Læknablaðið - 15.01.1996, Page 110
86
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
um tilhlýðileg efni og tilfelli.
Þróa skal aðferðalýsingar til
að tryggja að vanhæfni hjá ein-
staklingum og í heildarstarf-
seminni sé dregin fram í dags-
ljósið og beint á rétta braut.
Nafnlaus skráning á sérstökum
óvæntum tilvikum er mikilvæg í
þessu tilliti. Trúnaðarmál sem
fjalla um slík efni, skulu gæta
fyllstu löglegu varðveislu, ef
þau gera það ekki nú þegar.
6. Viimuálag: Nægjanlegan
fjölda vel menntaðra og þjálf-
aðra sérfræðinga í svæfinga-
læknisfræði þarf til þess að
starfa megi samkvæmt háum
gæðastöðlum. Áríðandi er að
gefa einstaklingum tíma og
tækifæri til framhaldsmenntun-
ar, stjórnunar, rannsókna og
kennslu.
7. Starfslið: Svæfingalæknir
verður að sinna sérhverjum
sjúklingi og vera viðstaddur
hverja svæfingu (almenna svæf-
ingu, staðdeyfingu eða vöktun
eftir gjöf slævandi lyfja), og á að
bera ábyrgð á flutningi sjúklings
á vöknun og umskiptum umsjár
í hendur hæfs starfsliðs. Svæf-
ingalæknir á að bera ábyrgð á
heildarumsjá á sjúklingi á vökn-
un og á að vera aðgengilegur til
ráðuneytis uns sjúklingur hefur
jafnað sig nægjanlega. Svæf-
ingalæknir á að tryggja það, ef
hann þarf að framselja sjúkling í
hendur annars til beinnar um-
önnunar, hvort heldur fyrir, í
eða eftir svæfingar eða deyfing-
ar, að viðkomandi sem tekur á
sig þá ábyrgð, þekki til sjúk-
lingsins, svæfingarinnar eða
deyfingarinnar, og þá aðeins ef
sá býr yfir tilhlýðilegri þekkingu
og þjálfun.
Þar sem ekki er hægt að starfa
eftir áðurnefndum stöðlum og
skurðlæknir eða einhver annar
tekur á sig ábyrgð á svæfingu
eða deyfingu, er eindregið mælt
með því að slík störf og tilfelli
séu endurskoðuð og metin af og
til af fullgildum svæfingalækni.
8. Aðbúnaður og tœki: Við-
hlítandi tæki, bæði að gæðum og
fjölda, svo og aðrar aðstæður,
aðbúnaður og rými, eiga að
vera til staðar, hvar sem starfað
er við svæfingar, deyfingar eða
vöknun. I viðauka B er listi um
viðbúnað, og í hvaða röð ætti að
bæta við tækjum eftir því sem
efnahagur og ástæður leyfa.
Eindregið er mælt með því að
svæfingatæki standist þær kröf-
ur sem gilda innanlands og á al-
þjóðavísu.
Hvatt er til þess að framfylgt
sé með formlegri staðfestingu
viðurkenningu á hæfni einstak-
lings til að nota sérhæfðan
tækjabúnað.
Umsjá og vöktun við
svæfíngar og deyfingar
Samfelld viðvera árvakins
svæfingalæknis aðgerðartím-
ann, þar með vöktun á svæf-
ingakerfum sem og á sjúklingi,
er mikilvægasti þátturinn í allri
umsjá við svæfingar og deyfing-
ar.
Umsjá fyrir svæfingar og deyf-
ingar
Svæfingalæknir verður að
meta sjúkling áður en að inn-
leiðslu svæfingar kemur. Svæf-
ingalæknir verður að tryggja að
öll nauðsynleg tæki séu virk
áður en til innleiðslu svæfingar
kemur. Hvatt er til þess að að-
ferðalýsingar séu þróaðar til að
tryggja slíkt.
Þá á svæfingalæknir að
tryggja að til staðar sé starfslið
til aðstoðar og að það hafi hlotið
þjálfun eða sé hæft til að takast á
við nauðsynlegustu verkefni.
Vöktun við svæfingar og deyf-
ingar
A. Súrefnisbúskapur:
1. Súrefnisaðföng. Eindregið
er mælt með viðbótarsúrefnis-
gjöf til allra sjúklinga sem fara í
almenna svæfingu.
Svæfingalæknir á að tryggja
að súrefnisforði sé nægur og allt
súrefnisgjafakerfið sé virkt.
Þegar glaðloft eða önnur inn-
öndunarsvæfingalyf eru notuð á
að staðfesta þéttni súrefnis í
innöndunarlofti, að minnsta
kosti í byrjun hverrar svæfingar.
Eindregið er þó mælt með vökt-
un á innöndunarþéttni súrefnis í
allri svæfingunni með tæki sem
hefur viðvörunarkerfi er greinir
lága þéttni súrefnis. Eindregið
er mælt með viðvörunarkerfi á
súrefnisaðföngum og útbúnaði
til varnar því að hægt sé að gefa
loft með of lágri súrefnisþéttni.
Nota á útbúnað sem hindrar
að mögulegt sé að tengja loft-
tegundir á annan hátt en til er
ætlast.
2. Súrefnisbúskapur sjúk-
lings. Súrefnisástand vefja á að
vakta eftir ástæðum með því að
athuga litarhátt sjúklings. Eftir
aðstæðum á að tryggja nægjan-
lega góða lýsingu ásamt aðgengi
að sjúklingi, nema aðrir viðeig-
andi vaktarar séu notaðir.
Eindregið er mælt með sam-
felldri vöktun á súrefnisástandi
með púls-súrefnismettunar-
mælum.
II. Loftvegir og öndun:
Samfellda vöktun á loftveg-
um og öndun með sjón og heyrn
á að viðhafa eftir aðstæðum.
Þegar öndunarkerfi eru not-
uð á að fylgjast með hreyfingum
á öndunarbelg. Eindregið er
mælt með samfelldri vöktun á
öndunarhljóðum með hlustun-
artæki á brjóst, yfir barka eða í
vélinda.
Eindregið er mælt með sam-
felldum mælingum á þéttni og
kúrfum koltvísýrings sem stað-
festingu á réttri staðsetningu á
barkarennu og fullvissu um full-
nægjandi öndun.
Þegar öndunarvélar eru not-
aðar á að nota aftengisviðvör-
unarkerfi allan tímann. Mælt er
með samfelldum mælingum á
innöndunar- og útöndunarloft-
rúmmálum.