Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 114

Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 114
90 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hannes Finnbogason Hrap í Króksbjargi 1961 Það sem gerir mér daginn 1. júní 1961 eftirminnanlegan hófst með símtali skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis. Hringt var frá Króksseli á Skaga. Sagt var að 12 ára drengur, sem var þar í sumardvöl og sendur með bréf í póstkassann við þjóðveg- inn á Króksbjargi hefði sést of- an af bjargsbrúninni, liggjandi niðri í stórgrýttri fjörunni 50 metrum neðar. Það fylgdi sög- unni að þeim, sem kom auga á hann, sýndist að drengurinn hefði hreyft annan fótinn. Við skiptum með okkur verk- um, ég og Þór Halldórsson, sem var aðstoðarlæknir minn þetta sumar. Hann sótti slysatöskuna sem geymdi umbúðir og lyf til skyndihjálpar, en ég losaði aft- ursætið úr Willis station bílnum, sem hafði dugað mér vel til sjúkraflutninga fimm ár í Pat- reksfjarðarhéraði, áður en ég fluttist til Blönduóss. Sjúkra- karfa sett inn í staðinn og svo haldið af stað í skyndi. Sam- kvæmt símtalinu frá Króksseli skyldum við halda rakleiðis að Kálfshamarsvík. Þar myndi bíða okkar mannaður bátur til þess að komast undir bjargið þar sem drengurinn lá. Kálfs- hamarsvíkin var kunn útróðrar- stöð á Skaga 40 km frá ósum Blöndu, norðan við Króksbj- arg, en drengurinn hrapaði Erindi flutt á morgunfundi öldungadeild- ar LÍ14. október 1995 Höfundur er fyrrverandi skurðlæknir á handlækningadeild' Landspítala. skammt sunnan við Fossá sem steypist fram af bjarginu í tign- arlegum fossi miðja vegu á milli Króks og Kálfshamarsvíkur, sem eru um 10 km og hvergi kleift. Vilhjálmur frá Skáholti notar nafnið í eínu kvæða sinna, en það byrjar svo: „Eg átti kær- ustu í Kálfshamarsvík, með kolsvart og liðað hár.“ Allt stóðst sem sagt var á Skaga þennan bjarta og heita júnídag. Fimm þögulir menn biðu við fjórróinn bát í fjörunni í Kálfshamarsvík, fjórir undir ár- um og einn við stýri. Þeir kunnu áralagið þessir bændur á Skaga og lögðust þétt á árar. Eftir 30 mínútna lífróður lentum við í stórgrýttri fjörunni, þar sem drengurinn lá. Þá var klukkan 19:40. Fjórir tímar liðnir frá hrapinu. Það reyndist einnig rétt vera að hann var með lífs- marki. Hann lá á bakinu í sandi á milli tveggja steina, sem voru fjórum sinnum stærri en hann. Hruflaður í andliti, en höfuð að öðru leyti óskaddað, ekki blæð- ing úr eyrum, né nefi. Efri mörk blóðþrýstings mældust 60. Opið brot ofarlega á vinstri upphand- legg og stóð beinendi út úr þunnri peysunni. Greinileg brot við báða úlnliði og brotinn hægri lærleggur, en vinstri ganglimur heill. Mun hann því hafa getað hreyft þann fótinn þegar hann sást fyrst ofan af klettasnös skammt norðan við póstkassann. Þór tókst að koma nál í æð og við gáfum strax vökva (Makrodex) eins hratt og runnið gat um nálina, auk þess morfín í vöðva og penicillín. Breiddum yfirhafnir okkar og fylgdarmanna yfir hann og bið- um átekta í logni og sólskini og gafst nú tími til þess að virða fyrir sér aðstæður. Fyrir ofan okkur gnæfði þverhnípt bjargið. í þúsundir ára hefur hafið sorfið þetta bjarg, svo að það slútti yfir okkur. Upp að þeirri brún, sem við sáum neðan úr fjörunni, virtist okkur vera um 20 til 30 metrar. Samferðamennirnir af Skaganum sögðu okkur að ofan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.