Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 100

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 100
78 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Læknafélag íslands með í Evrópusamtökum læknafélaga, Comité Permanent Læknafélag íslands sótti árið 1994 um aðild að Evrópusam- tökum læknafélaga CP. Pátt- taka LÍ var samþykkt á fundi CP í Aþenu í aprfl 1995, en sam- tökin eru 1995-1998 undir stjórn gríska læknafélagsins, og fundir haldnir í Grikklandi. Aðalstarf CP fer fram í fjór- um fastanefndum og einni ad hoc nefnd, sem hefur unnið mikið starf undir stjórn Breta. Læknafélög hinna Norðurland- anna taka virkan þátt í fundum CP og starfi nefndanna. CP fundar þrisvar á ári. I upphafi fundarins var LÍ formlega boðið velkomið og þakkaði undirritaður með stuttri tölu. Helstu mál fundar- ins voru skipulagsmál og fjár- mál samtakanna, umræður urðu um helstu og bestu leiðir til sem mestra áhrifa í Brussel, nefndir kynntu störf sín og fleira. Greinilegur munur er á fundarsköpum norður- og suð- ur Evrópubúa, og var vart hægt að dást að fundarstjórn Grikkja. Endaði það með því að breska sendinefndin gekk af fundi. Almennur vilji virðist fyrir því að færa starfsemina og fundi í auknum mæli að aðal- skrifstofu CP í Brussel en fækka fundum í landi því sem hefur forsæti í CP hverju sinni. Mikilvægt er fyrir LÍ að fylgj- ast með málum í Evrópu og er CP helsti vettvangurinn til þess. Þátttaka íslands í EES hefur þegar leitt til reglugerðasetn- inga á Islandi, sem snerta ís- lenska lækna beint. Einnig fer mikilvæg umræða fram um menntunarmál, atvinnumál, heilbrigðismál frá ýmsum sjón- arhólum og fleira. Stefna LÍ er að taka þátt í starfi CP á þann hátt, að funda- sókn verði í lágmarki, í mesta lagi einn fundur á ári og þá aðal- fundinn (plenary assembly). LÍ mun leitast við að kynna félags- mönnum það helsta sem berst frá CP og senda samþykktir CP til þeirra nefnda eða sérgreina- félaga, sem talin eru tengjast mest hverju máli. Það er skoðun stjórnar LI, að mikilvægt sé að fylgjast vel með í samstarfi læknafélaga í Evrópu og að það samstarf sé bæði já- kvætt og nauðsynlegt. Sveinn Magnússon varaformaður LÍ Lífeyrisframlag sjálfstætt starfandi lækna Samkvæmt úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 17. októ- ber síðastliðnum teljast eigin líf- eyriskaup sjálfstætt starfandi manna frádráttarbær rekstrar- gjöld, enda sé lífeyrissjóðurinn, sem greitt er til, löglega skráð- ur. Hingað til hefur verið fylgt þeirri skattareglu, sem Ríkis- skattanefnd markaði með úr- skurði fyrir nokkrum árum, að 6% mótframlag sjálfstætt starf- andi manns í lífeyrissjóð væri ekki frádráttarbært sem rekstr- argjöld. Þeir, sjálfstætt starf- andi læknar, sem hafa á undan- förnum árum greitt í lífeyris- sjóð, en ekki gjaldfært framlagið eða gjaldfærslan verið strikuð út af skattstjóra, eiga nú væntanlega kröfu á að álagning fyrri ára verði tekin til endurskoðunar. Gera þarf um þetta kröfu til ríkisskattstjóra og kröfunni þurfa að fylgja stað- fest gögn um fjárhæðir og greiðslu í lífeyrissjóð. í dómin- um var miðað við 6% af reikn- uðu endurgjaldi en í öðrum dómum er að sjá að hámarks- frádráttur þurfi ekki að miðast við 6% af launum. Rétt er að taka fram, að úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur hefur, að svo stöddu, ekki verið áfrýjað. Sigurður Heiðar Steindórsson/ Stoð — endurskoðun hf. Páll Þórðarson/ Læknafélag íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.