Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 56

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 56
54 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Læknir sem stjórnandi Þórður Harðarson Mestu varðar að varðveita samband sjúklings og læknis í hverju er stjórnunarhlut- verk læknis fólgið? Þetta gæti virst óþarfa spurning og svarið augljóst, en sannleikurinn er sá að þetta hlutverk er illa skil- greint og stöðugum breytingum undirorpið. Petta á við um fag- lega leiðsögn yfirlækna, stöðu þeirra gagnvart stjórnendum úr öðrum stéttum, kennslu og rannsóknarhlutverk, fjárhags- ábyrgð og þróunarhlutverk. Þörf fyrir faglega leiðsögn yfir- lækna hefur farið minnkandi eða horfið, staða yfirlækna og lækna almennt gagnvart stjórn- endum úr öðrum stéttum hefur veikst. Fjármálaábyrgð hefur hins vegar aukist og þróunar- hlutverkið orðið mikilvægara. Þörf faglegrar stjórnunar Fyrr á öldum voru sjúkrahús griðastaður sjúkra fátæklinga. Fíinir efnuðu hlutu læknishjálp í heimahúsum. Oft var eina hlut- verk fullmenntaðra lækna á sjúkrahúsum að gefa ráð, vera konsultantar, jafnvel án endur- gjalds. Það var fyrst með tækni- framförum 19. aldar, einkum á sviði skurðlækninga, sem nauð- Erindi flutt á fundi læknaráðs Landspítalans föstudaginn 5. desember 1997. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Læknablaðsins. syn skapaðist fyrir stjórnunar- píramída, þar sem læknirinn sat á toppnum. í lyflækningum skapaðist þörfin fyrir faglega stjórnun fyrst og fremst í sam- bandi við sóttvarnir og einangr- un smitsjúklinga og geðsjúkra. Frægustu læknastjórnendur ís- lenskir á fyrri hluta þessarar aldar voru flestir skurðlæknar og hlutu virðingu af faglegum yfirburðum sínum. A sjöunda áratugnum fjölgaði sérfræðing- um á sjúkrahúsum og lyflækn- ingum og stoðgreinum óx fiskur um hrygg. í fararbroddi voru ýmsir þeir læknar, sem nú eru að hætta störfum vegna aldurs. Þeir gerðu byltingu sem ætlað var að auka lýðræði á sjúkra- stofnunum og færa völd yfir- lækna eins og unnt var til lækna- ráða, sem þá var komið á fót og leystu af hólmi yfirlæknaráð sem fyrir voru. Að mínum dómi hefur þessi bylting að miklu leyti runnið út í sandinn. Læknaráðum sjúkrahúsanna hefur ekki tekist að hasla sér völl sem stjórnunaraðilum og ályktunum þeirra oft verið mætt af stjórnvöldum sjúkrahúsanna með tortryggni. Eg tel reyndar að það eigi í ríkara mæli við um aðstæður á Sjúkrahúsi Reykja- víkur en á Landspítalanum. Læknaráð eiga að mínum dómi að vera fagleg samviska sjúkra- stofnana sem hafin eru yfir sér- hagsmuni og höfuðverkefni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.