Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 40
656 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 gjörs og samkvæmt þessari grein má rannsóknar- eða skráningaraðili skoða per- sónutengd gögn í þessum til- gangi, svo lengi sem hann af- ritar ekki skrána eða upplýs- ingarnar eða fjarlægir þær úr upphaflegu skránni. I öðru og nýrra frumvarpi til laga um sama efni, sem lagt var fyrir Bandaríkjaþing 11. mars 1997 http://thomas.loc. gov/ (Bill no. s. 422), er skil- greiningin á persónutengingu í samræmi við tilmæli ráð- herranefndar Evrópusam- bandsins, það er sú að merk- ingar eða kóðar (codes) sem einir sér nægja ekki til að per- sónugreina upplýsingar eða sýni teljist ekki persónuteng- ing (grein 3. 12). í þessu frumvarpi eins og í því fyrr- nefnda eru nákvæmlega sömu undantekningar leyfðar með tilliti til tölfræðilegs uppgjörs á persónutengdum upplýsing- um. Þannig virðist skilningur- inn á því hvað séu persónu- tengd gögn að verða sá sami beggja vegna Atlantshafsins. Samkvæmt þessu og þeim undantekningum sem leyfðar eru til skráningar upplýsinga úr persónutengdum gögnuni til tölfræðilegra uppgjöra, hef- ur skapast sá grundvöllur sem nauðsynlegur er til samsetn- ingar og notkunar ópersónu- tengdra gagnagrunna. Er það í samræmi við það, að bæði í Bandaríkjunum og Evrópu eru nú þegar orðnir til stórir gagnagrunnar í eigu og umsjá einkaaðila, oftast í náinni samvinnu við opinberar stofn- anir, fylkisstjórnir eða há- skólasjúkrahús. Rík hefð fyrir því hvað teljast ópersónutengdar upplýsingar Tilskipun Evrópuþingsins no. 95/46/EC og löggjafar- samkundunnar frá 24. október 1995 um vernd einstaklinga með tilliti til vinnslu persónu- upplýsinga og frjálsra flutn- inga slíkra upplýsinga fjallar um vörslu og meðferð allra viðkvæmra persónuupplýs- inga, þar með taldra heilsu- farsupplýsinga, upplýsinga um fjárhag, trúarbrögð og margt fleira (http://europa.eu. int/comm/dg 15/en/media/data prot/dir9546.htm). Þó svo að á þessum tíma hafi ekki sérstak- lega verið tilgreint að kóðaðar upplýsingar teldust ópersónu- tengdar (26. og 27. liður) þá gengur tilskipunin fyrst og fremst út á að vernda einstak- linga fyrir skaða af meðferð og uppljóstrun viðkvæmra upp- lýsinga. Nota megi slíkar upp- lýsingar í sagnfræðilegu, töl- fræðilegu eða öðru vísinda- legu skyni, ef það stangast ekki á við upphaflegan tilgang gagnasöfnunarinnar og ef rík- isstjórnir aðildarlandanna sjá til þess að viðeigandi öryggis- aðferðum sé beitt gegn því að hægt sé að nota gögnin í tengslum við eða til ákvörð- unar um tilgreinda einstak- linga (29. liður). Innan ramma þessara laga hafa opinberar stofnanir og einkaaðilar eins og bankar og fjármálastofnan- ir í aðildarlöndunum varðveitt og meðhöndlað viðkvæmustu og persónulegustu upplýsing- ar um þegna sína og við- skiptavini. Þannig felst í fram- kvæmd þessara laga ákveðin viðurkenning á því hvenær gögn teljist ópersónutengd. Til þessa hafa verið notuð samskonar kerfi og reyndar á margan hátt mun ófullkomn- ari en það sem lagt er til við uppsetningu miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði (samanber bankakerfið). HUGO hvetur til þró- unar tækni til að gera gögn ópersónutengd Árið 1995 gaf lögfræðisiða- nefnd Mannerfðamengisstofn- unarinnar (HUGO: The Hu- man Genome Organization) út leiðbeiningar um framkvæmd erfðafræðirannsókna, að beiðni stjórnar stofnunarinnar (http://hugo.gdb.org/conduct. htm). Þar kemur fram í 5. lið ráðlegginganna að upplýst samþykki til þátttöku í rann- sóknum geti ýmist byggst á samþykki einstaklinga, fjöl- skyldna, samfélaga, þjóðar- brota eða þjóðfélaga. í sama lið segir að að settum tiltekn- um skilyrðum (under certain conditions) og með tilskildum leyfum (with proper autho- rity) megi veita undanþágu frá kröfu um samþykki fyrir at- hugunum á ópersónutengdum (anonymous) sýnum til far- aldsfræðilegra rannsókna og skimrannsókna (surveillance). í 7. lið segir að vegna trúnað- arlegs eðlis erfðafræðiupplýs- inga verði að virða rétt til frið- helgis einkalífsins og vernda upplýsingarnar gegn óheimil- uðum aðgangi. Kóðun upplýs- inga og aðferðir til að tak- marka og fylgjast með að- gangi, sem og reglur um flutn- ing og varðveislu sýna og upplýsinga skuli þróa og koma til framkvæmda áður en söfnun hefst. Ráðleggingarnar er einnig áhugavert að skoða með tilliti til aukinnar áherslu á ávinning til handa þeim samfélögum sem leggja til rannsóknanna (9. liður) og þann samvinnu- anda sem ýtt er undir að ríki milli rannsakenda, einstakra þátttakenda og samfélagsins. Þetta sé mikilvægt í ljósi flæð- is, aðgengis og skipta á upp- lýsingum, ekki einungis til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.