Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 671 Persónuvernd og gagnagrunnar Þorgeir Örlygsson Inngangur í haust verður lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem ég ætla í því, sem á eftir fer, ýmist að nefna frumvarpið eða gagnagrunnsfrumvarpið. Frumvarp sama efnis var lagt fram á síðasta löggjafarþingi, en varð ekki útrætt, eins og öllum er sjálfsagt enn í fersku rninni. Skemmst er frá því að segja, að frumvarp þetta olli gífurlegu umróti í íslensku samfélagi, og um það urðu harðvítugri deilur en flest önnur mál, sem til umræðu hafa komið í samfélaginu síð- ustu árin. Virðist hinu sama reyndar einnig ætla að gegna um nýja frumvarpið. Um þessar deilur og gagnrýni á frumvörpin ætla ég ekki frek- ar að fjalla hér, enda er þar um að ræða atriði, sent ráðstefnu- gestum eru án efa í fersku minni, svo fyrirferðarmikil sem umræðan um þau er og hefur verið. Til þess að einfalda mál mitt og stytta á þeim skamma tíma, sem ég hef hér til um- ráða, ætla ég í því, sem á eftir fer, að leyfa mér að ganga út frá tveimur forsendum: Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla íslands og formaður Tölvu- nefndar. Erindi þetta var flutt á ráð- stefnu á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna 22. ágúst síðast- liðinn. 1‘orgeir Örlygsson. Fyrri forsendan er sú, að ráðstefnugestir þekki efni þeirra draga að frumvarpi til laga um gagnagrunn á heil- brigðissviði, sem heilbrigðis- ráðherra hefur nýlega kynnt og boðað að lagt verði fram á Alþingi í haust. Af þeirri ástæðu ætla ég aðeins í mjög takmörkuðum mæli að fjalla um frumvarpið sem slíkt, en beina þess í stað umfjöllun minni að þeim almennu atrið- um, sem ég tel út frá persónu- verndarsjónamiðum jafnan nauðsynlegt að hafa í huga, þegar stofnað er til lagasetn- ingar af því tagi, sem hér er að stefnt. Síðari forsendan er sú, að skráðar upplýsingar um heilsu- far íslensku þjóðarinnar, sem safnað hefur verið síðustu ára- tugina, séu auðlind, sem hag- kvæmt geti verið að nýta í þágu íslenska samfélagsins og jafnvel mannkyns alls. í því sambandi ætla ég að fara nokkrum orðum um það, hver sjónarmið hljóti helst að vera ráðandi við lagasetningu, sem hefur það að markmiði að heimila hagnýtingu þessarar auðlindar, og bera þau sjónar- mið saman við sjónarmið, sem eru ráðandi við setningu laga- reglna um hagnýtingu nokk- urra annarra auðlinda, sem ís- lenska þjóðin hefur yfir að ráða. Hvað er gagnagrunnur á heilbrigðissviði ? Ráðstefnan hér í dag ber yfirskriftina: Erfðarann- sóknir og gagnagrunnar, og er þar meðal annars verið að skírskota til þess gagnagrunns, sem áðurgreint frumvarp heil- brigðisráðherra gerir ráð fyrir að komið verði á laggirnar. Því er í upphafi rétt að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði er. I frumvarpinu sjálfu er gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði skilgreindur sem safn gagna, sem hefur að geyma heilsufarsupplýsingar og aðrar upplýsingar þeim tengdar, sem skráðar eru með sam- ræmdum kerfisbundnum hætti í einn miðlægan gagnagrunn, sem ætlaður eru til úrvinnslu og upplýsingamiðlunar (1. tl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.