Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 56

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 56
54 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Læknir sem stjórnandi Þórður Harðarson Mestu varðar að varðveita samband sjúklings og læknis í hverju er stjórnunarhlut- verk læknis fólgið? Þetta gæti virst óþarfa spurning og svarið augljóst, en sannleikurinn er sá að þetta hlutverk er illa skil- greint og stöðugum breytingum undirorpið. Petta á við um fag- lega leiðsögn yfirlækna, stöðu þeirra gagnvart stjórnendum úr öðrum stéttum, kennslu og rannsóknarhlutverk, fjárhags- ábyrgð og þróunarhlutverk. Þörf fyrir faglega leiðsögn yfir- lækna hefur farið minnkandi eða horfið, staða yfirlækna og lækna almennt gagnvart stjórn- endum úr öðrum stéttum hefur veikst. Fjármálaábyrgð hefur hins vegar aukist og þróunar- hlutverkið orðið mikilvægara. Þörf faglegrar stjórnunar Fyrr á öldum voru sjúkrahús griðastaður sjúkra fátæklinga. Fíinir efnuðu hlutu læknishjálp í heimahúsum. Oft var eina hlut- verk fullmenntaðra lækna á sjúkrahúsum að gefa ráð, vera konsultantar, jafnvel án endur- gjalds. Það var fyrst með tækni- framförum 19. aldar, einkum á sviði skurðlækninga, sem nauð- Erindi flutt á fundi læknaráðs Landspítalans föstudaginn 5. desember 1997. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Læknablaðsins. syn skapaðist fyrir stjórnunar- píramída, þar sem læknirinn sat á toppnum. í lyflækningum skapaðist þörfin fyrir faglega stjórnun fyrst og fremst í sam- bandi við sóttvarnir og einangr- un smitsjúklinga og geðsjúkra. Frægustu læknastjórnendur ís- lenskir á fyrri hluta þessarar aldar voru flestir skurðlæknar og hlutu virðingu af faglegum yfirburðum sínum. A sjöunda áratugnum fjölgaði sérfræðing- um á sjúkrahúsum og lyflækn- ingum og stoðgreinum óx fiskur um hrygg. í fararbroddi voru ýmsir þeir læknar, sem nú eru að hætta störfum vegna aldurs. Þeir gerðu byltingu sem ætlað var að auka lýðræði á sjúkra- stofnunum og færa völd yfir- lækna eins og unnt var til lækna- ráða, sem þá var komið á fót og leystu af hólmi yfirlæknaráð sem fyrir voru. Að mínum dómi hefur þessi bylting að miklu leyti runnið út í sandinn. Læknaráðum sjúkrahúsanna hefur ekki tekist að hasla sér völl sem stjórnunaraðilum og ályktunum þeirra oft verið mætt af stjórnvöldum sjúkrahúsanna með tortryggni. Eg tel reyndar að það eigi í ríkara mæli við um aðstæður á Sjúkrahúsi Reykja- víkur en á Landspítalanum. Læknaráð eiga að mínum dómi að vera fagleg samviska sjúkra- stofnana sem hafin eru yfir sér- hagsmuni og höfuðverkefni

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.