Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 13

Læknablaðið - 15.07.1997, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 481 Table VI. Stage of the disease at diagnosis of non-seminoma in Iceland 1971-1995. Comparison between patients diagnosed 1971-1977 (group A, n=ll) and 1978-1995 (group B, n=46). Stage Group A n (%) Group B n (%) Group A+B n (%) Stage 1 3 (27) 26 (57) 29 (51) Stage lla 4 (37) 9 (20) 13 (23) Stage llb 1 (9) 3 (6) 4 (7) Stage III 0 (0) 1 (2) 1 (2) Stage IV 3 (27) 7 (15) 10 (17) Total 11 (100) 46 (100) 57 (100) ferð. Brottnám eitla í aftanskinurými var ekki gert til frumstigunar á öllu tímabilinu en 13 sjúklingar (4%) gengust undir slíka aðgerð sem hluta af meðferð, sex í hópi B en sjö í hópi A. Meirihluti sjúklinga hafði við greiningu sjúk- dóm sem virtist staðbundinn. Meinvörp greindust hjá 28 sjúklingum við greiningu eða 49% hópsins. Fimm þeirra (18%) höfðu einkenni sem rekja mátti til þeirra. Tuttugu og sex höfðu meinvörp í eitlum í aftanskinurými, 10 höfðu meinvörp í lungum og einn í lifur. Tafla VI sýnir stigun sjúklinganna við grein- ingu. Flestir greindust ástigi I, eða29 (51%) en 28 (49%) höfðu við greiningu sjúkdóm utan eista (stig II—IV), þar af 10 (17%) á stigi IV. í hópi B greindust 15% á stigi IV en 27% í hópi A. Munurinn á milli hópanna reyndist ekki marktækur. í hópi A greindust þrír af 11 sjúk- lingum með sjúkdóm á stigi I, enginn þeirra fékk síðar meinvörp. Af 46 sjúklingum í hópi B reyndust 26 (57%) Fig. 3. Estimated probability ofsarvival rate of 56 tnen diagn- osed with non-seminoma in lceland 1971-1995. Group A (n—lly triangles), group B (n=46, squares) and the whole group (n=57, dots). vera á stigi I við greiningu. Sjúkdómurinn tók sig upp hjá 10 sjúklingum sem allir læknuðust eftir lyfjameðferð en einn dó næstum sjö árum síðar úr bráðu hvítkyrningahvítblæði. Eistað með æxlinu var fjarlægt með skurðað- gerð hjá öllum sjúklingunum og var alltaf farið í gegnum náraskurð. Alls fengu 39 (68%) sjúklingar að auki lyfjameðferð, átta (73%) í hópi A og 31 (67%) í hópi B. í hópi A fengu aðeins tveir sjúklingar fjöllyfjameðferð (18%) þar sem cisplatín var uppistöðulyfið. í hópi B fékk hins vegar 31 sjúklingur fjöllyfjameðferð (67%) með cisplatíni vegna meinvarpa, þar af átta sjúklingar á stigi III og IV. Þeim hefur verið fylgt eftir að meðaltali í 75 mánuði (mið- gildi 66 mánuðir) eða allt frá sjö mánuðum upp í 185 mánuði. Níu sjúklingar (16%) fengu einnig geisla- meðferð, sex (55%) í hópi A en einungis þrír (7%) í hópi B. Sýnataka í gegnum pung var gerð hjá einum sjúklingi, greindum 1990. Þetta leiddi til útsæð- is í húð á aðgerðarsvæði og síðar til eitla í mjaðmagrind en hann læknaðist með lyfjameð- ferð. Fimm ára lífshorfur fyrir hópinn í heild voru 85% og 83% eftir 10 ár (mynd 3). Á stigi I voru fimm ára lífshorfur 100%, 80% fyrir stig II og 63% fyrir stig IV. Mynd 3 sýnir lífshorfur fyrir hópa A og B en 36% lifðu í fimm ár frá grein- ingu í hópi A en 98% í hópi B (p<0,001). Sjö hafa látist í hópi A en þeir höfðu allir sjúkdóm utan eista við greiningu. Létust þeir allir skömmu eftir greiningu (miðgildi 11 mán- uðir, bil 3-29), enginn þeirra var krufinn. Cisplatín var prófað hjá þremur af þessum sjö, en það var ekki gefið markvisst heldur meira verið að prófa sig áfram. Hinir fjórir sjúkling- arnir í hópi A eru á lífi í dag, þar á meðal einn sem fékk cisplatínmeðferð vegna meinvarpa, 18-19 árum frá greiningu og hefur ekki orðið vart við enduruppkomu sjúkdómsins hjá þeim.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.