Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 115

Læknablaðið - 15.01.1996, Page 115
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 91 Hörmutegt slys á Skaga: Tólf ára drengur hrapar 50 metra Eftir þrjár klukkustundir tókst að komast niður I fjö'runa fyrir neðan þverhnípið SKAGASTRÖND, 2. júní. — I* A Ð hörmulcga slys varð hcr í gær, skammt frá bæn- um Króksscli í Skagahreppi að 12 ára drengur, Sigur- bcrg Gröndal Ragnarsson, frá lllið, Hcliissandi, hrapaði fram af svonefndu Króks- bjargi, um 50 m hæð, ofan í fjöru og stórslasaðist. — Nánari atvik voru þcssi: Þverhnípt bjarf. 1 K.óksicII búa bræðurnir Sig- urður og Ólafur Pálssynir og p.mgað hafði drengurinn ráðizt ti! sumardvalar. Um kl. 4 c.h. í gær var hann scndur niður að vcgamótum mcð brcf I póstkass- ann. Er drcngurinn kom ekki til baka á cðlilcgum tíma var farið hann hafði runnið um 20 m. leið áður en hann stcyptist íram af þverhnýptu bjarginu. Geta menn scr þess til, að hann haíi verið að huga að eggjum, en varp er þarna nokkuð. Sjólelðis i fjöruna. Ófaert er með öllu I fjöruna, ncma aí sjó. Var sLrax hringt i héraðslækninn á Blönduósi, Hannes Finnbogason og hélt hann þegar, ásamt aðstoðarlækni sínum, Þór Halldórss., til Kálfs hamarsvikur, en þnðan voru þcir svo um 30 minútur á slys- staðinn með bút. Er læknarnir komu að drengn- um haíði hann legið þarna f fjörunni i mcira cn þrjár klukku stundir. Hann virtist vera með rænu en óráði og var mjög mikið slasaður. Sóttur i sjúkraflugvél. Drengurinn var siðan fluttur til Blönduóss og þangað sótti Bjöm Pálsson hann 1 sjúkraílug- vél sinni um kL eitt í nótt og ílutti til Reykjavíkur. — Þ. J. — ★ — Tíðindamaður blaðslns áttl tal við Landsspitalann i gærkvöldi og íékk þær upplýsingor, að líðan hans væri cftir atvikum. Úrklippa úr Morgunblaðinu frá 3. júní 1961. við brúnina væri 20 metra snar- brött skriða. Eftir þeirri skriðu hefur drengurinn runnið og síð- an svifið fram af brúninni. Eftir um það bil hálfa klukku- stund var ljóst að öll lífsmörk fóru hratt batnandi. Töldum við nú óhætt að spelka brotin og færa hann yfir í sjúkrakörfuna. Við héldum til skiptis uppi flöskunni með vökvanum á meðan róið var aftur að Kálfs- hamarsvík. Vökvagjöf var hald- ið áfram í bílnum, en hægt var að hengja flöskuna á fatasnaga á dyrastafnum aftan við framsæt- ið. Þór fylgdist með drengnum, en ég ók bflnum. Eftir 20 mín- útna akstur frá Kálfshamarsvík fór drengurinn að kveinka sér og skömmu eftir að við komum á Héraðshælið á Blönduósi var hann farinn að svara tiltali. Við höfðum strax símasam- band við Björn Pálsson flug- mann. Hittist svo á að hann var á leið til Vestmannaeyja með einn farþega. Hann breytti strax um stefnu og sagðist mundu verða kominn á flugvöllinn hjá Akri (malarvöllur skammt frá Blönduósi) eftir eina og hálfa klukkustund. Eftir símtalið við Björn Pálsson var haft samband við handlækningadeild Land- spítalans. í símann svaraði Hall- dór Arinbjarnar. A meðan beðið var eftir flug- vélinni var vökvagjöf haldið áfram og gefinn viðbótar- skammtur af penicillíni. Dreng- urinn var blóðflokkaður og þvagleggur færður upp. Lífs- mörk fóru hratt batnandi. Þegar við lögðum af stað að flugvellin- um var blóðþrýstingur orðinn eðlilegur, en púls hraður, enda hafði drengurinn misst mikið blóð, vegna svo margra brota. I sama mund og við komum að flugvellinum við Akur, lenti Björn Pálsson flugvél sinni ör- ugglega, án nokkurra ljósa á vellinum, en klukkan mun þá hafa verið tæplega eitt eftir mið- nætti en nóttin var björt og veð- urskilyrði til flugs hin bestu. Körfunni rennt inn í flugvélina. Skipst var á nokkrum orðum við Björn flugmann og farþegann hans. Kvöddum við þá með heillaóskum og innilegu þakk- læti, fyrir skjót viðbrögð. Skömmu síðar sáurn við þá hverfa suður í miðnæturhúmið. Snorri Hallgrímsson og Hall- dór Arinbjarnar unnu að því um nóttina að setja sama brotin. Aðstoðarlæknir og sjúkra- skrárritari þessa nótt var Asgeir Birgir Ellertsson. Við komu á Landspítalann mældist blóð- þrýstingur 115/70, Hb 55% púls 140/mín. Strax var gefið blóð. Varðandi atburðarásina hef ég stuðst við nokkrar línur, sem ég skrifaði í flýti á bakhlið lyf- seðils, merktum Blönduósshér- aði og er enn að finna í sjúkra- skrá piltsins frá árinu 1961. Eftirmáli Samkvæmt sjúkraskrá var drengurinn með skerta vitund og ruglaður, með hækkaðan blóðþrýsting. Vakti það upp grun um blæðingu undir heila- himnu (subdural hematoma). Var því leitað ráða hjá dr. Bjarna Jónssyni á Landakoti. Taldi hann líklegast að hér væri á ferðinni heilabjúgur, eftir heilahristing. Á þriðja degi fór óráðið ört minnkandi og varð piltur brátt alveg eðlilegur. Eftir 30 daga var brotið á hægri upphandlegg lagfært og fest með nagla, en Snorri getur þess í aðgerðarlýsingu umrædda nótt, að hann teldi óráðlegt að festa með nagla 14 klukku- stunda gamalt opið brot. Lær- beinsbrotið (fractura per- trochanterica) var meðhöndlað með strekki í 40 daga og greri án skekkju. Svo fór eiiinig með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.