program and Ab-
stracts of Bacterial Diseases of Fish, a Science in Aqua-
culture, International Biennial Conference, Stirling
UK, 1990. UK: University of Stirling, 1990: 46. (Abstr.
6.)
11. Magnadóttir B. Purification of immunoglobulin from
the serum of Atlantic salmon (Salmo salar L.j. Búvísindi
1990; 4: 49-54.
12. Guðmundsdóttir S. Þróun aðferða til að meta ónæmis-
svarílaxi. Háskóli fslands, 1995. (Meistaraprófsritgerð:
MS nám í heilbrigðisvísindum við læknadeild HÍ.)
13. Guðmundsdóttir S, Magnadóttir B, Guðmundsdóttir B.
Humoral antibody response and leukocyte proliferation
in Atlantic salmon (Salmo salar L.) vaccinated against
atypical furunculosis caused by Aeromonas salmonicida