Læknablaðið - 15.07.1997, Síða 40
506
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Table IV. Severity ofburns.
Age <5 years Age >5 years Number
1.° burn 3 5 8 (3.0)
2.° burn 67 104 171 (64.3)
3.° burn 16 71 87 (32.7)
Burn size <5% 44 100 144 (54.1)
Burn size 5-15% 34 53 87 (32.7)
Burn size >15% 8 27 35 (13.2)
Transplant 17 85 102 (38.3)
Table V. A verage hospital stay and factors other than the burn
injury, that influence the length ofstay.
Number Hospital days (average)
All 266 17.5
Treatment elsewhere 6
Self-discharge 1 9.6 (shorter stay)
Died 3
Local infection 12
Systemic infection 3
Multifactorial 3
Psychological/social factors 3 39.1 (longerstay)
Multitrauma 2
Gl-problems 2
Burn only 264-35 15.5
Erlendir ferðamenn sem lágu á sjúkrahúsi
vegna brunasára voru 13. Þeir lágu að meðal-
tali skemur inni en landsmenn. Sex þeirra lágu
inni í skemmri tíma þar sem þeir fengu fram-
haldsmeðferð á erlendu sjúkrahúsi og er ekki
vitað um afdrif þeirra. Ef undan er skilinn
mismunur á lengd sjúkrahúsdvalar (7,9 dagar)
og mikill fjöldi hveravatnsbruna (76,9%) hjá
erlendum ferðamönnum, eru brunaáverkar
þeirra samskonar og annarra.
Umfang og dýpt brunasáranna, auk fjölda
þeirra sem þurftu húðflutning við meðferð sár-
anna, eru sýnd í töflu IV. Yfirleitt var um að
ræða annars eða þriðja stigs bruna. Ekki var
samband á milli stærðar brunasvæða og aldurs
en aftur á móti var hlutfall þriðja stigs bruna-
sára hærra hjá þeim sem voru fimm ára og eldri
(39,4% miðað við 18,6%). Ekki kom fram
munur á alvarleika brunaáverkans eftir því
hver orsökin var.
í töflu V er meðalfjöldi legudaga og fjöldi
þeirra sjúklinga þar sem aðrir þættir en bruna-
sárin sjálf höfðu áhrif á lengd sjúkrahúsdvalar.
Algengast var að sýking í brunasárum ylli því
að sjúkrahúsdvöl lengdist en aðrir þættir voru
sjaldgæfari. Alls lengdist sjúkrahúsdvöl 25
sjúklinga vegna þessa. Einn þeirra var þó ekki
lagður inn fyrr en 10 dögum eftir slysið.
Sex ferðamenn voru útskrifaðir áður en þeir
voru útskriftarfærir þar sem ákveðið var að
þeir fengju framhaldsmeðferð erlendis. f þeim
tilvikum þar sem sjúklingar létust af völdunt
brunasára var undantekningalaust um að ræða
þriðja stigs brunasár yfir nteira en 40% af lík-
amssvæði. Einn dó eftir að hafa dottið ofan í
heitan hver. Ekki kom fram marktækur munur
á meðalfjölda legudaga þegar þessir sjúklingar
voru teknir út úr útreikningum.
Umræða
Tíðni og orsakir brunaslysa: Vegna mikils og
frjáls aðgangs að heitu vatni hér á landi hefur
verið talið að brunaslys vegna þess væru al-
gengari hér en í nágrannalöndunum. Hingað til
hefur ekki verið sýnt fram á það svo að óyggj-
andi sé.
Niðurstöður rannsókna sýna að nýgengi og
kynjahlutfall allra brunaáverka sem þurfa
meðferðar við á sjúkrahúsi er svipuð og erlend-
is (3,4). Yfirleitt virðist sama gilda þegar litið
er á nýgengi slíkra brunaáverka barna fimm
ára og yngri en þó var nýgengi alvarlegra
brunaáverka í þessum aldurshópi 40,3 á
100.000 íbúa á ári í nýlegu erlendu uppgjöri
sem er lægra en í okkar niðurstöðum (40,3 á
móti 78,6) (11-13). Nokkrar erlendar rann-
sóknir hafa sýnt að aðdragandi brunaáverka
hjá börnum fimm ára og yngri er oft annar en
hjá þeim sem eldri eru (7-9).
Þegar tölur frá Landspítalanum á árunum
1970-1984 eru bornar saman við niðurstöður
nú kemur frarn að enginn munur virðist vera á
nýgengi innlagna vegna bruna (14). í uppgjöri
frá slysadeild Borgarspítalans á öllum bruna-
slysum í Reykjavík 1974-1989 var nýgengi
brunaslysa 580 á 100.000 íbúa á ári en var 440 á
100.000 á ári síðustu tvö ár tímabilsins.
í könnuninni reyndist nýgengi brunaslysa
sem þörfnuðust sjúkrahúsmeðferðar vera 28 á
100.000 íbúa á ári að meðaltali (rnörk 16^14 á
100.000 á ári). Er það ívið hærri tala en fram
kemur hér (15).
Þegar kynjaskiptingin er skoðuð nánar kem-
ur fram í okkar niðurstöðum að konur virðast
fremur hafa tilhneigingu til að brenna sig inni á
heimili, en karlar frernur utan þess. Stór hluti
karlanna brennir sig á vinnustað. Gera má ráð