Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998: 84 687 2. Að það væri forstjóri Ríkis- spítala sem ætti að ráða í stöðu yfirlæknis BUGL en ekki forsvarsmaður við- komandi deildar eins og þér hélduð fram í bréfi yðar. 3. Að af orðum yðar mætti ráða að það ætti ekki að gilda sú meginregla að við ráðningu starfsmanna skyldi hæfasti einstaklingurinn ráðinn heldur að þeim sem réði í stöðuna væri í sjálfs- vald sett að ráða lakasta umsækjandann svo fremi sem hann væri metinn hæf- ur. 4. Að skv. 1. mgr. 31. gr. laga um heilbrigðisþjónustu ætti stöðunefnd að skila rök- studdu áliti og að varla væri hægt að fallast á þau rök sem þér færðuð fram fyrir því að niðurstaða nefndar- innar vegna stöðu yfirlækn- is BUGL væri rökstudd. 5. Að þér hefðuð enn ekki svarað fyrirspurn minni frá 20. maí um það hver hefði komið með tillögu um það í stöðunefnd að umsækjend- um um stöðuna yrði ekki raðað eftir hæfni. Ég ítrekaði því enn þessa fyrirspurn mína um umrædda tillögu auk þess sem ég óskaði eftir afriti af hæstaréttardóm- inum sem þér vitnuðuð til eða upplýsingum um dagsetningu hans. Svar hafði enn ekki borist 16. júní 1998 og sendi ég yður þá enn bréf dags. sama dag og ítrekaði fyrirspurnir til yðar vegna máls þessa. Með bréfi sem mér barst í dag (20. ágúst 1998) sendið þér mér loks ljósrit af hæsta- réttardóminum sem þér vitn- uðuð til í bréfinu frá 25. maí sl. Ekkert bréf fylgdi þannig að þér hafið enn ekki svarað fyrirspurn minni um það af hverju stöðunefnd vék frá starfsreglum sínum varðandi niðurstöðu sína um umsækj- endur um stöðu yfirlæknis BUGL. Ég hef nú farið yfir hæsta- réttardóminn sem þér vitnuð- uð til og notið sem rök fyrir því að umsækjendum um stöðu yfirlæknis BUGL var ekki raðað í samræmi við starfsreglur stöðunefndar. Dómurinn er frá árinu 1981, bls. 266. í því máli krafðist einn umsækjanda um stöðu að röðun stöðunefndar á umsækj- endum yrði dæmd ómerk og bar m.a. fyrir sig að laga- ákvæðið mæli einungis fyrir um umsögn um hæfi. Því væri röðun bönnuð. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu varðandi þetta atriði að stöðu- nefnd væri ekki óheimilt að löguni að skipa umsækjend- um í röð eftir hæfni. Notkun yðar á þessum dómi sem rök fyrir því að stöðu- nefnd raðaði ekki umsækjend- um um yfirlæknastöðu BUGL í hæfnisröð er óskiljanleg af ýmsum ástæðum en þó aðal- lega eftirfarandi: 1. Frá því að stöðunefnd tók til starfa hefur hún undan- tekningarlaust eftir því sem ég kemst næst, nema í um- sögn sinni um yfirlækni BUGL sem bréf þetta fjallar um, raðað umsækjendum í röð eftir hæfni og er það vinnulag nefndarinnar í samræmi við starfsreglur hennar. Hæstaréttardómur- inn staðfesti að nefndinni er heimilt að raða umsækj- endum í hæfnisröð. 2. Ef það er túlkun yðar á um- ræddum hæstaréttardómi að nefndinni sé ekki skylt að raða umsækjendum, af hverju hefur nefndin þá haldið áfram að raða þeim í hæfnisröð frá árinu 1981 þegar dómurinn féll? Enn hafið þér ekki svarað fyrirspurn minni sem ég fyrst bar upp fyrir þremur mánuð- um um að fá það upplýst af hverju vinnubrögð stöðu- nefndar voru með þeim hætti sem raun ber vitni vegna um- sagnar hennar um umsækj- endur um stöðu yfirlæknis BUGL. Ég veit að í nefndinni var borin upp tillaga um að víkja frá starfsreglum nefnd- arinnar í niðurstöðu sinni og að sú tillaga var samþykkt. Ég á skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um þetta efni og vísa í því sambandi bæði til stjórnsýslulaga og upplýs- ingalaga. Þá hafið þér hvorki útskýrt hvað þér áttuð við með um- mælum yðar í bréfinu frá 25. maí að það væri á endanum for- svarsmaður viðkomandi deild- ar eða sviðs á heilbrigðisstofn- un sem réði einn þeirra sem tal- inn væri hæfur af umsækjend- um né rökstutt hvemig þessi ummæli yðar samrýmast ákvæðum laga um heilbrigðis- þjónustu um að það er for- stjóri sem ræður yfirlækna að fengnum umsögnum stöðu- nefndar og stjórnarnefndar. Ráðning í stöðu yfirlæknis á barna- og unglingageðdeild er alvörumál því hún varðar framtíð sérgreinarinnar. Eins og ég vék að í upphafi bréfsins þá tel ég að afstaða yðar í máli þessu varði alla lækna. Þess vegna og sökum þess dráttar sem orðinn er á því að þér svarið fyrirspurnum mínum þá gríp ég til þess ráðs að birta yður þær í opnu bréfi í Læknablaðinu, málgagni lækna á Islandi. Virðingarfyllst, Helga Hannesdóttir barna- og unglinga- geðlæknir (sign.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.