Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 58
674 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 markmið að bæði megi vernda og hagnýta auðlindina. Fleiri dæmi af þessum toga gæti ég nefnt, en tíminn leyfir ekki ítarlegri umfjöllun. Þó vil ég ekki láta hjá líða að nefna til samanburðar ákvæði þjóð- minjalaga, sem hafa það að markmiði að tryggja sem best varðveislu menningarsögu- legra minja þjóðarinnar (8). Eins má nefna ákvæði nýsam- þykktra laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignar- landa, þjóðlenda og afrétta, og ákvæði laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu (9). Hér ber allt að sama brunni. Löggjöf um hagnýt- ingu allra þessara auðlinda þjónar tvenns konar tilgangi, það er henni er í senn ætlað að tryggja bæði vernd og hagnýt- ingu auðlindarinnar. En hvernig tengist þessi upptalning á lagareglum um nýtingu náttúruauðlinda og menningarsögulegra verð- mæta því viðfangsefni, sem við erum að ræða hér í dag, það er að segja heilsufarsupp- lýsingum í miðlægum gagna- grunni? Jú, við göngum út frá því sem staðreynd, að skráðar upplýsingar um heilsu ís- lensku þjóðarinnar séu auð- lind, sem beri að varðveita og ávaxta eftir því sem kostur er. Með lagasetningu um starf- rækslu miðlægs gagnagrunns er Alþingi að setja leikreglur um nýtingu þeirrar auðlindar, sem skráðar heilsufarsupplýs- ingar eru taldar vera. Slík lagasetning verður, eins og lagasetning um aðrar auðlind- ir, að tryggja, að við hagnýt- ingu auðlindarinnar sé ekki gengið svo nærri auðlindinni sjálfri og þeim efnivið, sem hana myndar, að til auðnar horfi og skaði hljótist af. Þar sem upplýsingar um einka- hagi einstaklinga eru uppi- staðan í þeim efnivið, sem auðlindina myndar, verður við lagasetningu um hagnýtingu hennar fyrst og fremst að búa svo um hnútana, að virt séu stjórnarskrárvarin réttindi ein- staklinganna til þess að njóta friðhelgi urn einkalíf sitt. Stærsta málið sem snertir skráningu persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði er án efa stærsta og viðamesta málið, sem komið hefur til kasta Alþingis og stjómvalda síðustu áratugi og snertir skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs. Fyrir þessari skoðun færi ég fram tvær ástæður. Fyrri ástæðan er sú, að mál- ið varðar ekki aðeins skrán- ingu og varðveislu heilsufars- upplýsinga um eina tiltekna ætt í landinu, einn tiltekinn sjúklingahóp, einn tiltekinn árgang þjóðarinnar eða eina tiltekna starfstétt, eins og hingað til hefur yfirleitt verið, þegar skráðar hafa verið heilsufarsupplýsingar í vís- indaskyni hér á landi. Málið snýst um miðlæga skráningu og varðveiðslu heilsufarsupp- lýsinga um alla íslensku þjóð- ina nokkra áratugi aftur í tím- ann og hagnýtingu þeirra upp- lýsinga í margvíslegum til- gangi, meðal annars viðskipta- legum. Umfang skráningar- innar er því stærri í sniðum en við höfum nokkum tímann séð áður, og hagnýting skráning- arinnar er í öðrum tilgangi en við höfum áður séð. Seinni ástæðan er sú, að þau atriði, sem stendur til að skrá, samkeyra og varðveita í slíkum upplýsingabanka, eru upplýsingar, sem flestum mönnum eru viðkvæmari en aðrar upplýsingar, sem þá varða. Málið snýst um skrán- ingu upplýsinga um sjúkdóma og orsakir þeirra, sjúkdóms- meðferð og árangur hennar, lyfja-, áfengis- og vímuefna- notkun, og upplýsingar, sem lúta að ættfræði og sameinda- erfðafræði. Þá girðir frum- varpið ekki fyrir, að við slíkar upplýsingar séu tengdar aðrar persónuupplýsingar, sem geta verið mönnum viðkvæmar til dæmis upplýsingar um félags- leg vandamál manna, skóla- göngu þeirra, starfsferil, brota- feril og svo framvegis. Þegar horft er á þessar staðreyndir, er eðlilegt að sú krafa komi fram, að farið sé varlega við undirbúning máls, sem hefur svo víðtæka skrán- ingu að markmiði, þannig að tryggt sé, að málið fái sem vandaðastan undirbúning og ná megi sem víðtækastri sátt um það. Það þarf með öðrum orðum að fara fram mat á um- hverfisáhrifum þeirra fram- kvæmda, sem lagasetning um gagnagrunn á heilbrigðissviði getur haft í för með sér, þann- ig að sjá megi fyrir, hverjar af- leiðingar lagasetningarinnar verði. Eru miðlægir gagnagrunnar varhugaverðir? En þá er komið að þeirri spumingu, hvort stórir, mið- lægir gagnagrunnar, sem hafa að geyma umfangsmiklar og viðkvæmar persónuupplýs- ingar um heilar þjóðir eða þjóðarbrot, séu varhugaverð- ir? Af mörgum eru slíkir gagna- gmnnar, hvort heldur sem þeir hafa að geyma heilsufarsupp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.