Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 637 landi. Sérstakt áhyggjuefni er hið háa algengi í yngri aldurshópum kvenna og eru mögulegar ástæður streita og mikið vinnuálag. Inngangur Vefjagigt er algengt vandamál sem einkenn- ist af dreifðum verkjum og stirðleika í vöðvum og vöðvafestum, síþreytu og langvinnum svefntruflunum. Ymis önnur einkenni fylgja vefjagigt hjá um það bil helmingi sjúklinga, eins og kvíði, depurð, einbeitingarörðugleikar, minnistruflanir, órólegur ristill, náladofi í fingrum og tám og höfuðverkur. Við skoðun þessara sjúklinga finnst ekkert annað en dreifð eymsli í festum og vöðvum víða um líkamann (1). Blóðrannsóknir eru allar eðlilegar og rann- sóknir á vöðvum þessara sjúklinga hafa ekki með vissu leitt neitt óeðlilegt í ljós (2). Sýnt hefur verið fram á tíðar uppvaknanir og skerð- ingu á djúpum hvíldarsvefni hjá þessuin ein- staklingum. Einnig hefur verið sýnt fram á truflun á dægursveiflu sykurstera og vaxtar- hormóns frá heiladingli og truflun á ýmsum boðefnum í miðtaugakerfi þessara sjúklinga. Miklar rannsóknir hafa farið fram í leit að or- sökum vefjagigtar en engin einhlít skýring fundist. Ymsir telja að rekja megi heilkennið til truflunar á serótónín-, sykursterabúskap mið- taugakerfisins, en þó hefur sykursteragjöf eng- in áhrif á sjúkdómsmyndina og lyf sem auka framboð serótóníns í heilanum hafa ekki afger- andi áhrif á einstaklinga sem haldnir eru vefja- gigt (3). Aðrir telja að vefjagigt megi rekja til svefntruflana, sem tengist streitu, kvíða og áhyggjum og að þetta megi rekja til nútíma lifnaðarhátta á Vesturlöndum, en sýnt hefur verið fram á að hægt er að framkalla vefjagigt með því að trufla svefn reglubundið (4). Þeir sem aðhyllast þessa skoðun telja í raun að vefjagigt sé streitusjúkdómur (5). Stoðkerfis- verkir hafa mikla þýðingu fyrir líðan, heilsu og athafnagetu einstaklingsins. Vitað er að ein- kenni frá hreyfi- og stoðkerfi eru mjög algeng hér á landi (6), en erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengi langvinnra útbreiddra stoðkerfis- verkja er um 10% (7,8) en algengi vefjagigtar um 3-10% hjá konum og um 0,5% hjá körlum (8-10). Hér á landi er ekki vitað um algengi vefjagigtar (11). Tilgangur rannsóknarinnar er að meta al- gengi vefjagigtar og langvinnra útbreiddra stoðkerfisverkja á íslandi og að bera saman al- gengið í tveimur landshlutum. Efniviður og aðferðir Urtak: Rannsóknarsvæðin voru valin með tilliti til ólíkra umhverfis- og atvinnuhátta og urðu innsveitir Suðurlands auk Suðurnesja fyr- ir valinu. Á Suðurnesjum eru fiskveiðar og fiskiðnaður ríkjandi atvinnuhættir en á Suður- landi landbúnaður og þjónusta. Heimild til rannsóknarinnar var fengin hjá Tölvunefnd og með leyfi Hagstofu íslands völdu Skýrsluvélar ríkisins handahófskennt úrtak, 600 konur og 600 karla á aldrinum 18-79 ára af Suðurnesjum og jafn stóran hóp af Suð- urlandi, samtals 2400 manns. Af Suðurnesjum kom úrtakið frá Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum en af Suður- landi var úrtakið fengið frá Hellu, Hveragerði, Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri, Laugarási, Laugarvatni, Selfossi og Vík í Mýrdal auk nær- liggjandi sveita. Bréf til kynningar á rannsókninni var sent heilsugæslulæknum viðkomandi svæða og leyfi til afnota af skoðunaraðstöðu var góðfús- lega veitt af sömu aðilum. Rannsóknaraðferð: I fyrstu var spurninga- listi um stoðkerfisverki ásamt kynningarbréfi og samþykkisyfirlýsingu sendur í pósti til úr- takshópsins. Til þess að áætla verkjadreifingu meðal þeirra sem ekki svöruðu hinum póstsenda verkjalista, var hringt af handahófi í hluta þeirra og munnlegur spurningalisti lagður fyrir þá, sá sami og sendur hafði verið í pósti. Gerð- ar voru tvær tilraunir til að ná í viðkomandi símleiðis. Gerð spurningalista: Til að auðvelda saman- burð við aðrar rannsóknir var valinn spurninga- listi sem hafði verið notaður í rannsókn á al- gengi vefjagigtar í Danmörku (8) og svipar honum mjög til þess spurningalista sem notað- ur var í íslensku stoðkerfisverkjarannsókninni 1988 (6). Spurt var hvort viðkomandi hafi á síðasta ári haft verki í níu mismunandi líkamshlutum og hvort þeir hafi verið daglegir, langvinnir (fleiri en 30 verkjadagar á síðasta ári), skammvinnir (færri en 30 verkjadagar á síðasta ári) eða eng- ir. Hinir níu líkamshlutar voru háls, axlir, oln- bogar, úlnliðir/ hendur, efra bak, neðra bak, mjaðmir, hné og ökklar/fætur. Skilgreining langvinnra útbreiddra stoð- kerfisverkja: Ef daglegir eða langvinnir verkir voru til staðar í þremur eða fleiri líkamshlutum og verkimir staðsettir bæði vinstra og hægra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.