Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 647 skipta á sárum. Reyndar fylgja þeir að jafnaði fyrirmælum lækna en sár eru sjúkdómar sem geta tekið breytingum á skömmum tíma og þrátt fyrir góða þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga gæti mat þeirra á slíkum breytingum orkað tvímælis. Það er ekki ætlun mín að skrifa grein um sáralækningar, en rétt er að minna á það að markmiðið með þeim er, eins og markmiðið með meðferð allra sjúkdóma, að lækna þá eins fljótt og vel og kostur er á (1). Það gerist ekki öðru vísi en með því að fylgjast stöðugt með þeim og grípa til réttra ráða þegar aðstæður gefa tilefni til. Heimalækningar eru nú mjög vinsælar, einkum meðal stjórnmálamanna, sem álita að þær spari í heilbrigðiskerfinu. Svo virðist sem að minnsta kosti hluti lækna hafi látið undan sparnaðarþrýstingnum, fyrir nú utan það að sumum finnst þægilegt að láta aðra stunda lækningar fyrir sig. Það er augljóst að heima- lækningar sára, eins og hér hefur verið lýst, geta beinlínis seinkað því að sárin séu grædd „lege artis“. Þannig er hæpið að þær spari fé, hvort heldur fyrir einstaklinginn eða þjóðfélagið. Þá er samfara þeiin veruleg sýkingarhætta í næsta nágrenni hins sýkta, jafnvel þó höfð sé eins full- komin smitgát og kostur er á, og einnig úti í þjóðfélaginu og verður í því sambandi að hafa í huga að sýklarnir sem eru að verki eru oft lítt- eða ónæmir fyrir algengum sýklalyfjum. Allt ber þetta að sama brunni sem er sá að sparnað- urinn í heilbrigðiskerfinu get- ur leitt af sér afturhvarf til frumstæðari lækningaaðferða og þar með minna öryggis, bæði fyrir einstaka sjúklinga og jafnvel almenning, ef illa tekst til. HEIMILDIR 1. Árni Björnsson. Nota læknar heil- brigða skynsemi við sárameðferð? [ritstjórnargrein]. Læknablaðið. 1988; 74: 317. Árni Björnsson Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Mörgum spurningum enn ósvarað s Samþykkt stjórnar Læknafélags Islands frá 11. ágúst 1998 Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefur kynnt frumvarp til laga um gagna- grunn á heilbrigðissviði og er það endurskoðað stjórnar- frumvarp um sama efni frá liðnu vori. Fagna ber frum- kvæði ráðuneytisins að kynna frumvarpið á heimasíðu sinni. Þrátt fyrir umtalsverða vinnu starfsmanna ráðuneytis- ins er mörgum spurningum ósvarað. Hættur þær sem fylgja til- vist gagnagrunns af þessu tagi eru augljósar, en gagnsemin óviss. Ekki hefur verið sýnt fram á, að hinn óvissi árangur sé þeirrar áhættu virði sem þjóðin tekur með samþykkt þessa frumvarps. Gert er ráð fyrir því að upp- lýsingar, sem gefnar hafa ver- ið læknum í trúnaði og í ákveðnum tilgangi, verði teknar og þær dulkóðaðar til nota í hverjum þeim tilgangi sem starfsleyfishafi miðlægs gagnagrunns og heilbrigðis- ráðherra semja um. Ekki hefur verið skýrt með hvaða hætti þetta verður gert. Upplýsing- arnar eru ekki aftengdar og má því rekja til baka til ein- staklinganna sem þær gáfu. Ef upplýsingarnar eru ekki leng- ur taldar vera persónuupplýs- ingar er það alvarlegt mál að hlutverk Tölvunefndar sem eftirlitsaðila er skert. Hlutverk Tölvunefndar þarf að vera skýrt. þannig að nefndin fjalli um og hafi eftirlit með óper- sónutengdum upplýsingum. Leyfishafi fær samkvæmt frumvarpinu einkaleyfi á rekstri miðlægs gagnagrunns. Vísindamenn sem vilja nýta sér upplýsingar úr grunninum vita ekki fyrirfram hvort þeim verður mögulegt að rannsaka það sem hugur þeirra stendur til varðandi þá sjúkdóma/sjúk- linga sem þeir hafa með hönd- um. Þetta gildir jafnvel þótt þeir uppfylli til þess öll form- leg skilyrði samfélagsins um meðferð persónuupplýsinga og til vísindarannsókna. Alvarleg umræða um þetta mál er rétt að hefjast. Stjórn Læknafélags Islands telur að stórum spurningum, siðfræði- legum og á sviði persónurétt- ar, sé enn ósvarað. Sátt þarf að nást í þjóðfé- laginu um jafn viðamikið mál og þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.