Læknablaðið - 15.01.1996, Page 100
78
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Umræða og fréttir
Læknafélag íslands með í
Evrópusamtökum læknafélaga, Comité
Permanent
Læknafélag íslands sótti árið
1994 um aðild að Evrópusam-
tökum læknafélaga CP. Pátt-
taka LÍ var samþykkt á fundi
CP í Aþenu í aprfl 1995, en sam-
tökin eru 1995-1998 undir stjórn
gríska læknafélagsins, og fundir
haldnir í Grikklandi.
Aðalstarf CP fer fram í fjór-
um fastanefndum og einni ad
hoc nefnd, sem hefur unnið
mikið starf undir stjórn Breta.
Læknafélög hinna Norðurland-
anna taka virkan þátt í fundum
CP og starfi nefndanna. CP
fundar þrisvar á ári.
I upphafi fundarins var LÍ
formlega boðið velkomið og
þakkaði undirritaður með
stuttri tölu. Helstu mál fundar-
ins voru skipulagsmál og fjár-
mál samtakanna, umræður
urðu um helstu og bestu leiðir til
sem mestra áhrifa í Brussel,
nefndir kynntu störf sín og
fleira. Greinilegur munur er á
fundarsköpum norður- og suð-
ur Evrópubúa, og var vart hægt
að dást að fundarstjórn
Grikkja. Endaði það með því að
breska sendinefndin gekk af
fundi. Almennur vilji virðist
fyrir því að færa starfsemina og
fundi í auknum mæli að aðal-
skrifstofu CP í Brussel en fækka
fundum í landi því sem hefur
forsæti í CP hverju sinni.
Mikilvægt er fyrir LÍ að fylgj-
ast með málum í Evrópu og er
CP helsti vettvangurinn til þess.
Þátttaka íslands í EES hefur
þegar leitt til reglugerðasetn-
inga á Islandi, sem snerta ís-
lenska lækna beint. Einnig fer
mikilvæg umræða fram um
menntunarmál, atvinnumál,
heilbrigðismál frá ýmsum sjón-
arhólum og fleira.
Stefna LÍ er að taka þátt í
starfi CP á þann hátt, að funda-
sókn verði í lágmarki, í mesta
lagi einn fundur á ári og þá aðal-
fundinn (plenary assembly). LÍ
mun leitast við að kynna félags-
mönnum það helsta sem berst
frá CP og senda samþykktir CP
til þeirra nefnda eða sérgreina-
félaga, sem talin eru tengjast
mest hverju máli.
Það er skoðun stjórnar LI, að
mikilvægt sé að fylgjast vel með
í samstarfi læknafélaga í Evrópu
og að það samstarf sé bæði já-
kvætt og nauðsynlegt.
Sveinn Magnússon
varaformaður LÍ
Lífeyrisframlag sjálfstætt starfandi lækna
Samkvæmt úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur frá 17. októ-
ber síðastliðnum teljast eigin líf-
eyriskaup sjálfstætt starfandi
manna frádráttarbær rekstrar-
gjöld, enda sé lífeyrissjóðurinn,
sem greitt er til, löglega skráð-
ur. Hingað til hefur verið fylgt
þeirri skattareglu, sem Ríkis-
skattanefnd markaði með úr-
skurði fyrir nokkrum árum, að
6% mótframlag sjálfstætt starf-
andi manns í lífeyrissjóð væri
ekki frádráttarbært sem rekstr-
argjöld. Þeir, sjálfstætt starf-
andi læknar, sem hafa á undan-
förnum árum greitt í lífeyris-
sjóð, en ekki gjaldfært
framlagið eða gjaldfærslan
verið strikuð út af skattstjóra,
eiga nú væntanlega kröfu á að
álagning fyrri ára verði tekin til
endurskoðunar. Gera þarf um
þetta kröfu til ríkisskattstjóra
og kröfunni þurfa að fylgja stað-
fest gögn um fjárhæðir og
greiðslu í lífeyrissjóð. í dómin-
um var miðað við 6% af reikn-
uðu endurgjaldi en í öðrum
dómum er að sjá að hámarks-
frádráttur þurfi ekki að miðast
við 6% af launum. Rétt er að
taka fram, að úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur hefur, að svo
stöddu, ekki verið áfrýjað.
Sigurður Heiðar Steindórsson/
Stoð — endurskoðun hf.
Páll Þórðarson/
Læknafélag íslands