Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 633 0,96 (3). Fyrir alla sjúkdómsflokka var þetta hlutfall hærra en 1,0 (1,1-1,9). Mismunurinn er marktækur (p<0,05) í öllum flokkum nema langvinnum lungnasjúkdómum og húðsjúk- dómum. Marktækur munur er milli kvenna og karla á dreifingu sjúkdómsflokka (p<0,0001). Þegar borin eru saman væntigildi og raungildi sést að þetta byggist á hlutfallslega hárri tíðni stoðkerfisvandamála, slysa og eitrana og „ann- arra sjúkdómsgreininga“ hjá konum. Þegar þessir þrír flokkar eru teknir út er ekki lengur marktækur munur milli kynja. Fjöldi íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hlut- fall af fjölda íbúa landsbyggðarinnar á aldrin- um 16-66 ára var 1,5. Fyrir sjö sjúkdómsflokka (geðræn vandamál, sjúkdóma í taugakerfi, aug- um og eyrum, langvinna lungnasjúkdóma, meðfæddar veilur, innkirtla- og efnaskiptasjúk- dóma, húðsjúkdóma og aðrar sjúkdómsgrein- ingar) er þetta hlutfall marktækt hækkað, fyrir tvo flokka (hjarta- og æðasjúkdóma og krabba- mein) marktækt lækkað, en fyrir þrjá (stoðkerf- isvandamál, slys og eitranir og meltingarfæra- sjúkdóma) er ekki munur. Umræða í árslok 1996 hafði 7315 íslendingum verið metin yfir 75% örorka, 4286 konum og 3029 körlum. Yfir 75% örorka var marktækt algeng- ari hjá konum en körlum og marktækt algeng- ari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. A meðal Islendinga á aldrinum 16-66 ára hafði 4,2% verið metin yfir 75% örorka. Til saman- burðar má nefna að árið 1996 var þetta hlutfall í Noregi tvöfalt hærra eða 8,4% (6). Ekki liggja fyrir hlutfallstölur frá hinum Norðurlöndunum á sama tíma en hins vegar frá árinu 1995 (7). Þróunin á undanförnum árum (það er fram til 1994) í þessum löndum hafði verið sú að fram- angreint hlutfall hafði hækkað lítillega frá ári til árs. Því má gera ráð fyrir að hlutfallið hafi áfram hækkað lítillega næsta árið, en ekki svo mikið að það skekki umtalsvert samanburð við hlutfallið á íslandi árið 1996. Árið 1995 var fjöldi örorkulífeyrisþega sem hlutfall af íbúum landsins, sem voru á þeim aldri að eiga rétt á slíkum lífeyri, í Danmörku 4,3%, Svíþjóð 7,6% og í Finnlandi 9,2% (7). Hundraðshlutfall ör- orkulífeyrisþega á Islandi er þannig áþekkt og í Danmörku, en mun lægra en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Samanburður við hin Norðurlöndin (mynd 1) sýnir að aldursdreifing örorkulífeyrisþega er önnur á Islandi en í hinum löndunum (6,7). Fjöldi örorkulífeyrisþega sem hlutfall af ald- ursflokki er hærra á íslandi en hinum Norður- löndunum fram til þrítugs. Eftir það er þetta hlutfall hærra í hinum löndunum, hækkar ört með vaxandi aldri og er eftir fimmtugt orðið meira en tvöfalt hærra í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð en á Islandi. í rannsóknum á Norðurlöndum hefur komið frarn að örorkubótaþegum hefur þar fjölgað mjög á síðustu árum og áratugum, einkurn eftir 1970. Mest hefur fjölgunin orðið í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, en minni í Danmörku (8). Fjölgunin hefur verið sérstaklega áberandi meðal fólks í eldri aldurshópunum, einkum yfir 50 ára aldri. Samsvarandi þróun hefur orðið í Vestur-Evrópu og er hún víða meiri þar en á Norðurlöndum, til dæmis í Frakklandi, Hol- landi, Þýskalandi og Bretlandi. Hjá körlum er aukningin afgerandi í aldurshópunum 50-64 ára, en hjá konum kemur hún yfirleitt aðeins fram eftir sextugt (9). Ýmsar skýringar á breytilegri þróun á fjölda örorkubótaþega yfir tíma og milli landa eða landsvæða hafa verið settar fram. Mest hefur borið á hugmyndum um að þrýstingur frá vinnumarkaði leiði til fjölgunar örorkulífeyris- þega. Þá er gert ráð fyrir því, að á tímum vax- andi atvinnuleysis og aukinnar samkeppni hafi veikari hluta vinnuaflsins, til dæmis þeim er búa við skerta getu eða færni, í auknum mæli verið þrýst út af vinnumarkaði. Þetta hefur ver- ið talið gerast ýmist beint og meðvitað (til dæmis fyrir tilverkan stjórnvalda sem vilja dylja umfang atvinnuleysis) eða óbeint og án samantekinna ráða (af fyrirtækjastjórnendum sem þurfa að standast harðari samkeppni og ráða þá frekar þróttmeira vinnuafl) (10,11). Önnur skýring er sú að aðgengilegt al- mannatryggingakerfi sem veiti rúmar bœtur freisti fólks sem býr við skerta heilsu til að sækja um örorkubætur, jafnvel þó það gæti stundað ýmsa launaða vinnu. í skandinavísku löndunum og Finnlandi var á sjöunda og átt- unda áratugnum dregið úr læknisfræðilegum þætti örorkumatsins og aukið vægi félagslegra aðstæðna. Jafnframt voru bætur hækkaðar (12- 14). Þegar síðan þrengdist um á vinnumarkaði voru skilyrði fyrir verulegri fjölgun örorku- bótaþega. Talið er að á meginlandi Evrópu hafi þessi þróun oft verið heimiluð af stjórnvöldum sem viðbrögð við vaxandi atvinnuleysi, en í Noregi og Svíþjóð breyttust forsendur örorku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.