Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 681 Jón Ólafur ísberg, Örn Bjarnason Tungutak í læknisfræði Hlutverk vísindanna hafði löngum verið að skilja og leiða í ljós tilgang guðs með sköpunarverkinu en á 17. öld mótaðist ný skoðun á alheim- inum og umhverfinu, tengsl- um manns og náttúru og síðast en ekki síst manninum sjálf- um. í læknisfræðinni komu nýjungar einna skýrast fram með niðurstöðum Williams Harveys á fyrri hluta 17. aldar en hann sýndi fram á hringrás blóðsins og að það væri hjart- að sem dældi því um líkam- ann. Maðurinn var orðinn að vél án afskipta umhverfis og almættis. Á síðari hluta 17. aldar kom út fyrsta rit Syden- hams læknis í London þar sem því er lýst hvernig sjúkdómur er greindur á rökvísan hátt. Hann setti fram verufræðilega sjúkdómskenningu og sagði að til væru afmarkaðir sjúk- dómar og að þeir birtust í sjúklingum sem dæmigerð framvinda einkenna og teikna. Þessi skilgreining varð grunn- ur klínískrar nútímalæknis- fræði en þar sem orsakir sjúk- dóma voru ekki þekktar byggðist sjúkdómaflokkunin á klínískum heilkennum (1). Hin mikla framfarahyggja og nytsemdarstefna, sem verið hefur ríkjandi allt frá miðri 18. öld og felst einkum í þeirri Grein þessi var upphaflega samin sem fyrirlestur á ráðstefnunni Málstefna Is- lendinga 1700-1850 sem haldin var á vegum Félags um átjándu aldar fræði 17. janúar 1998. vissu að framfarabrautin verði einungis farin á forsendum lögmálahyggju vísindanna, leiddi til grundvallarbreytinga í heilbrigðismálum. Ekki að- eins vegna framþróunar vís- indanna heldur einnig vegna afstöðu vísindamanna til al- mennings (2). Áhugi á holl- ustuháttum í daglegu lífi og umhverfi fólks og heilsufars- legum ráðstöfunum af ýms- um toga efldist í mörgum ríkj- um og forvarnir urðu hluti af opinberri stefnu stjórnvalda. Alþýðlegar bækur um læknis- fræði náðu mikilli útbreiðslu og fólk varð upplýstara en áð- ur um hvað væri æskilegt að gera til að forðast sjúkdóma og lifa heilbrigðu lífi. Smit- valdar voru ekki þekktir en einangrun sjúkra var beitt með góðum árangri og almennt hreinlæti fór vaxandi. Bætt ástand heilbrigðismála meðal almennings á seinni hluta 18. aldar og á 19. öld kemur gleggst fram í minni ungbarnadauða og takmörkun farsótta. Að hluta til má rekja þetta bætta ástand til lækna og aðgerða þeirra, einkum hvað varðar fræðslu, en einnig til bólusetningar gegn bólusótt og annarra stjórnvaldsað- gerða. Að töluverðu leyti er orsakanna að leita í hinu fé- lagslega og efnahagslega um- hverfi á 19. öld en þá fór hag- ur manna almennt séð mjög batnandi frá því áður hafði verið vegna iðnbyltingarinnar (3). í löndum Danakonungs var mótuð opinber stefna í heil- brigðismálum um miðja 18. öld. Hér á landi var skipaður landlæknir árið 1760 og hér- aðslæknar á næstu áratugum þannig að um aldamótin 1800 voru sex læknar í landinu. Hlutverk læknanna var auð- vitað að lækna fólk en úrræði þeirra til þess voru fá og þess vegna skipti fræðsla um sjúk- dóma, næringu og aðbúnað sennilega meira máli. Til þess að ná til fólks verður að koma upplýsingunum til þess á máli sem það skilur og á þann hátt að það meðtaki þær. Varðandi almennan aðbúnað er það auðvelt en hvemig á að út- skýra sjúkdóma fyrir fólki með nýjum nöfnum og tilvís- an í sjúkdómsgreiningu sem byggir á þekkingu í líffæra- fræði? Þótt menn gerðu grein- armun á sumum sjúkdómum þá einblíndu þeir frekar á líf- færið sem þeir töldu sjúkdóm- inn hafa aðsetur í, miðað við líffæraþekkingu þess tíma, en á eðli veikinnar og þetta skýrir meðal annars heiti og samheiti ýmissa sjúkdóma fyrr á tímum (4). Ágætt dæmi um þetta er lýsing Sveins Pálssonar á gulu en hún var ýmist kölluð lifrar- gula, miltisgula, magagula eða nýrnagula en hefur líkleg- ast verið sullaveiki (5). íslenskun læknisfræðiheita Fyrstur manna hér á landi til að gefa út rit á íslensku um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.