Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 48
664 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Mynd 1. Yfirlit yfir núverandi vinnuferli íslenskrar erfðagreiningar. Lœknar senda lista með kennitölum (KT) sjúklinga til tilsjón- armanns Tölvunefhdar (1). Tilsjónarmaðurinn býr til dulkóðuð persónunúmer (PN) úr kennitölunum og sendir til íslenskrar erfða- greiningar (2). íslensk erfðagreining sendir til baka lista yfir þá sjúklinga sem fyrirtœkið óskar að fá til rannsóknar. Tilsjónarmað- urinn afkóðar listann og sendir til lœknanna, sem leita samþykkis sjúklinganna við þátttöku í rannsókninni. Einnig býr tilsjónar- maðurinn til sérstakt tengiblað með nafni og kennitölu á efri hluta, en persónunúmeri og auðkennismerki sýnis á strikamerktu formi á neðri hluta (3). Blaðið er sent til lœknanna sem taka blóðsýni og merkja sýnin og neðri hluta tengiblaðsins með sama strikamerkinu áður en þau eru send til rannsóknar hjá íslenskri erfðagreiningu (4). Þannig er orðið til nafnleyndarkerfi sem er strangara en þekkist í sambœrilegum rannsóknum. yrðu svo send til sérstakrar miðlægrar dulkóðunarstofn- unar. Auðvelt er að tryggja ör- yggi slíks gagnaflutnings með svipuðum aðferðum og bank- ar nota til samskipta á alnet- inu, til dæmis með SSL (Secure Socket Layer) sem byggir á tveggja lykla dulkóð- un. Dulkóðunarstofnunin væri í umsjá þriðja aðila, til dæmis landlæknisembættisins, og þar færi fram dulkóðun á öllum persónueinkennum sem áður hefur verið nefnd. Sömuleiðis færi þar fram afrúnnun á dag- setningum og upplýsingum sem þykja sérstaklega við- kvæmar, svo sem fæðingar- degi, þar sem hnika mætti til ári. IE fengi svo send gögnin frá dulkóðunarstofnuninni, til dæmis í gegnum SSL, og myndi síðan dulkóða gögnin enn á ný, nú með eigin lykli. Þetta myndi fyrirbyggja að notendur gagnagrunnsins gætu með nokkrum hætti komist yfir lykil að dulkóðanum á einum stað. Þetta myndi einn- ig tryggja að ekki væri mögu- legt fyrir neina aðila að beita dulkóðunarstofnunina þrýst- ingi til þess að afhjúpa nafn- leyndina. Það myndi létta af henni ákveðinni ábyrgð í þeim efnum og tryggja gögnin enn frekar. Nafntengdur ættfræði- grunnur væri einnig geymdur utan IE á læstu formi og fyrir- tækinu bærust einungis ætt- fræðigögn í gegnum dulkóð- unarstofnunina. Aðgangur að ættfræðigrunninum væri háð- ur aðgangsheimildum. Að- skilnaður gagna af þessu tagi kemur í veg fyrir möguleika sem sumir hafa gagnrýnt, það er að brjóta nafnleynd með samkeyrslu dulkóðaðra og nafntengdra ættfræðigagna. Með samspili dulkóðunar og aðskilnaðar á gögnum má því útiloka möguleika á því að keyra út lista með viðkvæmum upplýsingum um hóp manna og þar með stórtækri misbeit- ingu gagnagrunnsins. Eftir stendur að vegna hins mikla upplýsingamagns í mið- lægum gagnagrunni gæti óheiðarlegur notandi hugsan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.