Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 38

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 38
36 1.8 Fig. 2. Distribution of anticoagulation intensity. Each column shows a fraction oftime that a defined anticoagulation intensity was present in the whole group of 326 patients. Arrows indicate the intensity when major bleedings occured. Á mynd 2 er sýnd dreifing blóðþynningar alls sjúklingaþýðisins á meðferðartíma. Reyndist INR vera undir 1,6 í 20% af meðferð- artímanum og undir 2,0 í 45% af tímabilinu. I 18% meðferðartímans var INR>3,0 og í 6,0% tímans var INR>4,0. INR lá á bilinu 2,0-3,0 í 37% meðferðartíma. Á tímabilinu urðu sex meiriháttar blæðingar hjá fimm sjúklingum (tafla III). Jafngildir það um fimm blæðingum hver 100 meðferðarár og í fimm af sex tilvikum var INR>6,5, en einn sjúklingur sem hafði blæðingu frá skeifugarn- arsári hafði INR 1,8. Þegar skoðuð var dreifing meðaltalsblóðþynningar hjá þeim sem blæddi kom í ljós að 20% af meðferðartíma þeirra var INR>4,5, en sambærilegt hlutfall var aðeins 3% hjá öllu sjúklingaþýðinu. Þegar INR var <4,5 varð ein meiriháttar blæðing á hver 118 meðferðarár, eða 0,8% blæðingarhætta fyrir hvert meðferðarár á því bili. INR var >6,0 í 1% af meðferðartímanum en í 18% af með- ferðartíma þeirra sem fengu alvarlegar blæð- ingar. Þetta samsvarar því, að við INR>6,0 sé hætta á einni blæðingu á 73 daga fresti og að blæðingarhættan sé 600 sinnum meiri við INR>6,0 en við INR<4,5. Einn sjúklingur fékk staðfest segarek í heila- æðar á tímabilinu (tafla III). Var það 78 ára gamall karlmaður með sögu um slagæðasega- rek sem reyndist hafa tiltölulega litla blóð- þynningu við innlögn (INR=1,8). Síðustufjóra mánuði fyrir innlögn hafði hann verið með INR á bilinu 3,0-3,5. Auk sjúklings sem dó vegna blæðinga létust þrír aðrir sjúklingar á tímabilinu (tafla III). Tveir sjúklingar fengu bráð hjartaáföll og einn sjúklingur dó skyndi- dauða utan sjúkrahúss og var ekki krufinn, dánarorsök hans er því óþekkt. Aldurs- og kynstaðlaður samanburður á rannsóknarhópi og íslensku þjóðinni sýndi að ekki var mark- tækur munur á dánartíðni. Umræða Það storkupróf sem mest er notað í heimin- um til stjórnunar blóðþynningar er PT-próf sem hefur verið notað frá 1935 (2). Á Landspít- alanum er notað PP-próf, sem Owren lýsti árið 1951 (3), og er afbrigði af PT-prófinu. Niður- stöður PP-prófs eru venjulega gefnar út sem prósentuhlutfall af heildarvirkni storkuþátta IJ, VII og X, en ekki storknunartími eða hlut- fall (INR). Aðeins hafa birst tvær klínískar rannsóknir þar sem PP% er umbreytt í INR- gildi (10,11) en þar voru INR-gildin fundin út frá venslamyndum (nomograms) frá framleið- anda. í rannsókn þeirri sem hér birtist var INR reiknað beint út frá storkutíma PP-prófsins og vitum við ekki til þess að það hafi verið gert áður. Þegar INR-gildi, reiknuð út frá PP-prófi (PP-INR), voru borin saman við INR-gildi \

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.