Læknablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 28
494
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Tilgangurinn með þessari grein er að kynna
lesendum Læknablaðsins HL-prófið með því
að sýna hvernig prófið greindi heilsutengd lífs-
gæði mismunandi sjúklingahópa í annarri
rannsókn og hvetja til notkunar þess eða ann-
arra prófa í sama tilgangi sem hluta af klínísk-
um og fræðilegum rannsóknum við mat á
ástandi sjúklinga fyrir og eftir meðferð.
Prófið er birt í viðauka.
Efniviður og aðferðir
Prófið var samsett af 30 spurningum sem
varða 11 þætti heilsutengdra lífsgæða (tafla I).
Svarmöguleikar eru þrír, fimm eða sex við
flestum spurningunum nema 1-10 við spurning-
um sem svara á með sjónmáli (visual analog-
ue). Spurningar í hverjum þætti eru ein til
fimm. í því skyni að auðvelda samanburð á
milli hluta prófsins er samanlögðum einkunn-
um í hverjum þætti og í prófinu í heild breytt í
T-einkunnir þar sem meðaleinkunn er 50 og
staðalfrávik er 10 (17) eins og sýnt er í töflu II.
Taflan sýnir umbreytingu grunneinkunna
byggða á þeim fjórum hópum sem þegar hafa
verið prófaðir. Niðurstöður eru sýndar með
línuriti samkvæmt einkunnum fyrir hvern þátt
og fyrir prófið í heild (mynd 1). Lágar ein-
kunnir sýna lítil lífsgæði.
Til þess að athuga nánar tengsl líðanar eða
ánægju með lífið og heilsufars var reiknuð
fylgni milli fjögurra spurninga, sem varða ein-
göngu fyrri atriðin, við svör við 24 spurningum
sem lutu að heilsufari. Tengsl heilsufarslegu og
félagslegu þáttanna í lífsgæðunum voru athug-
uð með sama hætti.
Leitað var til 1) allra fullorðinna sem kom á
heilsugæslustöð á nokkrum dögum, þó ekki í
mæðravernd, 2) áfengissjúklinga, 3) öryrkja
vegna líkamlegrar fötlunar, sem bjuggu í ör-
yrkjaíbúðum og 4) öryrkja vegna geðfötlunar,
sem leituðu í athvarf, og þeir beðnir að svara
spurningalistanum. Persónuauðkenni voru
ekki skráð, aðeins upplýsingar um kyn og ald-
ur. Vegna þess að þátttakendur fylltu yfirleitt
sjálfir út spurningaeyðublaðið varð nokkuð
innra brottfall í svörum við öllum þáttunum.
Með slíkt brottfall er hægt að fara á ýmsan
hátt. Vegna þess að ætlunin er að gera hér
grein fyrir hvernig einkunnir eru reiknaðar var
valið að nota aðeins þau próf sem var svarað til
fullnustu, samtals 154 próf. Við samanburð á
meðaleinkunnum hópanna var notuð dreifi-
greining með leiðréttingu vegna fjölda saman-
Table I. Subscales of the questionnaire used to evaluate
health-related quality of life, with question-numbers (cf app-
endix) and maximum score for each subscale.
Subscale Question number Maximum score
General health (Heilsufar) 1,12,13,15,29 28
Depression (Depurð) 6,7,18,19,20 34
Social functioning
(Samskipti) 3,30,31 25
Financial status (Fjárhagur) 25,26 10
Energy (Þrek) 8,16,17 18
Anxiety (Kvíði) 9,10 12
Physical health
(Líkamsheilsa) 21,30 8
Self-control (Sjálfsstjórn) 11,24 11
Sleep (Svefn) 21,27 10
General well-being (Líðan) 4,28,32 26
Cognition (Hugsun) 5,22 9
Pain (Verkir) 2 6
Fig.l. Health-related quality oflife profdes in different groups
of patients and disabled.
burða (Bonferroni). SPSS forritið var notað
við gagna- og tölfræðivinnslu (18).
Niðurstöður
Af þeim sem leitað var til fengust 85 þeirra
sem komu á heilsugæslustöð á nokkrunr dög-
um, til að svara spurningalistanum, 41 sjúkling-
ur sem var innlagður til meðferðar vegna
áfengisfíknar, 48 öryrkjar vegna líkamlegrar
fötlunar og 45 öryrkjar vegna geðfötlunar. Tæp
60% þátttakenda voru karlar. Karlar voru í
meirihluta í öllum hópunum, meðalaldur var
39-47 ár, lægstur hjá áfengissjúklingunum, en
hæstur hjá þeim líkamlega fötluðu (12).
Prófið í heild greindi þá veikari og fötluðu
frá þeim sem sóttu á heilsugæslustöð, sem ætla
má að hafi síður verið með langvinn eða alvar-