Læknablaðið - 15.01.1996, Page 107
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
83
Fréttatilkynning
Meint lögbrot landlæknis
Hormóna-
lykkja
Framvegis mun tryggingayf-
irlæknir aðeins samþykkja út-
gáfu lyfjaskírteinis fyrir horm-
ónalykkjuna Levonova (ATC
G 03 A C 03) að það sé eina
leiðin til að komast hjá leg-
brottnámi vegna sturtblæðinga
(menometrorhagia m. gr.)
Það skal sérstaklega tekið
fram, að það, að kona geti ekki
notað annars konar lykkju sem
getnaðarvörn, gefur ekki tilefni
til útgáfu lyfjaskírteinis.
Lyfjakort
- breyting
í reglugerð nr. 327 frá 1. júní
1995, samkvæmt lögum um al-
mannatryggingar nr. 117/1993,
eru gerðar undantekningar á
reglu þeirri að ávísað magn á
hverri lyfjaávísun skuli miðað
við mest 100 daga notkun. Þess-
ar undantekningar lúta að því,
að einungis skal miða við mest
30 daga notkun.
Meðal þeirra lyfja, sem um er
að ræða, eru tvíhringlaga af-
brigði geðdeyfðarlyfja (ATC N
06 AB).
Tryggingastofnun ríkisins er
heimilt að gefa út skírteini, sem
heimila að lyfjaávísun sé miðuð
við 100 daga notkun „fyrir þá
sjúklinga, sem sýnt er fram á, að
nauðsynlega þurfi að nota lyfin
að staðaldri“.
Ákveðið hefur verið að hætta
að beita þesari heimild varðandi
ofangreind lyf frá og með 1.
febrúar næstkomandi. Þegar út-
gefin kort halda gildi sínu þar til
þau renna út.
Viðkomandi er bent á reglu-
gerð nr. 231 frá 10. júní 1993 um
endurgreiðslu vegna læknis- og/
eða lyfjakostnaðar.
í tilefni af fréttaflutningi fjöl-
miðla undanfarna daga vegna
opinberrar rannsóknar á
meintu lögbroti landlæknis, það
er að hann hafi haft milligöngu
um ólöglega fóstureyðingu, vill
nefnd, sem skipuð er af heil-
brigðisráðherra samkvæmt 28.
gr. 1. nr. 25/1975 um fóstureyð-
ingar og ófrjósemisaðgerðir,
taka eftirfarandi fram:
1. Fyrirréttumtveimurmánuð-
um lagði nefndin fram kæru
fyrir ríkissaksóknara á hend-
ur landlækni vegna meintra
alvarlegra brota á fóstureyð-
ingarlöggjöf og almennum
hegningarlögum. Var það
jafnframt gert að höfðu fullu
samráði við heilbrigðisráðu-
neyti. Ríkissaksóknari fól
síðan Rannsóknarlögreglu
ríkisins rannsókn málsins,
sem rannsakar nú kæruefnið
sem hvert annað meint lög-
brot, eftir því sem nefndinni
er best kunnugt.
2. Af hálfu nefndarinnar er
ekki um „valdabaráttu" að
ræða, eins og skilja mætti af
yfirlýsingum landlæknis í
fjölmiðlum, þótt hins vegar
megi vera að þær aðgerðir
landlæknis, er leiddu til kær-
unnar, hafi einkennst af þess
háttar afstöðu hans sjálfs
gagnvart nefndinni og starfi
hennar.
3. Fóstureyðingarnefnd starfar
á grundvelli laga nr. 25/1975
eins og fyrr greinir. Fjalla
þau lög um viðkvæmt og
vandmeðfarið réttarsvið, og
er það meðal annars eitt af
hlutverkum nefndarinnar
samkvæmt lögunum að sjá til
þess að þeim sé framfylgt í
hvívetna. Berist nefndinni
vitneskja um brot á lögunum
hlýtur hún að bregðast við
því samkvæmt starfsskyldum
sínum. Fóstureyðingarlög-
gjöfin fjallar ekki einvörð-
ungu um rétt kvenna til fóst-
ureyðingar, heldur er það
jafnframt tilgangur laganna
að vernda líf. Brot á lögun-
um eru því alvarlegs eðlis og
viðbrögð nefndarinnar við
þeim eiga ekkert skylt við
valdabaráttu af nefndarinn-
ar hálfu.
Að öðru leyti en að framan
greinir mun nefndin ekki tjá sig
frekar um mál þetta á opinber-
um vettvangi.
Reykjavík, 22. nóvember 1995
Benedikt Sveinsson
Sigríður Ólafsdóttir
Kristín Kristmundsdóttir
Sjá: Ólafur Ólafsson, land-
læknir. Fréttatilkynning:
Kæra „fóstureyðingarnefnd-
ar“ Læknablaðið 1995; 81:
887.