Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 38

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 38
36 1.8 Fig. 2. Distribution of anticoagulation intensity. Each column shows a fraction oftime that a defined anticoagulation intensity was present in the whole group of 326 patients. Arrows indicate the intensity when major bleedings occured. Á mynd 2 er sýnd dreifing blóðþynningar alls sjúklingaþýðisins á meðferðartíma. Reyndist INR vera undir 1,6 í 20% af meðferð- artímanum og undir 2,0 í 45% af tímabilinu. I 18% meðferðartímans var INR>3,0 og í 6,0% tímans var INR>4,0. INR lá á bilinu 2,0-3,0 í 37% meðferðartíma. Á tímabilinu urðu sex meiriháttar blæðingar hjá fimm sjúklingum (tafla III). Jafngildir það um fimm blæðingum hver 100 meðferðarár og í fimm af sex tilvikum var INR>6,5, en einn sjúklingur sem hafði blæðingu frá skeifugarn- arsári hafði INR 1,8. Þegar skoðuð var dreifing meðaltalsblóðþynningar hjá þeim sem blæddi kom í ljós að 20% af meðferðartíma þeirra var INR>4,5, en sambærilegt hlutfall var aðeins 3% hjá öllu sjúklingaþýðinu. Þegar INR var <4,5 varð ein meiriháttar blæðing á hver 118 meðferðarár, eða 0,8% blæðingarhætta fyrir hvert meðferðarár á því bili. INR var >6,0 í 1% af meðferðartímanum en í 18% af með- ferðartíma þeirra sem fengu alvarlegar blæð- ingar. Þetta samsvarar því, að við INR>6,0 sé hætta á einni blæðingu á 73 daga fresti og að blæðingarhættan sé 600 sinnum meiri við INR>6,0 en við INR<4,5. Einn sjúklingur fékk staðfest segarek í heila- æðar á tímabilinu (tafla III). Var það 78 ára gamall karlmaður með sögu um slagæðasega- rek sem reyndist hafa tiltölulega litla blóð- þynningu við innlögn (INR=1,8). Síðustufjóra mánuði fyrir innlögn hafði hann verið með INR á bilinu 3,0-3,5. Auk sjúklings sem dó vegna blæðinga létust þrír aðrir sjúklingar á tímabilinu (tafla III). Tveir sjúklingar fengu bráð hjartaáföll og einn sjúklingur dó skyndi- dauða utan sjúkrahúss og var ekki krufinn, dánarorsök hans er því óþekkt. Aldurs- og kynstaðlaður samanburður á rannsóknarhópi og íslensku þjóðinni sýndi að ekki var mark- tækur munur á dánartíðni. Umræða Það storkupróf sem mest er notað í heimin- um til stjórnunar blóðþynningar er PT-próf sem hefur verið notað frá 1935 (2). Á Landspít- alanum er notað PP-próf, sem Owren lýsti árið 1951 (3), og er afbrigði af PT-prófinu. Niður- stöður PP-prófs eru venjulega gefnar út sem prósentuhlutfall af heildarvirkni storkuþátta IJ, VII og X, en ekki storknunartími eða hlut- fall (INR). Aðeins hafa birst tvær klínískar rannsóknir þar sem PP% er umbreytt í INR- gildi (10,11) en þar voru INR-gildin fundin út frá venslamyndum (nomograms) frá framleið- anda. í rannsókn þeirri sem hér birtist var INR reiknað beint út frá storkutíma PP-prófsins og vitum við ekki til þess að það hafi verið gert áður. Þegar INR-gildi, reiknuð út frá PP-prófi (PP-INR), voru borin saman við INR-gildi \
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.